Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 19. nóvember 1985 AÐALFUNDUR Siglingaklúbbsins Nökkva veröur haldinn sunnudaginn 24. nóvember kl. 14.00 í félagsaðstöðu Nökkva v/Höepfner. Félagar mætið. Stjórnin. ★ Búasprautun Við leitum að nema til framtíðarstarfa við bílasprautun hjá traustu fyrirtæki, góð laun eru í boði fyrir réttan mann. Umsóknareyöublöð á skristofunni gRÁÐNINGARWÓNUSTA FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - simi 25455 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Forstöðumaður óskast á Stekk, barnaheimili Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, frá og með næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfsmaður Óskum eftir því að ráða starfsmann hálfan eða allan daginn til skrifstofustarfa næstu sex mánuði. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild Dags merktum: „10494“. Skrifstofustúlka Óskum að ráða skrifstofustúlku til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir verksmiðjustjóri. Efnaverksmiðjan Sjöfn. blaðamanni á Sauðárkróki. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst á næsta ári. Til greina kemur fullt starf eða hlutastarf. Lysthafendur hafi samband við ritstjóra, helst bréflega. Strandgötu 31, 600 Akureyri • Sími 24222. í dag, þriðjudaginn 19. nóvem- ber 1985 verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju frú Gerða Stef- ánsson til heimilis að Brekkugötu 12, Akureyri. Hún lést í sjúkra- húsi í Reykjavík eftir erfið veik- indi. Gerða Kristín Olsen, eins og hún hét fullu nafni var danskrar ættar. Hún fæddist í Danmörku 24. júlí 1906 og ólst upp á bú- garði foreldra sinna Rosnes á Lolland í fjölmennum systkina- hópi, en hún var fjórða í röðinni af sex systkinum. Gerða valdi sér heilbrigðisþjónustu að starfi, lærði physiotherapi (nudd- og sjúkraþjálfun) og útskrifaðist í þeirri grein. Hún mun hafa kynnst mannsefni sínu Jóni Stef- ánssyni (f. 17.01 .’81 - d. 01.06,’45), gáfuðum og mikilhæf- um manni í Kaupmannahöfn, þar sem hann var oft langdvölum og raunar víðar í Danmörku og ann- ars staðar erlendis. Þau voru gef- in saman í hjónaband árið 1932 og Gerða fluttist með honum til íslands sama ár. Síðan hefur hún verið búsett hér á Akureyri nær óslitið, enda löngu orðin mikill íslendingur. Þegar Gerða giftist Jóni var hann forstjóri Áfeng- isverslunar ríkisins á Akureyri (síðan 1922). Áður en Jón tók við forstöðu áfengisverslunar- innar 1922 hafði hann, auk þess að stunda verslunarstörf, verið ritstjóri þriggja blaða, sem komu út á Akureyri á árunum 1900-1920. Blöðin voru: Gjallar- hornið, Norðri og Norðurlandið. Þeim Gerðu og Jóni varð þriggja barna auðið. Elstur er Stefán f. 2. mars 1934. Hann er kvæntur Magneu Kristjánsdótt- ur, þá Sveinn Óli f. 10. nóvember 1935, kvæntur Önnu Lilju Kvaran, og yngst er Gerða Ásrún f. 8. desember 1936 gift Ólafi Jó- hannessyni. Því miður varð samband þeirra Jóns og Gerðu allt of stutt. Jón lést löngu um aldur fram 1. júní 1945 og Gerða stóð ein uppi með þrjú ung börn. Sem betur fór þurfti hún þó ekki að hafa fjár- hagsáhyggjur, því að hún fékk stöðu manns síns sem forstjóri Áfengisverslunar ríkisins á Akur- eyri. Því starfi gegndi Gerða til ársins 1970 að þeim 2 eða 3 árum undanskildum, sem áfengissölu- bann ríkti á Akureyri. Meðan áfengisverslunin var lokuð vann Gerða sem sjúkraþjálfari hjá Karli Jónssyni gigtsjúkdóma- lækni, Túngötu 3 í Reykjavík. Skömmu eftir að Gerða hætti störfum hjá Áfengisverslun ríkis- ins réðist hún til Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og vann þar sem sjúkraþjálfari til 74ra ára aldurs í stað þess að setjast í helgan stein. Gerða varð félagi í Zonta- klúbbi Akureyrar '1952 og var í klúbbnum til æviloka. Hún var góður og virkur félagi meðan heilsa og kraftar entust. Gjald- keri 1957-1959 og formaður 1962-1963. Vann annars í nefndum. Eftir áratuga samstarf í fá- mennu félagi er margs að minnast. Meðal annars eigum við margar minningar um ánægjuleg- ar stundir á hinu fagra og smekk- lega heimili hennar. Gerða var mikil húsmóðir, hlýleg og óþvinguð í framkomu og með af- brigðum gestrisin. Öllum leið vel í návist hennar. Við sátum því oft lengur en góðu hófi gegndi eða þörf krafði á nefndarfundunum hjá henni og engin sá eftir því. - Nú, er leiðir skilur að sinni, kveðjum við Gerðu með söknuði og þökk fyrir samfylgdina. Við vitum að hún gengur örugg, róleg og brosandi til nýrra heimkynna - nýrra starfa. Blessuð sé minn- ing hennar. Börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Zontasystur í Zontaklúbbi Akureyrar. —fokdreifaL Merk tímamót í símaþjónustu í nýútkomnum Póst- og síma- fréttum er greint frá því að nú sé senn að Ijúka merkum áfanga í símaþjónustu á ís- landi, þegar síðustu handvirku notendurnir komast í sjálfvirkt símasamhand. Þessi áfangi hófst 1932 þegar fyrsta sjálf- virka símstöðin var opnuð í Reykjavík, en síðan hefur ötullega verið unnið að því að koma upp fleiri stöðvum. í greininni segir: Um síðustu áramót voru sím- notendur orðnir alls 97.245, þar af 96.395 sjálfvirkir notendur eða yfir 99%, og á næstu mánuðum verða allir símnotendur tengdir sjálfvirka kerfinu eins og fyrr segir. Samfara hinni miklu fjölgun viðskiptamanna og stækkun símakerfisins hefur viðskipta- magnið aukist mikið undanfarna áratugi. Sem dæmi um aukninguna má nefna að árið 1984 voru notuð 653 millj. teljaraskref miðað við 317 millj. árið 1974 og 98 millj. 1964. Hluti af þessari aukningu er vegna sjálfvirka símasambands- ins við útlönd, sem opnað var í október 1980, en á síðasta ári voru teljaraskref frá íslandi 130 millj. sem svarar til um 6,2 millj. mínútna. Sé handvirk þjónusta meðtalin voru mínútur héðan til útlanda um 7,3 millj. á síðasta ári. Þetta svarar til 20 þús. mín- útna á degi hverjum og við það bætist síðan álíka fjöldi samtala hingað til lands. Það er ekki eingöngu í símtala- þjónustunni sem mikil aukning hefur átt sér stað. Ef undan er skilin handvirka þjónustan þ.e.a.s. símskeyti og handvirk símtöl sem hefur dregist saman um 25% sl. 10 ár, má segja að mikill vöxtur sé í öllum þjónustu- greinum. Þannig fjölgaði telexrit- unum úr 198 þús. árið 1974 í 533 þús. árið 1984. í póstþjónustunni hefur einnig orðið mikil aukning. Póstsend- ingar innanlands og til útlanda voru árið 1974 alls 19,2 millj. en voru á árinu 1984 38,9 millj., sem svarar til 161 sendingar á íbúa. Þannig hefur póstmagnið liðlega tvöfaldast á þessu tímabili. Nýjar þjónustugreinar hafa einnig komið til. Má þar nefna póstfax, símatelex, forgangspóst og handvirku bílasímaþjónust- una. Þá er á næsta ári áætlað að opna formlega bæði Almenna tölvunetið og sjálfvirka bílasíma- þjónustu. Öll þessi aukning viðskipta og arðsemi framkvæmda undanfar- inna ára ásamt aðhaldi í rekstri gerði það mögulegt 1. júlí sl. að lækka afnotagjald síma um 7,8% og skrefagjald um 11,1%. Telex- gjöldin lækkuðu enn meir þótt gjöld fyrir þjónustu stofnunar- innar hafi nánast ekkert breyst síðan á miðju ári 1983 ef undan eru skilin gjöld fyrir póstþjónustu sem hækkuðu 1. júlí sl. A undan- förnum árum hefur starfsmanna- fjöldi hjá stofnuninni auk þess haldist nær óbreyttur þrátt fyrir stöðugt glamur um offjölgun op- inberra starfsmanna. G.B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.