Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 3
19. nóvember 1985 - DAGUR - 3 Eins og fram kemur í frétt á forsíðu í dag, urðu töluverðar skemmdir á hafnarmannvirkjum á Hjalteyri í óveðrinu um helgina. Tveir bátar sukku í höfninni og hér má sjá í möstrin á öðrum þeirra, og á myndinni til hægri grillir í annan bátinn á kafí í höfninni. Myndir: KGA. Námskeið í farseðlaútgáfu og fargjaldaútreikningi Nýlega lauk fyrsta námskeiði sem haldið hefur verið fyrir al- menning hér á landi í far- gjaldaútreikningi og farseðla- útgáfu. Ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir-Landsýn stóð fyrir þessu námskeiði. Sóttu hátt í 300 manns um að komast á það. Sýnir það glöggt þann mikla áhuga fólks á að vita og læra um hluti er varða ferða- iðnaðinn. Úr þessum stóra hópi voru 14 valdir á þetta fyrsta námskeið, en ákveðið er að halda annað slíkt námskeið í janúar á næsta ári. Það stóð yfir í 11 kvöld. Námskeiðsstjórnandi var Auð- ur Björnsdóttir og leiðbeinendur Jónas Jónasson frá Flugleiðum og Gunnar Steinn Pálsson hjá Auglýsingaþ j ónustunni. Tókst námskeiðið mjög vel að áliti kennara og nemenda sjálfra. Þeir 14 nemendur sem luku nám- skeiðinu eru nú mun betur undir það búnir að sækja um störf hjá flugfélögunum og ferðaskrifstof- unum, en þangað vantar oft fólk til starfa með einhverja þekkingu á farseðlaútgáfu og öðru sem henni tilheyrir. Leiðrétting í fréttatilkynningu í blaðinu í gær þar sein sagt var frá ráð- stefnu um jafnrétti kynja og skólastarf féll niður nafn Skólanefndar Akureyrar sem er einn þeirra aðila er að ráð- stefnunni standa. Pá var ein prentvilla í fréttatil- kynningunni. Parsagði: „Á þess- ari ráðstefnu verður m.a. fjaliað um hvernig staðan er í þessum málum í skólum landsins í dag s.s. hvaða viðhorf birtast í náms- leiðum skólabarna og í sjálfri kennslunni sem stuðla að því að viðhalda ríkjandi misrétti . . .“ í þessari setningu átti orðið námsbókum að vera í stað orðs- ins námsleiðum og leiðréttist þetta hér með. Fuglar - Fuglaveidar Dr. Arnór Garðarsson heldur fyrirlestur og svarar spurningum um ofangreint efni að Hótel Varðborg fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20 stundvíslega. Umræðuefni m.a. rjúpur, gæsir, helsingjar, endur. Kanadískt skemmtispil fer sigurför um heiminn Allt áhugafólk um fuglaveiðar og/eða fugla er hvatt til að nota þetta einstæða tækifæri. Fundarstjóri verður Steinar Porsteinsson. Skotveiðifélag Eyjafjarðar. Spilið sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu heitir „Trivial pursuit“ á frum- málinu en sumir hafa viljað kalla það „Fróðleikur um fá- nýta hluti“ á íslensku. Það er ekki ofsögum sagt að þetta spil hafi slegið í gegn frá því það kom fyrst á markaðinn í Kanada. Nú er spilið að hefja sigurför sína um Evrópu og er því spáð álíka velgengni þar og vestan- hafs. Spilið er væntanlegt á mark- aðinn hér á landi eftir nokkra daga og er varla við öðru að bú- ast en að hér geri það lukku sem annars staðar. Leikurinn fer fram á leik- spjaldi og mynda reitir spjaldsins hjól með 6 teinum og miðreitur- inn er sexhyrndur. Leikurinn felst í því að fara um hjólið eftir því sem leikmaður má hverju sinni eftir að hann hefur kastað teningi og sigrar sá sem fyrstur er að svara ákveðnum fjölda spurn- inga sem lagðar eru fyrir hann á hinum ýmsu viðkomureitum. Spil þetta hefur það fram yfir flest önnur svipuð afþreyingarspil að vera um leið fræðandi. Því fylgja 6 þúsund spurningar og geta þeir sem spila valið sér mála- flokk og er hægt að velja landa- fræði, dægradvöl, sögu, bók- menntir og listir, vísindi, íþróttir og leiki, svo eitthvað sé nefnt. Sem dæmi um vinsældir „Triv- ial pursuit“ má nefna að í Kanáda þar sem spilið er upp- fundið seldist það í 200 þúsund eintökum árið 1983 en þar í landi þykir yfirleitt gott að selja um 10 þúsund spil svipaðrar tegundar. Á undanförnum árum hefur spil- ið farið sigurför um Norður-Am- eríku og nú hin síðari misseri hef- ur það selst í ótrúlegu magni í Englandi. Petta spil á án efa eftir að ná miklum vinsældum hér á landi, af ástæðum eins og þeim hversu fræðandi það er, um leið og að vera spennandi og aðgengilegt fyrir alla. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 20. nóvember 1985 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður Jóhannesson og Sigurður J. Sigurðsson til viðtals í fundastofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.