Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 11
18. október 1985 - DAGUR - 11 „Já.“ - Já, góðan daginn, þetta er blaðamaður Dags á Húsavík, er þetta Sigrún Hauksdóttir? „Já það er hún. Komdu sæl.“ - Sæl Sigrún. Þú ert formað- ur jafnréttisnefndar Húsavíkur. „Já, það er rétt.“ - Nú nálgast 24. okt. lOárfrá kvennafrídeginum og kvenna- áratugnum að ljúka. Hvað á að ,JÞað sakar ekki ð toka gítarana með - Sigrún Hauksdóttir, formaður j afnréttisnefndar Húsavíkur er á línunni U gera á Húsavík í tilefni dagsins? „Jafnréttisnefndin og nokkrar duglegar konur hafa myndað starfshóp eða nefnd til að undir- búa daginn. Við ætlum að hafa opið hús í stóra salnum í Félagsheimilinu þann 24. okt. Húsið verður opn- að kl. 16 og opið eitthvað fram eftir kvöldi. Hótel Húsavík sér um veitingar. Það verður kaffi- hlaðborð og kostar aðeins 200,- kr. fyrir manninn. Þarna geta konur spjallað saman og sungið, ekki sakar að taka gítarana með. Einhver dagskrá verður, en ekki endan- lega ákveðin. En m.a. ætlar Hólmfríður Benediktsdóttir að mæta með kór sem stofnaður var í vor af Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga. Nafn kórsins er Kvennakórinn Lissy og heitir hann eftir Lissy Þórarinsson, sem bjó á Halldórsstöðum í Laxárdal. Lissy var skosk og hafði að þeirra dómi er heyrðu söng hennar, gullfallega rödd. Kórinn samanstendur af konum víða úr sýslunni. Við vonu.nst til að sem flestir láti sjá sig þarna.“ - Er eitthvað fleira á döfinni í tilefni dagsins? „Já, Víkurblaðið sem kemur út daginn áður verður helgað konum. Eiginlega sérstakt af- mælisblað kvennaáratugarins. Það verður fjölbreytt að efni. Tvær konur úr starfshópnum hafa gengið til liðs við ritstjór- ann og tekið viðtöl við konur. Það verða fréttir af konum og meira að segja er verið að safna auglýsingum hjá fyrirtækjum sem konur eru í forsvari fyrir, og þau reynast ótrúlega mörg.“ - Er kvennafrídagurinn þér eftirminnilegur? „Já, hann var heilmikil upplif- un. Svo sérstakur að það er erf- itt að lýsa því. Mikill fjöldi kvenna tók sér frí úr vinnu og við vorum í félagsheimilinu, en það ætlum við ekki að endur- taka núna, sá dagur var svo sér- stakur að hann verður ekki endurtekinn." - Hvað er mikilvægasta jafn- réttismálið í dag? „Það er alltaf mesta málið að konan finni sig og viti að hún getur alla hluti til jafns við karlmann. Það er mikilvægt að konur jafnt sem karlar geri sér grein fyrir að þær séu jafn hæfir stjórnendur og þeir. Og ef heim- ili er best stjórnað af tveimur, karli og konu, ætli það sama gildi þá ekki um þjóðfélagið og heimsbyggðina." - Er eitthvað sem þú vildir segja að lokum, Sigrún? „Ég hef lesið á fleiri en einum stað, að ef stjórnmálaflokkur ákveði að hafa konu í fyrsta og öðru sæti á hverjum lista, sé það kallað að velja fólk eftir kyn- ferði. Sé þetta hugsað þannig, þá hefur hingað til alltaf verið rað- að eftir kynferði. Það þurfti ekki að setja reglur um slíkt, það þótti svo sjálfsagt. Og vissulega hafa þeir alltaf ætlað að velja þá hæfustu. En hverjum dettur í hug að konur ætli ekki að velja þær hæfustu? Sagt er að fólk sé orðið leitt á talinu um kvenna þetta og kvenna hitt, má það satt vera. En þeir hinir sömu ættu líka að athuga að allt hefur verið karla þetta og karla hitt. Það þótti að- eins svo sjálfsagt að þeir væru höfuðin að ekki þurfti að nefna þetta karla þetta og hitt.“ - Þakka þér fyrir Sigrún og vertu blessuð. „Blessuð, við sjáumst þann 24.“ IM I Vín Tilbreyting. Kaffihlaðborð í Vín sunnudaginn 20. okt. Veisla sem öllum er opin. Stór sending af burknum, góðum burknum og ódýrum burknum. Það er opið í Vín alla daga frá kl. 13 - 22. Kaffi, kakó og terur, ís, ísskreytingar, bananasplitt og margt fleira. Verið velkomin! Verið velkomin i Vín. Blómaskáli við Hrafnagil Sími 31333 BINGO - BINGÓ Nýtt tölvustýrt BINGÓ í Borgarbíó sunnudaginn 20. október kl. 5 e.h. Hæsti vinningur kr. 5.000,-. Freistið gæfunnar. Hvað verður í pottinum? Stjómandi Sveinn Kristjánsson. Stjómin. BANN Aö gefnu tilefni viljum við taka fram aö öll rjúpnaveiði í landi Laxamýrar og Núpalands er stranglega bönnuö. Landeigendur og Félag sumarbústaðaeigenda. Júdóráð Akureyrar Stundiö júdó í vetur og mætið í íþróttahöllina. Æfingatímar eru sem hér segir: 15 ára og eldri: Mánud. kl. 20-21.30 • Miðvikud. kl. 19.30-21.00 Sunnud. kl. 14.00-15.30. 14 ára og yngri, lengra komnir: Þriöjud. kl. 19.00 • Miðvikud. kl. 18.15 Föstud. kl. 18.15 • Sunnud. kl. 11.30. Byrjendur 11-15 ára: Sunnud. kl. 15.30. Byrjendur 6-10 ára: Sunnud. kl. 13.00. Byrjar sunnud. 20. okt og fólk er hvatttil aö mæta. Bæöi kyn saman. Ford Bronco árg 72, nýuppsmíðaður og klæddur, til sölu. Ekinn 500 km á vél. Uppl. í síma 95-6119 í vinnu, 95-6271 heim. í gær auglýstum við herragallabuxur á 730 kr. en í dag eru það herraflauelsbuxurnar á adeins 630 kr. Stærðir 31 - 40. Opið laugardaga milli kl. 10 og 12. lii Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 • sími 22275 F.V.S.A. F.V.S.A Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 19. okt. kl. 14 í Al- þýðuhúsinu, Skipagötu 14, (4. hæð). Fundarefni: 1. Kosning átta fuiitrúa á 15 bina L.Í.V. a 2. Formaöur L.Í.V., Björn Þórhallsson mætir og ræöir kjaramál. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.