Dagur - 29.10.1985, Síða 12
Akureyri, þriðjudagur 29. október 1985
.Sunnudaginn 3. nóvember bjóðum við.
eftirfarandi á Bauta í hádeginu
og um kvöldið
og í Smiðju í hádeginu:
Blómkálssúpa og grillsteiktur kjúklingur með súrsætri sósu og hrísgrjónum.
Verð á Bauta kr. 350.- Verð í Smiðju kr. 400.-
Fyrír börn 12 ára og yngri í fylgd foreldra:
Frír hamborgarí eða samloka.
Kristnesspítali:
Uppsagnir taka gildi
í næsta mánuði
Ef ekkert verður að gert iamast öil starfsemi spítalans
Seinnipart sumars sögðu
sjúkraliðar og hjúkrunarfræð-
ingar á Kristnesspítala upp
störfum sínum vegna óánægju
með laun. Uppsagnir sjúkra-
liða taka gildi 4. desember nk.
og uppsagnir hjúkrunarfræð-
inga 15. desember. Ef ekkert
verður til að breyta ákvörðun-
um þeirra kvenna sem þarna
hafa sagt upp störfum lamast
starfsemi spítalans algjörlega.
Stjórn Ríkisspítalanna hefur
farið fram á það við heilbrigðis-
ráðherra, Ragnhildi Helgadótt-
ur, að hún framlengi uppsagnar-
frest sjúkraliða og hjúkrunar-
fræðinga í Kristnesi um 3 mánuði
en ráðherra hefur ekki tekið
ákvörðun um það enn.
Bjarni Arthursson, fram-
kvæmdastjóri Kristnesspítala,
Vinnuslys á Tjörnesi:
„Talstööin
borgaði sig
þúsundfalt“
- sagði Jóhannes Einarsson sem bjargaði
félaga sínum úr bráðum háska
Á föstudaginn voru tveir menn
að vinna við höfnina á Tjör-
nesi. Þeir voru að grafa með-
fram vegg fiskverkunarhússins
er hann hrundi skyndilega og
grófst annar maðurinn, Her-
mann Aðalsteinsson, undir
veggnum.
Félagi Hermanns, Jóhannes
Einarsson, var þá að vinna á
gröfu sem einnig varð fyrir hlut-
um úr veggnum. Hann gróf frá
Hermanni og hlúði að honum því
hann átti í fyrstu erfitt um andar-
drátt.
Talstöð var í gröfunni og með
henni náði Jóhannes sambandi
við lögregluna og bað um hjálp.
Aðstoð barst fljótt og var Her-
manni komið undir læknishend-
ur, fyrst til Húsavíkur en síðan á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri. Hann mun vera mjaðma-
grindarbrotinn og rifbeinsbrot-
inn.
Jóhannes Einarsson sagði að
biðin eftir aðstoð hefði verið erf-
ið en þarna hefði talstöðin svo
sannarlega komið í góðar þarfir
og borgað sig þúsundfalt.
IM/BB.
sagði í samtali við Dag að sér
væri ekki kunnugt um að nein til-
raun hefði verið gerð til að reyna
að leysa mál sjúkraliðanna sem
vilja fá laun hækkuð til samræmis
við það sem gerist hjá sjúkralið-
um á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Á Akureyri fá sjúkra-
liðar laun samkvæmt samningi
við Akureyrarbæ og eru þau
nokkru hærri en þau laun sem
ríkið greiðir sjúkraliðum á Ríkis-
spítulunum.
Bjarni sagði að einhverjar
máttlausar viðræður hefðu farið
fram við Hjúkrunarfélag íslands
vegna hjúkrunarfræðinganna en
hvorki hefði verið haft samband
við sig né trúnaðarmenn starfs-
fólksins í Kristnesi vegna krafna
þess um hærri laun.
í Kristnesi eru að langmestu
leyti aldraðir langlegusjúklingar
og verður erfitt að finna þeim
pláss á öðrum sjúkrastofnunum
þar sem mikill hörgull er á legu-
plássum fyrir aldraða. Þó er í
undirbúningi neyðaráætlun sem
miðar að því að útskrifa sjúklinga
á Kristnesspítala inn á aðrar
sjúkrastofnanir ef til stöðvunar
kcmur. - yk.
Kristnesspítali: Lamast starfsemin í næsta mánuði?
Mynd: KGA
Blönduós:
Otryggt atvinnuástand og
fólksflótti frá staðnum
„Það hafa verið milli tuttugu
og þrjátíu manns héðan við
vinnu í Blönduvirkjun. En það
er útlit fyrir að vinnu þar Ijúki
fyrir áramót. Að því leyti er
ekki gott útlit hvað varðar at-
Hrossarækt.
Mynd: KGA.
vinnu hér á Blönduósi,“ sagði
Jón Pétur skrifstofustjóri hjá
Blönduóshreppi.
Samþykkt hefur verið bygging
verkamannabústaða svo ein-
hverjir komast þar í störf, auk
þess sem hafin er bygging tveggja
einbýlishúsa sem flokkast einnig
undir verkamannabústaði.
Mikið af íbúðarhúsnæði er til
sölu á Blönduósi. Vitað er til þess
að 4 hús eru til sölu við sömu
götuna. Þetta þykir benda til þess
að fólk er að hugsa sér til hreyf-
ings og ætlar að fara eitthvað
annað þar sem það telur meira
atvinnuöryggi. Margir ætla suður
til Reykjavíkur og aðrir til ann-
arra staða á landinu. Taldi Jón
Pétur að fólksfækkun hefði orðið
á Blönduósi á síðasta ári. Væri
það ekki bundið við þennan árs-
tíma því hreyfing á fólki hefur
verið nokkuð lengi og ekkert
bendir til að þessum fólksflótta
linni.
Það kom fram í sláturtíðinni
að vatnsmál Blönduósbúa eru
ekki nógu trygg. Það bar nokkuð
á vatnsskorti þegar sláturhúsið
starfaði. Enginn vatnsgeymir er á
Blönduósi og þarf nauðsynlega
að byggja vatnsgeymi sem getur
tekið á sig aukið álag. - gej
Kanada:
Oánægjuraddir
veikalýðsfélaganna
Verkalýösfélög og stjórnmála-
menn í Kanada hafa gagnrýnt
þá ákvörðun kanadísks útgerð-
arfélags að fela Slippstöðinni
á Akureyri að breyta nokkrum
togurum fyrirtækisins.
Einn togari þessa kanadíska
fyrirtækis er þegar kominn til
Ákureyrar, og þessa dagana er
unnið við að lengja hann og út-
búa hann fyrir „kassavæðingu".
Von er á öðrum togara áður en
langt um líður og samningavið-
ræður um að fleiri togarar komi
hingað í sama tilgangi á döfinni.
Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar var í viðtali í
beinni útsendingu hjá útvarps-
stöð í Kanada. Var hann spurður
hvort Slippstöðin væri að undir-
bjóða kanadísk fyrirtæki og kvað
hann svo ekki vera. Er ljóst að
margir líta það hornauga að
Slippstöðin skuli hafa fengið
þessi verkefni. gk-.