Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. nóvember 1985 Hver er maðurinn? _á Ijósvakanum. Gott starf ef fæst James Coburn sem margir þekkja úr kvik- myndum sagði tvö orð í bjórauglýsingu fyrir stuttu. Orðin voru „Schlitz Light“ og hann þurfti að brosa líka. Fyrir þetta fékk James 335 þúsund dollara, góðar 14 milljónir á okkar fallvalta gengi. Pegar James var óþekktur sem leikari og vann m.a. fyrir sér með því að leika í auglýsingum fékk hann 100 dollara, rúmlega 4 þúsund krónur fyrir fyrstu auglýsinguna. Svona er að vera frægur. Pessi níu ára gutti var þekktur sem Vincent Fumier á yngri árum. En margt breytist með tímanum. Um tíma var hann vinsæll rokkari og gerði allt til að vekja á sér athygli. Hann skipti jafnvel um nafn. Tók sér kvenmannsnafnið...??? Þetta er Vincent litli nokkr- um ámm síðar, þekktur sem Alice Cooper, ógeðslegastur allra poppara um nokkurt skeið ... Hvað skyldi mamma hans segja við þessu? j.fí. orðinn afi t . er sonur Larry Hagman (J- J.R- að A þessari mynd er s ^ {rumburðmn se g g&{ synl og sinni sem heitir varð svo gla ur be§ta stað Kyrra- afa í fyrsta SU\75 húsund dollara 'hu*næð sé nema tvo dag» Þ„suni doUarar eru g0 a, „SviunasermnfynrgJ milljómr■ • • ----------- 1 . „James, ég held að hans hágöfgi vilji meira vin." • Ol íu- bransinn Það hefur vakið nokkra undrun manna að olíufé- lag skulí vera dreifingar- aðili að Dajlasþáttunum (sí)vlnsælu. í auglýsinga- tima sjónvarpsins á mið- vikudagskvöldið, áður en Dallas hófst, var sýnt úr þáttum sem eru nokkrum tugum aftar í langlokunni og fólki bent á að verða sér úti um nýjustu þættina á næstu Olfsstöð. Þegar grannt er skoðað er ekki svo undarlegt að Olfs I skuli dreífa þáttunum. Þetta er jú allt saman hlutl af olíubransanum. Og hver veit nema 01 fs taki J.R. sér til fyrirmyndar og fari að selja ódýrt bensín handa litla manninum? # Er það hægt? Annars hafa vinsældir Dallasþáttanna dvínað töluvert hér á landi og það er af sem áður var er eng- inn sást á ferli á götum úti á „Dallastíma“. Reyndar þarf engan að undra þótt vinsældirnar séu ekki þær sömu og áður. Dallas er slfk langloka að enginn veit hversu margir þættir verða framleiddir áður en yfir lýkur. Þá er ákaflega erfitt að Iffa sig inn í sögu- þráðfnn, vitandi það að handritið er skrifað jafn óðum og því vita jafnvel höfundarnir sjálfir ekki hvernig fer að lokum. Ýmsir örlagarfkir atburðir f þáttunum eiga sér oft auðvirðilegar skýringar á öðrum vettvangi. Þanníg var t.d. þegar J.R. lá fyrir dauðanum nokkur mið- vikudagskvöld í röð eftir að honum hafði verlð sýnt banatilræði. Skýringin var sú að leikarinn Larry Hagman var farinn að gera svo óheyrilegar kaupkröfur að fram- leiðandinn sá sér ekki annað fært en að setja banatilræðfð inn (handrit- ið. Síðan varð leikarinn að gera það upp við sig hvort hann ætlaði að slá af kaupkröfunum og vera með áfram, ellegar að verða kauplaus við það að J.R. gæfi upp öndina. Og alllr sátu spenntir! Barnaútvarpið í Barnaútvarpinu í dag, kl. 17.00-17.40, verður pistill frá Önnu Ringsted um Leik- klúbbinn Sögu. Síðan verður fjallað um búð- arhnupl. Fylgst verður með búðarhnupli, rætt við lögfræðing og sálfræðing. Einnig verður kynning á nýrri framhaldssögu, Ivik bjarndýrsbana, sem byrjað verður að lesa 20. nóv. Sagan er eftir Pipaluk Freuchen, Sigurður Gunnarsson þýddi og Guðrún Guðlaugsdóttir les. ÞRIÐJUDAGUR 19. nóvember 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 11. nóvember. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. 12. þáttur. Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur í 13 þáttum um víðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son, lesari með honum Bergdís Björt Guðnadóttir. 19.50 Fróttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Dátt er dansinn stiginn. (Til dans ved verdens ende) Danskur sjónvarpsþáttur um færeyskan dans og sagnakvæði. Dansinn hefur naiaist óbreyttur öldum saman og enn stíga Fær- eyingar keðjudansa sína og kveða við raust eins og sionvarpm sjá má á dansleik á Suður- ey. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son. (Nordvision - Danska sjón- varpið) 21.20 Til hinstu hvíldar. (Cover Her Face). Annar þáttur Breskur sakamálamynda- flokkur í sex þáttum eftir sögu eftir P.D. James, höf- undar „Vargs í véum". Aðalhlutverk: Roy Mars- den. Adam Dalgliesh rannsakar dauða manns sem grunað- ur er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 22.25 Hversu stórt var skrefið? Umræðuþáttur um rétt- indabaráttu kvenna undanfarinn áratug. Umsjónarmaður: Sonja B. Jónsdóttir. 23.25 Fréttir í dagskrárlok. \útvarp\ ÞRIÐJUDAGUR 19. nóveniber 11.10 Úr atvinnulífinu - Iðnaðarrisin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Úr söguskjóðunni - Ungmennafélag Reyk- hverfinga. Umsjón: Hrefna Róberts- dóttir. Lesari með henni: Pétur Már Ólafsson. 12.00 Dagskrá ■ Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref" eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les (20). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Barið að dyrum. Inga Rósa Þórðardóttir sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar ■ Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér. - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristin Helga- dóttir. 17.50 Síðdegisútvarp. - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.50 Úr heimi þjóðsagn- anna - „Skuggavaldi, skjólið þitt" (Útilegu- mannasöngur) Stjómendur: Anna Einars- dóttir og Sólveig Halldórs- dóttir. Lesari með þeim: Arnar Jónsson. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson velja tónlistina. 20.20 Minningar ríkisstjóra- ritara. Pétur Eggerz lýkur lestri úr minningabók sinni. 20.45 „Vinirnir", smásaga eftir Ásgeir hvitaskáld. Höfundur les. 21.05 íslensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (17). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Spjall á siðkvöldi. 23.05 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir ■ Tilkynningar. 8.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Litli tréhestur- inn“ eftir Ursulu Moray Williams. Sigriður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (18). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. I rás 21 ÞRIÐJUDAGUR 19. nóvember 10.00-10.30 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustenduma frá barna- og unglingadeild útvarps- ins. Stjómandi: Hildur Her- móðsdóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14.00-16.00 Blöndun á staðnum. Stjómandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00-17.00 Fristund. Unglingaþáttur. Stjómandi: Eðvarð Ing- ólfsson. 17.00-18.00 Sögur af svið- inu. Stjómandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16 og 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.