Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 9
19. nóvember 1985 - DAGUR - 9 -JþróttÍL. Umsjón: Kristján Kristjánsson „íslendingar eru gott fólk“ - - Rudi Knapp skíðakennari í viðtali Fyrir skömmu var staddur á Akureyri maöur sem flestir þekkja sem farið hafa í skíða- ferðir til Austurríkis á undan- förnum árum. Rudi Knapp er maðurinn en hann hefur einnig þjálfað íslenskt skíðafólk bæði heima og eriendis. Rudi var hér á vegum Flugleiða, að kynna skíðaferðir til Mayrhof- en í Austurríki, en þar starfar hann sem fararstjóri og skíða- kennari. gegndi minni herskyldu sem er 8 mánuðir í Austurríki. Það var síðan eftir það sem ég kynntist íslendingum fyrst, ég þjálfaði skíðafólk frá íslandi fyrst úti í Austurríki og síðan á ís- landi.“ kom til ís- - Þjálfaðir þú skíðafólk frá Akureyri? „Já, en þegar ég lands um haustið var enginn snjór á Akureyri svo ég byrjaði að þjálfa skíðafólk úr Ármanni Blaðamaður Dags hitti Rudi að máli á skrifstofu Ferðaskrif- stofu Akureyrar og spjallaði lítil- lega við kappann. Hann var fyrst spurður um sín fyrstu kynni af skíðaíþróttinni. „Ég hreinlega man það ekki, ég var svo ungur og man bara ekki svo langt aftur í tímann. í Innsbruck þar sem ég er fæddur var ekkert annað fyrir krakka að gera utan við skóla en að fara upp í brekku á skíði. Og ég man eftir því að þó ekki væri kominn snjór snemma á haustin, þá gát- um við þó rennt okkur niður grasbrekkurnar fyrir hádegi á meðan grasið var frosið, en eftir hádegið var sólin búinn að eyði- leggja færið þann daginn." - Kepptir þú á skíðum? „Aðeins sem unglingur, ég hætti að mestu á skíðunum þegar ég fór í framhaldsskólanám. Ég tók próf í byggingaverkfræði og vann eftir það í Þýskalandi í þrjú og hálft ár, fór síðan í herinn og Bláfjöllum. Fór síðan til Akur- eyrar seinna um veturinn og þjálfaði þar. Þetta var Veturinn ’83-’84. Um vorið stofnaði ég ásamt öðrum fyrsta seglbretta- skólann á íslandi og kenndi á seglbretti bæði hér fyrir norðan, á Laugarvatni og í Nauthólsvík. Að stunda seglbrettaíþróttina er mjög gott fyrir skíðamenn, því þetta á vel saman, þú notar sömu vöðvana, þetta æfir jafnvægið þú ert einn úti í náttúrunni og er eins og að stunda skíði, mjög hollt. Ég fékk um 200 manns á þessi námskeið sem ég hélt, fólk á öll- um aldri frá 12 ára og upp í 57 ára.“ - Hvenær ferð þú síðan að vinna hjá Flugleiðum? ,(Ég hafði samband við þá hjá Flugleiðum um haustið eftir að ég hætti að kenna á seglbretti og athugaði með vinnu hjá þeim sem fararstjóri og skíðakennari í Austurríki. Það var auðsótt mál, þar sem ég var farinn að tala svo- lítið í íslensku. Ég var síðan í 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Jónas sigraði móður sína Jónas sigraði mömmu sína naumlega um heigina með því að vera með 4 ieiki rétta á móti 3 leikjum hennar. Inga Hrönn er því úr leik (því miður) og þökkum við henni þátttökuna. Jónas hefur ákveðið að snúa sér að KA-mönnum um næstu helgi og hefur hann skorað á engan annan en hinn eitilharða KA- og Liverpoolaðdáanda Gunnar Níelsson baðvörð, tímavörð og margt fleira. Gunnar virðist ekki hafa mikla trú á sínum mönnum því hann spáir þeiin aðeins jafntefli gegn Birmingham. Gunnar sagðist þó myndi „salta“ Jónas strax um helgina. Yið sjáum til með það, hér er spá þeirra félaga. Jónas Gunnar Birmingham-Liverpool 2 Coventry-West Ham x Everton-Nottm.Forest 1 Leicester-Man.United 2 Man.City-Newcastle 1 Oxford-Ipswich 1 Sheff.Wed.-Southampton 1 Tottenham-Q.P.R. 1 Watford-Luton 1 Blackburn-Charlton x Hull-Wimbledon 1 Sunderland-Brighton 1 Birmingham-Liverpool x Coventry-West Ham 1 Everton-Nottm.Forest 1 Leicester-Man.United 2 Man.City-Newcastle x Oxford-Ipswich 1 Sheff.Wed.-Southampton 1 Tottenham-Q.P.R. 1 Watford-Luton 1 Blackburn-Charlton 1 Hull-Wimbledon x Sunderland-Brighton x Athugið! Fólk sem spilar í getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Austurríki í fyrravetur og í sum- ar var ég fararstjóri í Þýskalandi á vegum Flugleiða við sumarhús og einnig kenndi ég tennis og á seglbretti. Það er með þetta eins og skíðin, að þegar ég var ungur var maður alltaf að þvælast í kringum ferðamenn maður ólst upp við þetta.“ - Hvernig kanntu svo við ís- lendinga? „Alveg frábærlega vel, ég hef kynnst mörgu fólki um ævina frá ýmsum löndum og ég get sagt þér það að íslendingar eru alveg sérs- takt fólk. Það er svo gott að vinna fyrir þá, þeir treysta manni 100% og maður reynir að standa sig. Ég á marga íslendinga sem vini.“ Að lokum vildi Rudi geta þess að hann væri að reyna að útvega akureyrsku skíðafólki austur- rískan skíðaþjálfara sem kæmi þá til starfa um áramót. Þá er ungur skíðamaður frá íslandi að fara til Austurríkis sem þjálfari við skíðaskóla þar á hans vegum. Rudi er mjög fær skíðamaður. Mynd: HS Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar: Glæsilegu afmælis- ári er lokið Tekjuafgangur Golfldúbbs Ak- ureyrar á yfirstandandi ári sem er 50. starfsár klúbbsins nam tæplega 1200 þúsund krónum. Þetta kom fram á aðalfundi klúbbsins sem haldinn var sl. föstudagskvöld. Tekjur klúbbsins námu um 5,4 millj- ónum króna en gjöld um 4,2 milljónum. í skýrslu stjórnar kom fram að ötullega hefur verið unnið að málefnum klúbbsins. Af stór- framkvæmdum á árinu má nefna að viðbygging við skála klúbbsins var vígð. Átak var gert í véla- kaupum og mikið starfað við vall- arframkvæmdir. Þá hélt klúbbur- inn landsmót 1985, afmælismót klúbbsins í ágúst, golfþing var haldið í febrúar og áfram mætti telja. Á aðalfundi klúbbsins fyrir ári kom fram að félagar voru þá 224 talsins, en á fundinum núna voru félagar skráðir 353. Fjölgunin er því 129 og er það geysigott á einu ári. í fyrsta skipti var starfandi framkvæmdastjóri í fullu starfi á vegunt GA auk ann- arra starfsmanna sem voru fjöl- margir við völlinn og störf í skálanum. Um 50 kappleikir voru háðir á árinu og var þátttaka í þeim yfirleitt góð. Á aðalfundinum var aflientur „Stigabikar" sem gefinn var til minningar um Jón Steinbergsson af nokkrum félögum hans. Var keppt um bikarinn í nokkrum helstu mótum sumarsins og það var Þórhallur Pálsson sem vann bikarinn í fyrsta skipti. Gísli Bragi Hjartarson var endurkjörinn formaður klúbbsins en aðrir í stjórn eru Heimir Jó- hannsson, Jónína Pálsdóttir, Guðjón H. Sigurðsson, Árni Ketill Friðriksson, Patricia Jóns- son og Bj arni Ásmundsson. gk-. Knattspyrna: KR-ingar fá Argentínumenn - í 1. deildarlið sitt Gísli Bragi Hjartarson var endur- kjörinn formaður GA um helgina. Eins og flestum er kunnugt er á haustin mikiö um mannabreyt- ingar í knattspyrnuliðum landsins. Hrossakaup ganga á víxl og lið í lægri deildunum þurfa að horfa á eftir sínum bestu mönnum. Ný þróun virðist vera að byrja í þessum málum, því Dagur hef- ur fyrir víst að tveir Argen- tínumenn er spilað hafa með landsliði Argentínu séu gengnir í raðir KR-inga fyrir komandi keppnistímabil. Þessir menn eru í eldri kantinum en víst má telja að þeir kunni eitthvað fyrir sér í íþróttinni. Ekki er að efast um að áhorf- endur rnuni kunna vel að meta þessa nýju leikmenn þeirra KR- inga. Skyldi þetta verða svar fé- laganna við því þegar þeirra bestu menn fara t.d. í atvinnu- mennsku. Ef svo er þá vonar um- sjónarmaður íþróttasíðunnar að reynt verði að fá Maradona til að koma í Þór eftir nokkur ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.