Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 12
Fjölskyldutilboð sunnudaginn 24. nóvember. Rjómalöguð kremsúpa með selleri og skinku. Hamborgarareykt grísakótiletta gljáð sýrópi með ristuðum ananas og rauðvínssósu. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri í fyígd með foreldrum. Hádegi og kvöld í Bauta kr. 350.- Hádegi í Smiöju kr. 400.- „KerfimT tvískipt - Tillaga að breyttu stjórnskipulagi Akureyrar Nefnd sem fjallar um breytt stjórnskipulag Akureyrarbæj- ar hefur nú starfað um nokkurt skeið. Á bæjarráðsfundi s.l. þriðjudag voru hugmyndir nefndarmanna teknar til um- ræðu og kom ekki fram nein athugasemd við þær hugmynd- ir í veigamiklum atriðum. Að sögn Sigurðar Jóhannes- sonar forseta bæjarstjórnar, sem situr í nefndinni ásamt Sigríði Stefánsdóttur og Sigurði J. Sig- urðssyni, er ekki um neinar bylt- ingarkenndar breytingar að ræða. Þær tillögur sem nefndin hefur lagt fram er að fækka nefndum, sameina málaflokka og skipta kerfinu upp í tvennt. í fé- lagslega þætti annars vegar, sem mundu heyra undir embætti bæjarritara, og tæknilega þætti hins vegar, sem tilheyrðu em- bætti bæjarverkfræðings. Auk þess yrðu þær leiðir sem mál þurfa að fara í gegn um kerfið settar í fastari skorður en nú er. „Við höfum helst verið gagn- rýnd fyrir að ganga ekki nógu langt í tillögum okkar,“ sagði Sigurður Jóhannesson. „En nefndin mun vinna að áframhald- andi undirbúningi þessa máls svo hægt verði að leggja þetta form- lega fyrir bæjarráð og bæjar- stjórn fljótlega." Sigurður sagðist telja að breyt- ingarnar gætu þá gengið í gildi seinni hluta vetrar þannig að hægt yrði að kjósa í nefndir sam- kvæmt þeim í byrjun næsta kjör- tímabils. BB. Þeir komu mörgum furðulega fyrir sjónir, skórnir sem voru á söguskósýningu í anddyri Sjallans á föstudagskvöldið. Það voru skór sem voru einu sinni í tísku - nú þykja þeir blátt áfram hlægilegir. Um kvöldið var heilmikil ACT- hátíð, skósýning - það nýjasta - og fatasýning. Mynd: KGA. Kópasker: hefur reynt að skipta niður vinnu í sláturhúsinu við slátur- gerð, kjötvinnslu og þess hátt- ar en eigi að síður blasir at- vinnuleysi við ef ekki tekst að útvega rækju í vinnsluna. Að sögn Kristjáns Ármanns- sonar oddvita er í athugun að kaupa 150-200 tonna bát til rækjuveiða en ekki er um auðug- an garð að gresja á þeim mark- aði. Fiskveiðasjóður hefur eignast 230 tonna bát og hafa Kópa- skersbúar augastað á honum. Kristján segir að þeir geri sér ljóst að hann yrði svo dýr að ekki næðist rekstrargrundvöllur öðru- vísi en að hafa aðstöðu til fryst- ingar rækju um borð. Rækjan yrði flokkuð og það unnið í landi sem ekki yrði sett beint í útflutn- ingspakkningar. Mjög góður grunnur fyrir rækjuvinnsluna mundi skapast eigi að síður. Eftir fund hagsmunaaðila á staðnum hefur sveitarstjórn skrif- að ríkisstjórninni bréf og óskað eftir aðstoð. Þar segir meðal annars: „Hreppsnefnd Presthóla- hrepps óskar hér með aðstoðar ríkisstjórnarinnar við lausn á neyðarástandi sem blasir við í at- vinnumálum á Kópaskeri og ná- grenni. Aðstoðin þarf að miðast við að gera heimamönnum kleift að kaupa skip til hráefnisöflunar fyrir rækjuvinnsluna á staðnum. Það sem af er þessu ári hefur stöðvun á rekstri rækjuvinnsl- unnar á Kópaskeri verið í samtals rúma fjóra mánuði vegna hráefn- isskorts. Þegar nú bætist við að Flogið í gærkvöld Flugleiðir flugu ekkert til Norðurlands á föstudaginn og á sunnudaginn en þeir farþegar sem áttu pantað flug á föstu- dag komust leiðar sinnar á laugardag. í gær var svo ekki hægt að fljúga fyrr en komið var fram undir kvöldmat en þá var send þota til Akureyrar og tvær Fokk- er vélar að auki. Sömuleiðis var lagt af stað til Húsavíkur og Sauðárkróks síðdegis í gær og stóð þá til að reyna að koma til skila öllum þeim sem biðu eftir fari. Flugfélag Norðurlands varð einnig að fella allt flug niður á sunnudag en tókst að komast til flestra áætlunarstaða síðdegis í gær, nema hvað flug til ísafjarðar féll niður. Flogið var til Kópa- skers, Egilsstaða, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og einnig var farin ein ferð til Reykjavíkur. .yk. Hvar er taskan mín? Það var mikil örtröð á Akureyrarflugvelli seinnipartinn í gær, þegar loksins gaf til flugs. Far- þegar sem komu með Boeing þotu Flugleiða, bíða hér eftir farangri sínum. Mynd: KGA Plastiðjan Bjarg: Aukið við framleiðslu Plastiðjan Bjarg á Akureyri hefur keypt mót og vélar til framleiöslu á rafmagnsdósum frá Plastmótun í Ölfusi. Að sögn Sveins Björnssonar, deildarstjóra hjá Bjargi, falla þessi mót ágætlega inn í þá fram- leiðslulínu sem fyrir er á Bjargi. Reiknað er með að 2Vi ársstarf bætist við hjá Plastiðjunni með þeirri framleiðsluaukningu sem fyrirsjánleg er þegar nýju mótin verða tekin í gagnið. Nokkur bið- listi er eftir störfum hjá Bjargi og kemur þessi aukning sér því vel. Sveinn sagði að á Bjargi störf- uðu bæði fatlaðir einstaklingar sem ekki koma til með að geta farið út á almennan vinnumarkað og aðrir sem hafa þennan vinnu- stað að einskonar stökkpalli yfir í aðrar atvinnugreinar. -yk. Neyöarástand í atvinnumálum Nú stefnir í um 20% atvinnu- leysi á Kópaskeri því engin veiöanleg rækja fannst í Öxar- firði í haust og rækjuvinnslan því ekki í gangi. Kaupfélagið rækjuveiðar í Öxarfirði virðast ætla að bregðast enn á ný, telur fundurinn óhjákvæmilegt að keypt verði skip, sem stundað geti rækjuveiðar allt árið og tryggt þannig ákveðinn grunn fyrir rækjuvinnsluna og komið í veg fyrir atvinnuleysi. Bann stjómvalda við innflutn- ingi og nýsmíði fiskiskipa hefur haft í för með sér að ekki hefur verið unnt að komast yfir skip sem hentaði.“ IM./BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.