Dagur - 05.11.1985, Síða 12

Dagur - 05.11.1985, Síða 12
Akureyri, þriðjudagur 5. nóvember 1985 -------------Fjölskyldutilboð-------------------- sunnudaginn 10. nóv. á Bauta í hádeginu og um kvöldið og í hádeginu í Smiðju: Spergilkremsúpa og grillsteikt lambalæri með bakaðri kartöflu og bearnisesósu Verð á Bauta kr. 350 pr. mann Verð í Smiðju kr. 400 pr. mann Fyrír börn 12 ára og yngrí í fylgd með foreldrum: Frír hamborgarí eða samloka Verkmenntaskólinn: Iðnaðardeild Sambandsins: Skinn fyrir 52 milljónir - til stærsta mokkafataframleiðanda í Danmörku í gær var undirritaður samn- ingur um sölu á skinnum fyrir 52 milljónir íslenskra króna frá Iðnaðardeild Sambandsins til Latif, dansks aðila sem undan- farin ár hefur keypt mikið af skinnum af Iðnaðardeildinni. Þessi sölusamningur jafngildir 15% af ársframleiðslu Skinna- deildarinnar. Að sögn Arnar Gústafssonar, forstöðmanns Skinnadeildar Sambandsins, byrjaði Latif með því sem næst tvær hendur tómar fyrir fimm árum síðan og er nú orðinn stærsti mokkafatafram- leiðandinn í Danmörku og fær hann 90% hráefnisins frá Sam- bandinu. Latif sagði í stuttu spjalli við Dag að hráefnið sem hann kaupir af Sambandinu væri létt, hlýtt og sterkt og flíkur úr því entust sér- lega vel, án þess að á þeim sæi. -yk. Bærínn borgar hæm laun Þrír sérmenntaðir kennarar hafa hætt störfum við Verk- menntaskólann á Akureyri á s.l. 11 mánuðum vegna lágra launa í kennslunni og snúið til bctur borgaðra starfa. Þetta kemur fram í fundargerð skólanefndar Verkmenntaskól- ans frá 29. október. Á þeim fundi var einmitt lögð fram beiðni frá einum kennara skólans, sem er tæknifræðingur að mennt, þar sem hann óskaði eftir því að verða leystur frá kennslustörfum frá og með lokum haustannar þann 15. janúar n.k. en þá mun hann hefja störf hjá Hitaveitu Akureyrar. Á fundinum var gerður saman- burður á mánaðarlaunum nokk- urra starfsstétta, þ.e. fóstra, sjúkraliða, tæknifræðinga og framhaldsskólakennara. Saman- burðurinn er framhaldsskóla- kennurum mjög í óhag. Þar kem- ur fram að tæknifræðingur með Bubbi ekki í mál I Degi í gær var sagt frá því að umboðsmaður Bubba Morth- ens hygði á málaferli við for- stöðumann Dynheima á Akur- eyri vegna þess að upptaka með söngvaranum sem var tekin upp í Dynheimum hefði verið misnotuð. Viðar Arnarson umboðsmaður Bubba Morthens hafði samband við Dag í gær og vildi koma því á framfæri að ekkert yrði úr mála- ferlum vegna þessa. „Það er búið að jafna þessa deilu, allir hlutir eru komnir á hreint, við höfum fengið okkar höfundarlaun og þetta er allt komið í góðan „fíling“ sagði umboðsmaðurinn., BA-próf og kennsluréttindi, sem starfar við kennslu, er með svip- uð laun og fóstra. Ef sami tækni- fræðingur hættir í framhalds- skólakennslunni og fer að starfa sem tæknifræðingur, hækka laun hans um hvorki meira né minna en tæp 30%! Skólarnir eiga því greinilega í vonlausri samkeppni um starfs- krafta sérmenntaðs fólks og þessi mikli launamunur sem þarna kemur fram er vissulega umhugs- unarefni. BB. Hér handsala Latif og Örn Gústafsson, forstöðumaður Skinnadeildar, 52ja milljón króna samning. Frú Latif og Karl Friðriksson, markaðsstjóri Skinnadeildar fylgjast með. Mynd: KGA. Raufarhöfn: Jökull tapaði 15.3 milljónum króna Frá áramótum hefur verið tek- ið á móti tæpum 3000 tonnum : Eitthvað hafa flugsamgöngur verið brösóttar undanfarna daga, sökum dimmviðris hér norðan heiða. En tafir munu þó ekki hafa verið stórkostleg- ar. Þessi mynd var tekin af farþegum sem komu með Fokker til Akureyrar. Mynd: KGA. af fiski hjá frystihúsi Jökuls á Raufarhöfn og er það um 400 tonnum meira en árið 1984. Af þessum 3000 tonnum hefur Rauðinúpur borið 2300 tonn á land og eru nú aðeins um 65 tonn eftir af þorskveiðikvóta togarans. Líklega mun hann því ekki landa nema einu sinni í viðbót í heimahöfn á árinu. Stakfellið sem hefur lagt hluta afla síns upp á Raufarhöfn á hins vegar meira eftir af sínum kvóta þar sem það hefur að undanförnu fiskað upp í kvóta Sjóla frá Hafn- arfirði og lagt upp þar. Það mun væntanlegt norður síðar í mánuð- inum og ættu starfsmenn Jökuls að hafa eitthvað að gera það sem eftir er af árinu þó að hugsanlegt sé þó að til einhverra stöðvana kunni að koma í vinnslunni. Á aðalfundi Jökuls sem hald- inn var 15. september síðastlið- inn kom fram að fyrirtækið tap- aði 15,3 milljónir á síðasta ári og segir í Raufarhafnartíðindum að erfitt sé að ímynda sér að fyrirtækið þoli áframhaldandi taprekstur mikið lengur. Vonast er til að reksturinn á þessu ári gangi töluvert betur. -yk. Olíufélagið Skeljungur: Ný bensínstöö - á mótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar I vetur verður hafist handa við jarðvinnu vegna væntanlegrar byggingar bensínstöðvar OIíu- félagsins Skeljungs, við gatna- mót Horgárbrautar og Hlíð- arbrautar, með það fyrir aug- um að byggingarframkvæmdit geti hafist í vor. Sigurður J. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skeljungs á Akur- eyri, segir að þessari bensínstöð sé ætlað að ná þeim viðskiptum sem bensínstöð Skeljungs í Ferðanesti missi með tilkomu hins nýja Leiruvegar. Skeljungi fékk umræddri lóð úthlutað fyi einu og hálfu ári síðan og þá h: verið áætlað að byggja stöðina fleiri en einum áfanga en nú h: verið horfið að því ráði að bygg hana í einum áfanga og verður: öllum líkindum byrjað í vor, ( óvíst er hvenær verkinu lýkur. Sigurður sagði að ekkert hef verið ákveðið um framtíð Ferð nestis, hvort það verður lagt ni ur eða hvort það verður starfræ áfram með óbreyttum hætti. -y

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.