Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT P. ÞÓRSDÓTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. UeiðarL Sölumenn dauðans Mikil umræða hefur verið í gangi hér á landi undanfarna mánuði um fíkniefni og neyt- endur þeirra. Nú orðið líður vart sú vika að ekki verði uppvíst um tilraunir manna til að koma eiturlyfjum inn í landið með einhverj- um hætti. Því hefur oft verið haldið fram að neyslu- venjur íslendinga séu ekkert frábrugðnar neysluvenjum annarra þjóða, við séum bara einu til tveimur árum á eftir. Ótal dæmi hafa sannað þessa fullyrðingu. Fyrir örfáum árum var það viðkvæði almennings hér á landi er rætt var um eiturlyf, að þau mundu aldrei verða vandamál á íslandi. Fyrir fáum árum voru engir heroínneytendur á íslandi. Menn reyndu aðallega að smygla hassi til landsins og lítið var um sterkari efni. En nú er sem sagt öldin önnur. Heimur eiturlyfjanna er harður heimur og staðreyndirnar tala sínu máli. Sterkari efnin hafa náð fótfestu á markaðinum og magnið eykst dag frá degi. Eiturlyfin koma sjóleið- ina til landsins. Hafnir eru margar og skipin mun fleiri og augljóst að ómögulegt er að stemma stigu við streyminu. í umræðunni hefur því verið haldið fram að áætla megi að það magn sem náist sé u.þ.b. 10% af því magni sem er í umferð hverju sinni. Og þótt það væri 50% af heildarmagninu er ljóst að eiturlyfjavandamálið er tröllvaxið og stækk- ar með ofurhraða. Hér verða stjórnvöld að grípa í taumana og það með eftirminnilegum og áhrifaríkum hætti. Vænlegast er að þyngja refsingar við eiturlyfjasmygli til mikilla muna. Eins og staðan er í dag eru refsingarnar hjákátlegar. í Malaysíu eru eiturlyfjasmyglarar sendir í gálgann ef þeir finnast með meira en 15 grömm af heroíni í fórum sínum. Dauðarefs- ing er ekki við lýði á íslandi en hitt er ljóst að refsa ber eiturlyfjasmyglurum eftir eðli brotsins. Þeir sem flytja inn eiturlyf og selja, leggja líf fjölda fólks í rúst og það með full- um ásetningi. Þar er um morð að ræða, lífið er murkað úr þeim sem lætur ánetjast. Eiturlyfjasmyglarar eru fjöldamorðingjar og ekkert annað og ættu að verða dæmdir í samræmi við það. Það er löngu kominn tími til að breyta refsilöggjöfinni á þann hátt að menn þurfi að hugsa sig lengi og vel um áður en þeir hætta á að gerast sölumenn dauðans. _viðtal dagsins. Það er engin spurning, maður- inn er í jassi. Það er eins og segja að einhver sé í vímu. Jass er kannski víma á vissan hátt. Paul Weeden talar ekki um annað en jass og aftur jass. Hann er einstaklega líflegur maður og segir skemmtilega frá. Talar svo mikið að erfitt er að henda reiður á því öllu. Þó skal reynt. - Er dónaskapur að spyrja hvenær þú byrjaðir að leika jass? Paul Weeden hlær og segir: „Elsku vinur, ég er búinn að spila jass frá því að ég man eftir mér. Spurðu mig bara ekki hvað ég sé gamall.“ - Hvað ertu gamall? Mikill hlátur. „Ég verð 63 í janúar, en það er óþarfi að skrifa það. Ef ég á að vera nákvæmur, byrjaði ég að spila og syngja 1945. Það má segja að ég hafi verið í „showbusiness" alla ævi. Ég kynntist jassinum heima í Bandaríkjunum. Ég er fæddur þar. í Indianapolis, Indiana. - Nú býrð þú í Noregi. Hvers vegna? „Ég var í Svfþjóð á árunum 1966-71, var á heimleið og ætlaði að stoppa í Noregi í 10 daga. Ég er þar enn. Þar á ég fjölskyldu. Að vísu kvæntist ég konunni minni í Svíþjóð. Hún er norsk og við eigum einn son.“ - Hvers vegna ísland? „Ég var beðinn að koma og kenna hér á landi. Bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það var árið 1982. Síðan hef ég komið á hverju ári til íslands að kenna.“ - Hvernig gengur að kenna Norðurlandabúum jass? „Það gengur mjög vel. Það er sagt að allir hafi jass í sér. Það sé málið að nálgast hann og ná hon- um út úr fólki. Jass í norðri er góður jass.“ Paul Weeden er heimsþekktur jássleikari og hefur spilað með mörgum „stórum“ körlum í jass- heiminum. Hann er engu að síð- ur ánægður með það sem er að gerast í jassi á Akureyri. Hann nefnir menn eins og Edward Frederiksen, Roar Kvam og Gunnar Jónsson, sem mjög góða jassleikara sem starfa hjá Tónlist- arskólanum á Akureyri. En þar er Weeden að kenna þessa dag- anna. „Ég vildi gera allt til að koma á árlegri jasshátíð á Akur- eyri. Þið eigið þennan yndislega garð hér uppi á hæðinni. Þar mætti spila í góðu veðri á sumrin. Það þarf að kynna jassinn fyrir fólki. Unga fólkið hefur ekki heyrt jass leikinn. Um leið og þetta sama unga fólk hefur heyrt jass, segir það: „Þetta vil ég læra.“ í stað þess hlustar það á allt aðra tónlist. Hins vegar sé ég mikla framför hér á Akureyri. Það er Mynd: KGA - Paul Weeden gítarleikari í viðtali dagsins líka gaman að finna fyrir áhugan- um sem er hér í kringum nám- skeiðið. Mér finnst að það þyrfti að skipuleggja „Big-band“ hér sem væri eingöngu skipað ungu fólki. Þar væri góður grunnur að framhaldi í jasstónlistinni. Svo er eitt, fólk vill dansa eftir jasstón- list. Sjálfur lærði ég að dansa eftir jassi. Sumir vilja láta fólk sitja og hlusta og jafnvel þegja. Ég vil að allir dansi sem vilja dansa. Sjálf- ur segi ég fólki sem er að hlusta á mig spila, að það megi dansa ef það vilji. Það á að vera frjáls til- finning í jassi." - Er mikill munur á jassi í Bandaríkjunum og á Norður- löndum? „Mjög mikill fyrir nokkrum árum. Þessi tvö afbrigði eru að nálgast hvort annað. Það er mjög ferskur tónn í Norðurlandajassi. Ég þekki hann úr.“ - Hvað dvelurðu lengi á ís- landi í þetta sinn? „Því miður, aðeins í tvær vikur. Það er allt of stutt.“ gej- „Jass í norðri er góður jass“ íj M O ■ M A N U o A Gí U R PÚ ERT VELKOMINN MEÐ I RÖÐUK MUNDI MINN, UM LE/Ð OG ÉG EÆ VIÐ- BÖT/LRKVÓT/INNr HJÁ HONUM H/LLLDÓRI "■ BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.