Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 29.10.1985, Blaðsíða 9
29. október 1985 - DAGUR - 9 -JþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson KA Fra haustmoti KA um Haustmót KA í blaki: Þróttur og sigrnðu Á laugardaginn fór fram í íþróttahöllinni haustmót KA í blaki. Var keppt bæöi í karla- og kvennaflokki og mættu 8 liö í karlaflokki og 6 lið í kvenna- flokki til leiks. Einnig mætti Þróttur Neskaupstað með lið í 3. flokki karla og spiluðu þeir í kvennariðlinum sem gestir. Liðin sem tóku þátt í þessu móti voru, í karlaflokki: Skautar a og b, Óðinn a og b, KA a og b, Austri frá Raufarhöfn og lið Þróttar frá Neskaupstað. Röð efstu liða varð þessi, í 1. sæti Þróttur, í 2. sæti KA a, í 3. sæti Skautar a og í 4. sæti Óðinn a. í kvennaflokki tóku þátt: Eikin a og b, KA a og b, Austri frá Raufarhöfn og Þróttur Neskaup- stað og eins og áður sagði spilaði 3. flokkur karla frá Þrótti einnig í kvennariðlinum. Úrslit í kvenna- flokki urðu þessi: í 1. sæti KA a, í 2. sæti Eikin a, í 3. sæti Eikin b og í 4. sæti KA b. Um helgina fór fram upp- skeruhátíð yngri flokka KÁ í knattspyrnu. Þar voru veitt verðlaun þeim leikmönnum er þóttu hafa skarað fram úr í sumar. Einnig var þeim leik- manni er flest mörk skoraði í leikjum KA í sumar veitt viðurkenning. Þau sem verðlaun hlutu í hverjum flokki voru: í kvenna- flokki Elín Jónsdóttir, í 7. flokki Sverrir Björnsson, í 6. flokki Þórleifur Karlsson og var hann jafnframt markakóngur KA, hann skoraði 53 mörk í 29 leikj- um og geri aðrir betur. f 5. flokki fékk viðurkenningu Sigurður Ólason, í 4. flokki Jóhannes Baldursson og í 3. flokki Helgi Jó hannsson. Þá var fyrirliða 6. flokks KA Helga Arasyni afhent verðlaun frá KSÍ, en eins og flestum er kunnugt varð 6. flokkur KA ís- landsmeistari í knattspyrnu nú í sumar. Samfara hátíðinni var Foreldra- félag KA með kaffisölu og voru glæsilegar veitingar í boði sem undirritaður borðaði vel af. Nán- ar á morgun. Það var mikill fjöldi knattspyrnuinanna á hátíðinni. Myndir: KGA. Refsigleði íþróttayfirvalda - Opið bréf frá Ólafi Sigurgeirssyni formanni KRAFT Vegna þeirrar umfjöllunar á máli Víkings Traustasonar kraftlyftingamanns sem verið hefur í fjölmiðlum að undan- förnu, hefur blaðinu borist opið bréf frá Ólafi Sigurgeirs- syni formanni Kraftlyftingas- ambands Islands. „Á liðnu ári hefur borið venju fremur mikið á deilum alls konar innan íþróttahreyfingarinnar ís- lensku og í framhaldi af þeim ým- iss konar viðurlög fyrir íþrótta- menn og -félög. Maður sem hafði fylgst gjörla með þessum málum, þó einkanlega Jónsmálinu svo- kallaða orðaði það við mig að sér fyndist gæta mikillar refsigleði í íþróttahreyfingunni, miðað við það sem væri annars í þjóðfélag- inu. í hópíþróttum væru spjöld með ýmsum litum á lofti og leik- bönn sett á menn við minnsta til- efni. Og um tírna leit svo út sem Islandsmótið í knattspyrnu yröi útkljáð í réttarsölum en ekki á knattspyrnuvellinum. Einstaklingsíþróttir fóru ekki varhluta af þessu og af minnsta tilefni var íþróttamönnum bann- að að keppa í tilteknum íþrótt- um, án þess það hafi jafnvel hvarflað að þeim að keppa í þeim. Sumir voru jafnvel komnir í eitt- hvert keppnisbann án þess að vita gegn hverjum þeir hefðu brotið. Svo var um Víking Traustason frá Akureyri sem varð ekki tiltakanlega þekktur í landinu fyrr en hann ákvað í samráði við sitt aðildarsamband, að virða alþjóðlegar reglur sem gilda um hans íþrótt að vettugi, er hann var keppandi á Norður- landameistaramótinu í kraftlyft- ingum í Noregi. Fyrr en varöi komst Víkingur að því, að þvag- sýni úr honum átti að vera öllum falt er vildu og löghlýðni hans við alþjóðlegar reglur var brot á regl- um samtaka nokkura íþrótta- greina uppi á íslandi, sem Vík- ingur átti engin samskipti viö og ætlaði ekki að hafa nein sam- skipti við. Málið var talsvert flók- ið fyrir Víking, sem ekki hafði áður kynnst áðurnefndri refsi- glcði og var ekki löglærður maður. Hann var á þessu móti keppandi fyrir Kraftlyftingasam- band íslands sem hann hafði ekki brotið gegn, hann keppti á móti sem Norðurlandasamband kraft- lyftingamanna stóð fyrir og gegn þeim samtökum hafði hann ekki brotið, hann keppti eftir reglum sem Alþjóðasamband kraftlyfí- ingamanna hafði samið og þær hafði hann ekki brotið. Hvernig gat hann skilið að hann hefði brotið gegn samtökum nokkurra íþróttagreina sem hann kunni sjálfur lítil skil á og hafði aldrei stundað. Hann var skráður í íþróttafé- lagið Þór Akureyri á sama hátt og Albert Guðmundsson er ef- laust skráður í Val. Víkingur hef- ur ekki heyrt að hann hafi brotið gegn því félagi. Blaðamanna- fundir voru haldnir um Víking og hans mál og skeyti send til sam- taka miklu fleiri íþróttagreina á hinum Norðurlöndunum og þeim tilkynnt að Víkingur mætti ekki keppa á mótum þessara samtaka, vegna milliríkjasamnings sem geröur hafi verið milli sams kon- ar heildarsamtaka á öllum Norðurlöndunum. Þessi tilkynn- ing var að sjálfsögðu staðfest þar sem ekkert fylgdi tilkynningunni sem gaf til kynna, að þessi ís- lensku samtök hefðu kannski ekkert með mál Víkings að gera. Þau eru ekki vön að kássast upp á annara jússur og hafa ekki enn kynnst þessari víðtæku íslensku refsigleði félaga sinna á klakan- um. Það skrýtna í þessu máli öllu er kannski það, að þessi heildar- samtök íslensku sem heita ÍSÍ verða samkvæmt íþróttalögum nr. 49, 1956, 20.gr. að hafa allar eigin reglur um íþróttamót í fullu samræmi við alþjóðareglur. Hvernig getur þá maður sem meira að segja er ekki í sam- tökunum brotið reglur þeirra ineð því að fylgja alþjóðaregl- um? Hvernig stendur á þvi' að einungis íþróttamenn en ekki stjórnendur í þessum samtökum verða að virða þær reglur sem samtökin hafa sett um sína innri starfsemi í 5. tölulið 7. gr. dóms og refsiákvæða ÍSÍ sem er í sam- ræmi við hina íslensku og raunar alþjóðlegu andmælareglu segir. að birta skuli kærða kæru og hon- unt gefinn kostur á að tjá sig um kæruatriði. Þetta heitir á venju- legu íslensku máli mannréttindi. þeirra mannréttinda hafa hvorki Jón Páll Sigmarsson né Víkingur Traustason notið af þessum sam- tökum. Undirritaður vill í niðurlagi þessarar hugleiðingar geta þess, að reglur ÍSI um mót og lyfjapróf samfara þeim gilda fyrir þær íþróttir sem í samtökunum eru. aðrar ekki meðan þær fylgja al- þjóðareglum. Ég hef bráöum verið í KR í 20 ár og vinur minn Sigtryggur Sig- urðsson enn lengui. Vera okkar í því félagi gefur ekki ÍSÍ aðgang til að lyfjaprófa mig á kraftlyft- ingamóti né Sigtrygg á bridds- móti. Briddssamband íslands er utan ÍSÍ og einnig KRAFT. Við Sigtryggur verðum því áfram í KR svo lengi sem félagið vill hafa okkur, aðrir eru kannski í Lions. Rotary eða KFUM."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.