Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 5
19. nóvember 1985 - DAGUR - 5 _orö í belg___________ Er nokkm ábótavant í fegrun Akureyrar? Þeir sem eiga gamlar og góðar endurminningar frá Akureyri, en hafa komið þangað síðar sem gestir og fylgst með þeim breyt- ingum, sem þar hafa átt sér stað á undanförnum áratugum, gleðj- ast að sjálfsögðu yfir öllu sem til framfara má telja, en þó ekki síst því sem augað gleður. Má nefna Lystigarðinn uppi á Brekkunni, er skarar fram úr öllum hliðstæð- um hérlendis, skógræktina sem alls staðar blasir við, og hina mörgu og fögru heimilisgarða. Samt sem áður gæti þó svo bor- ið við, að einhverjum þætti eitt- hvað mega betur fara, ekki síður heimamönnum en gestum. Ég vil leyfa mér að benda á það, sem mér finnst stinga í stúf við allt hið ánægjulega, en það er svæðið frá flugvellinum í átt til bæjarins. Þarna hefur fyrir nokkru verið lagður ágætur vegur meðfram Sæmundur Stefánsson skrifar árfarveginum og sjónum á aðra hönd og um leið mynduð stór tjörn á hina. Umhverfið virðist hins vegar ekki hafa mætt neinni hirðu né tilraun gerð til fegrunar. Þetta stingur ónotalega í stúf við umhverfi Brekkunnar fyrir ofan. Sums staðar þar sem ég hef far- ið erlendis, og séð hliðstæðar að- stæður og þarna er um að ræða, t.d. tjörnina (eða öllu heldur vatnið) við Hyde Park í London, þar blasir að nokkru leyti við hvað hægt væri að gera við tjarn- arstæðið og umhverfi þess á Ak- ureyri. Þar mætti prýða ósegjan- lega mikið með fagurræktuðum eyjum, þar sem fuglalífið kæmi alveg sjálfkrafa, og mér er sagt að silungur gangi í vatnið um leiðslur undir veginum. Annars staðar þarf að flytja slíkt lífríki að, og síðan halda því við með ærnum kostnaði. Aðstaðan þarna er því næstum einstæð hvað þetta snertir. Annars kæmi að sjálf- sögðu í hlut sérfróðra manna að hanna allt svæðið. Ef til vill er þetta aðeins ósk- hyggja manns, sem dvaldi ungur um skeið á Akureyri, en sér enn fyrir sér sólskrýddar Súlurnar. Sæmundur Stefánsson. Konan í list Ásmundar Sveinssonar Hönnuð auglýsing selur meira Hendiö ekki háum fjárupphæðum í birtingarkostnaö án þess aö hugsa málið. Látiö gera fast verðtilboð í hönnun hjá Delfi delíi DELFI AUGLÝSINGASTOFA • GEISLAGATA 5 SÍMI 25845 OG HEIMA í SÍMA 24849 Nú stendur yfir í Ásmundarsafni við Sigtún sýning sem ber yfir- skriftina Konan í list Ásmundar Sveinssonar. Er sýningunni skipt í fjórar einingar sem sýndar eru í fjórum sölum safnsins: Kona og karl; kona og barn; kona við vinnu og kona sem tákn. Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mest allan listferil Ásmundar og birtist í fjölbreytilegum út- færslum. í tengslum við sýning- una hefur Ásmundarsafn gefið út níu litprentuð kort þar sem gefur að líta konur í myndverkum Ás- mundar Sveinssonar. Ásmundarsafn er opið þriðju- dag, fimmtudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14—17. Ásmundarsafn hefur nýverið gefið út litskyggnubók um list Ásmundar Sveinssonar. Er hér um að ræða 36 litskyggnur af höggmyndum eftir listamanninn ásamt bók sem hefur að geyma yfirlit yfir listferil Ásmundar og ítarlega skýringartexta við hvert verk. Ljósmyndirnar tók Kristinn Helgason en Gunnar B. Kvaran listfræðingur valdi myndirnar og ritaði textann. Litskyggnubókin er til sölu í Ásmundarsafni og kostar 1200 kr. Stjórn Ásmundarsafns hefur látið steypa í brons 5 tölusett ein- tök af verkinu Tónagyðjan (H: 43 sm) eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1926. Myndirnar eru til sýnis og sölu í Ásmundarsafni við Sigtún. Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Siglufjörður: Blönduós: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveit: Kópasker: Raufarhöfn: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Húsvflángar - Þingeyingar Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif- ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi- björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór- afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof- unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5, sími 41529.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.