Dagur - 29.10.1985, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 29. október 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GÍSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFÍ KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Ueiðari.______________________________________
Að höggva á hnútinn
Lög þau sem Alþingi samþykkti til að stöðva
verkfall flugfreyja olli töluverðum deilum og
menn voru ekki á eitt sáttir um nauðsyn þeirra
eða ágæti.
Tvennt ber að hafa í huga þegar þessi laga-
setning er skoðuð. Annars vegar hvernig staðan
var í kjaradeilunni þegar lögin voru sett og hins
vegar hvað lögin fela í sér.
Aður en lögin voru sett hafði ríkissáttasemjari
haft samband við báða deiluaðila og þeir verið
sammála um að þýðingarlaust væri að koma
með sáttatillögu því svo mikið bæri á milli.
Frumvarpið snerist því um að stöðva verkfallið
fram að áramótum, en þá renna allir samningar
úr gildi og eðlilegt að taka afstöðu til kjarasamn-
inganna í heild. Alþingi var ekki að gerast dóm-
ari í málinu um kaup og kjör flugfreyja heldur
þvert á móti að tryggja að flugfreyjur fengju
sambærilega hækkun fram að áramótum og aðrir
hafa fengið.
í 2. grein frumvarpsins segir:
„Kjaradómur skal við ákvörðun kaups og kjara
flugfreyja hafa til viðmiðunar við úrskurð sinn
síðastgildandi kjarasamning aðila, almennar
kaup- og kjarabreytingar sem orðið hafa síðan
hann tók gildi svo og breytingar á launum ann-
arra starfsmanna Flugleiða hf.“
Enginn getur sagt til um hversu lengi verkfall-
ið hefði staðið ef Alþingi hefði ekki gripið inn í.
En ljóst er að flugfreyjur hefðu þurft þeim mun
meiri hækkun því lengur sem verkfallið hefði
varað. Ávinningur af verkfalli er nefnilega oft á
tíðum lítill ef verkfallið er langt. Það vita félagar
í BSRB.
Með lagasetningunni var ekki verið að sam-
þykkja sáttatillögu heldur einungis að vísa deil-
unni til kjaradóms. Það var því út í hött að tefja
málið eins og einstaka stjórnarandstöðuþing-
menn gerðu, á þeim forsendum að meiri upplýs-
ingar þyrfti og að þarna væri verið að auka enn
á launamismun kynjanna!
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Alþýðu-
flokks, færði engin rök fyrir máli sínu en hélt
uppi málþófi fram eftir nóttu. Af fyrirspurnum
hennar mátti ráða að hún hafði alls ekki lesið
frumvarpið yfir. Hún las upp úr bók um launa-
mismun kynjanna og einn kaflann las hún
þrisvar. Sumir sjá skrattann í hverju horni og
gera ekki greinarmun á jafnréttisbaráttu og al-
mennri kjarabaráttu.
Alþingi taldi sig knúið til að grípa í taumana
og stöðva verkfall flugfreyja. Það var gert til að
höggva á þann hnút sem deilan var komin í. En
það var einnig gert til þess að gífurlegum hags-
munum yrði ekki stefnt í voða. Samgöngur til og
frá landinu verða að vera traustar og áreiðanleg-
ar. Annars er allt það mikla uppbyggingarstarf
sem unnið hefur verið í ferðamannaiðnaði fyrir
bí.
Lagasetning var nauðsynleg eins og málin
stóðu og það er ábyrgðarleysi að halda öðru
fram. BB.
_viðtal dagsins.
„Það var sólmyrkvi
þegar ég fæddist"
- Oliver Kentish sellóleikari og tónskáld
í viðtali dagsins
„Ég og mín fjölskylda erum
hér enn vegna þess að við feng-
um ekki húsnæði í Reykjavík
sem okkur hentaði. Það var
farið fram á svo miklar fyrir-
framgreiðslur að við réðum
ekki við það,“ sagði maðurinn
í viðtali dagsins í dag, Oliver
Kentish sellóleikari og tónlist-
arkennari.
Eins og nafnið gefur til
kynna er maðurinn ekki ís-
lenskur. Oliver er Englending-
ur eða Breti eins og margir
kalla Englendinga.
„Ég er fæddur í London og bjó
þar allan tímann sem ég var í
Englandi. Ég er fæddur á Hamm-
ersmith hospital 25/6 1954. Mér
er sagt að það hafi verið sól-
myrkvi þann dag. Ekki held ég
að það hafi haft nein áhrif á
mig,“ segir Oliver og hlær við.
Eins og ég sagði átti ég heima í
London og alltaf á sama stað, eða
nánar tiltekið í Notting-Hill Gate
hverfinu, sem sumir segja að sé í
Kensington, en það eru bara þeir
sem vilja búa í fínu hverfi."
- Æskan í London?
„Góð og skemmtileg. Ég man
alltaf eftir karnivali sem íbúar
frá Vestur-Indíum og fleiri stöð-
um í suðurhöfum héldu og halda
enn. Það var í fyrsta skipti sem
svertingjar héldu verulega saman
og unnu að einhverju í samein-
ingu. Því miður voru einhverjir
sem reyndu að notfæra sér þessa
skemmtun til að ota saman hóp-
um af mismunandi kynstofnum.
Það endaði allt með óeirðum og
blóðsúthellingum. Það voru
utanaðkomandi menn sem stóðu
fyrir óeirðunum.
Eins og margir aðrir strákar á
mínum aldri fór ég í gegnum
venjulegan barnaskóla til 11 ára
aldurs. Þá fór ég í drengjaskóla
þar sem ég byrjaði í tónlist. Fyrst
ætlaði ég að læra á óbó, en hætti
því fljótlega vegna þess að kenn-
arinn mætti illa og ég var oft með
tyggjó í tímum og gat illa blásið
og tuggið í einu.“ Nú hlær Oliver
við tilhugsunina. Það varð til þess
að ég skipti um hljóðfæri og byrj-
aði á sellóinu með píanó sem
aukahljóðfæri."
- Varstu neyddur til að læra á
hljóðfæri?
„Alls ekki. Að vísu vildi
mamma mín að við systkinin
lærðum eitthvað meira en venju-
legt nám. Ég var sá eini sem valdi
hljóðfæraleik. Bróðir minn er
leikstjóri fyrir auglýsingamyndir
og býr í París, en systir mín er
húsmóðir í London. Mamma er
„producer“ eða stjórnandi kvik-
mynda hjá BBC, breska sjón-
varpinu. Faðir minn er rithöfund-
ur, auk þess sem amma mín var
leikkona."
Oliver Kentish sellóleikari.
- Þú hefur ætlað þér að losna
úr meðalmennskunni eins og
flestir úr fjölskyldunni og verða
listamaður?
„Þegar ég var í tónlistarnám-
inu ætlaði ég að verða heimsfræg-
ur eins og allt ungt fólk sem er í
listaskóla. Ég þótti efnilegur
framan af. En ég gerði mér grein
fyrir því að ég yrði aldrei einleik-
ari. Ég viðurkenndi því fyrir
sjálfum mér og öðrum að ég yrði
ekki heimsfrægur og þekkti mín
takmörk. Auk þess langaði mig
til að semja tónlist, frekar en
verða einleikari.“ Þess má geta
að Sinfóníuhljómsveit íslands
tekur verk eftir Oliver til flutn-
ings í vetur.
„Ég hef samið töluvert af
tónlist. Hent mörgu líka.“
- ísland?
„Sá auglýsingu og réði mig til
Sinfóníuhljómsveitarinnar og var
í Reykjavík í eitt ár. Svo var önn-
ur auglýsing um kennslu hér á
Akureyri og hér er ég og líður
mjög vel.“
Oliver er kvæntur Hildi Péturs-
dóttur og eiga þau eina dóttur.
„Dóttir okkar er ekki farin að
spila ennþá. En ég spila fyrir
hana á píanóið heima. Það þykir
henni gaman.“
- Hvar er draumurinn um að
verða snillingur?
„Hann er löngu horfinn. Hins
vegar hefði ég ekki sætt mig við
meðalmennskuna í London.
Hefði reynt að semja tónlist. Ég
vil nefnilega kalla mig tónskáld
frekar en sellóleikara. Mér líður
líka vel hér eins og ég sagði,
nema það vantar almennilegan
bjór hér á landi. En útlendingar
mega víst ekki tala um bjór og
stjórnmál."
- Þú ætlaðir suður en ert hér
enn. Ætlar þú að flytja seinna?
„Við ætluðum suður vegna
þess að konan mín vildi fara í
nám. Við verðum kyrr ef háskóli
kemur til Akureyrar."
- Langar þig ekki til Englands
aftur?
„Ég fer á hverju ári. En mig
langar ekki að flytja til London.
Einhver minni staður kæmi frek-
ar til greina. Það eru til ótal stað-
ir sem eru með sína eigin sinfón-
íuhljómsveit og óperu. Þess
vegna væri betra að vera á ein-
hverjum öðrum stað en
London.“ - gej
V
M
O
■
M
A
N
U
O
A
G
U
R
JU- ÞETTd MUrtDI.
H/)NN ER /)£> F/9RA /
SUNNUD/GS N/HJTA -
STE/KlNA / HRÍSEV.