Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 11
19. nóvember 1985 - DAGUR - 11 Á að fóma Landsvirkjun fyrir vanda Hitaveitunnar? - Sigurður J. Sigurðsson flytur tillögu í bæjarstjórn Akureyrar um að kannaðir verði möguleikar á sölu eignarhluts Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, til að rétta við fjárhag Hitaveitunnar „Bæjarstjórn Akureyrar felur bæjarráði að kanna þann möguleika að selja sameignar- aðilum Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, eða öðrum, eignarhluta bæjarins í Lands- virkjun. Þetta verði gert með það í huga að fjármagn sem bundið er í eignarhluta bæjar- ins verði flutt til Hitaveitu Ak- ureyrar sem eiginfjárframlag Akureyrarbæjar í það orkufyr- irtæki.“ Þannig hljómar tillaga, sem Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, legg- ur fram í bæjarstjórn Akureyrar í dag. „Með þessari tillögu minni er ég ekki að leggja til að hlutur bæjarins í Landsvirkjun verði seldur að óathuguðu máli, en ég vil að bæjarráð kanni þennan möguleika. Nú, ef hann reynist ekki vænlegur, þá koma vonandi fram aðrar leiðir til lausnar á vanda Hitaveitunnar,“ sagði Sig- urður í samtali við Dag. í greinargerð Sigurðar með til- lögunni kemur fram, að skuldir Hitaveitu Akureyrar nema um 1.7 milljarði króna. Þar kemur einnig fram, að reiknað var með að orkukostnaður hjá veitunni yrði um 40% af hitunarkostnaði með olíu á árunum 1989-90, en ljóst sé að það standist ekki, ef ekkert verður að gert. Það þýði, að neytendur veitunnar verði að greiða mjög hátt orkuverð á næstu árum. Slíkt geti haft veru- leg áhrif á búsetuþróun, því hit- unarkostnaður sé mun lægri í öðrum byggðarlögum. í lok greinargerðar sinnar segir Sig- urður: „Það er mitt mat að fljótvirk- „Það er rétt að skoða allar tillögur“ - Rætt við Val Arnþórsson, stjórnarmann í Landsvirkjun um tillögu Sigurðar J. Sigurðssonar „Eg hef ekki fengiö tækifæri til aö kynna mér til neinnar hlítar efni tillögu Sigurðar J. Sigurðssonar. Bæjarstjórn Akureyrar var fyrir fáum ár- um einróma sammála um það að sameina Laxárvirkjun Landsvirkjun og kaus mig sem sinn fulltrúa í stjórn Landsvirkjunnar. Sigurður hefur ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við mig og því hef ég ekki haft tækifæri til að kynna mér það.“ Þetta sagði Valur Arnþórs- son, stjórnarmaður í Lands- virkjun, þegar tillaga Sigurðar J. Sigurðssonar, um hugsanlega sölu á eignarhlut Akureyrar- bæjar í Landsvirkjun, var borin undir hann. Valur var spurður nánar um viðhorf hans til slíkra hugmynda. „Það má ljóst vera, að stund- um eru menn í þeirri stöðu, að þeir freistast til að slátra gull- gæsunum til að ná í eggin. Stundum eru menn í þeirri stöðu, að þeir fórna langtíma- hagsmunum fyrir skammtíma- hagsmuni. Það er spurning hvort Akureyri, höfuðborg Norðurlands, og helsta von dreifbýlisins til að skapa jafn- vægi gegn höfuðborgarsvæðinu, telji sig vera komna í það slæma stöðu með hitaveituna, að nauðsynlegt sé að fórna eign- arhlutanum í Landsvirkjun. Það munu bæjarráð og bæjar- stjórn að sjálfsögðu athuga og ég vil fyrir mitt leyti treysta þeim aðilum til að meta hlutina rétt. Valur Arnþórssun. Það má hins vegar ljóst vera, að þátttaka Akureyrar í Lands- virkjun hefur þegar verið mjög þýðingarmikil fyrir Akureyri og fyrir dreifbýlið og ég sé ekki annað en að svo geti orðið til frambúðar. Ég tel það liggja í augum uppi, að ef Akureyri fórnar sínum hagsmunum í Landsvirkjun, þá eflist höfuð- borgarsvæðið að sama skapi. Það er bæjarráðs og bæjar- stjórnar Akureyrar að fjalla um þetta mál og komast að niður- stöðu. Og eftir henni hljóta bæjarbúar að bíða, en einnig dreifbýlið, sem hefur litið til Akureyrar sem forystuafls," sagði Valur Arnþórsson. - GS Sigurður J. Sigurðsson. asta og raunhæfasta leiðin til þess að breyta þessum þætti orkumála sé að flytja fjármuni Akureyrar- bæjar úr Landsvirkjun í þetta orkuöflunarfyrirtæki Akureyrar. Þetta er skynsamleg ráðstöfun sem ætti að ná fram að ganga þegar á næsta ári. Bættur rekstr- argrundvöllur Hitaveitu Akur- eyrar myndi gera það aðlaðandi fyrir nýja notendur að tengjast veitunni. Það gæfi viðbótartekjur og aukna möguleika til þess að tryggja farsælan rekstur Hita- veitu Akureyrar í framtíðinni. Það er því augljóst mál að þetta er gott fjárfestingardæmi fyrir bæjarsjóð þegar til lengri tíma er litið. Akvörðun um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjun- ar var algjörlega óháð því hvort Akureyrarbær yrði eignaraðili að slíku landsfyrirtæki um alla framtíð. Ef hægt er að nýta fjármuni bæjarins til enn jákvæð- ari verkefna fyrir íbúana þá er það skylda bæjarstjórnar að leita slíkra leiða. A sama hátt og Akureyrarbær réðist í byggingu raforkuvers var ákveðið að ráðast í byggingu hitaveitu fyrir Akureyri til þess að nýta innlenda orku til upphit- unar húsa. Þótt áætlanir um upp- byggingu Hitaveitu Akureyrar hafi ekki náð fram að ganga á all- an hátt, þá er það augljóst mál að hér er um fyrirtæki að ræða, sem er þjóðhagslega hagkvæmt þegar til lengri tíma er litið. Með þess- ari tillögu er ekki verið að biðja um ríkisstyrk eða neitt sambæri- legt, einungis bent á leið til þess að bjarga fyrirtæki sem hefur ekki bolmagn til þess að standa undir skuldum sínum nema með þeirri einu leið að auka sífellt álögur á notendur. Það er líka ljóst að Akureyrarbær hefur ekki möguleika á því að ráðstafa neinum af sínunt fjármunum til veitunnar sem breytt gæti rekstr- argrundvelli hennar. Slík fjár- magnstilfærsla myndi aðeins hafa þau áhrif að draga niður aðra þætti í bæjarrekstrinum. Bæjar- sjóður á hiklaust að geta náð jafngóðum arði af þessu fjár- magni sínu sem nú er bundið í Landsvirkjun með því að flytja það til Hitaveitu Akureyrar." Tvíeggjað mál „Eignir bæjarins eru ekki óum- breytanlegar,“ sagði Sigurður Sigurður Jóhannesson. Jóhannesson bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, þegar tillaga nafna hans Sigurðssonar var borin undir hann. „Það má hugsa sér sölu á eignum eins og Krossanesverk- smiðju, eða hlutabréfum bæjar- ins í Slippstöðinni og Útgerðar- félaginu, rétt eins og umrædda sölu á hlutabréfum bæjarins í Landsvirkjun. Þetta er alltaf spurning um hvort við fáum nægjanlegt endurgjald fyrir þau verðmæti sem urn er rætt og hvaða langtímahagsmuni við erum að hugsa um með sölunni. I sambandi við þessa hugmynd nafna míns, þá verður að hafa í huga, að raforkukaup á hvern íbúa á Akureyri eru þau mestu sem þekkjast á landinu. Það gerir sá gróskumikli iðnaður, sem hér er. Þess vegna held ég að það sé brýnt að við höldum okkar ítök- um í Landsvirkjun. Á meðan við eigum þar stjórnarmann, getum við haft áhrif á stjórn fyrirtækis- ins, t.d. hvað varðar virkjanir og verðlagningu raforku. Ég get ekki séð í augnablikinu, að aðstöðu okkar í Landsvirkjun sé fórnandi til að létta á í rekstri annars orkufyrirtækis. Þetta er þó alltaf spurning um fjármagn. Vissulega á okkar hitaveita við erfiðleika að stríða, en það sama á við um fleiri hitaveitur í land- inu, sem voru byggðar á svipuð- am tíma. Þess vegna held ég að þarna sé um vanda að ræða, sem þarf að leysa á breiðum grund- velli, í samræmi við yfirlýsingar fyrrverandi iðnaðarráðherra,“ sagði Sigurður Jóhannesson. Dagur bar tillögu Sigurðar undir fleiri bæjarfulltrúa. Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins sagðist sjá rök með og á móti þessari tillögu, en hann sagðist ekki hafa tekið afstöðu til hennar. Hins vegar sagði hann fulla ástæðu til að skoða hana grannt. „Það er ekki hægt að taka af- stöðu til þessarar tillögu, nema að vel athuguðu máli. Það eru líka rök fyrir því, að Akureyri er aðili að Landsvirkjun, því okkar fulltrúi er eini fulltrúi lands- byggðarinnar í þeirri stjórn. Ef við seljurn okkar hluta erum við þar með að afhenda stjórn virkj- unarinnar algerlega til Reykja- víkurborgar og rfkjsins. Og þó við séum litlir þar, þá getum við haít veruleg áhrif á stjórn Lands- Sigríður Stefánsdóttir. Freyr Ófeigsson. Valgerður Bjarnadóttir. virkjunar, ef við viljum," sagði Freyr. Sigríður Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, tók í sama streng og Freyr. Ég hef ekki haft ráðrúm til að kynna mér þessa tillögu. Við fyrstu sýn virðist mér þetta vera kostur, sem full þörf er á að kanna, en ég vil líka athuga betur hvaða hags- munum við værum að afsala okk- ur með því að selja hlut okkar í Landsvirkjun. Ég geri mér held- ur ekki grein fyrir því hve mikla peninga er hér um að ræða. Hagstæðasti kosturinn fyrir okk- ur í þessu sambandi væri náttúr- lega að fá aftur Laxárvirkjun, en það er víst ekki til umræðu. Þar tel ég að við höfum gefið Lands- virkjun gullmalara," sagði Sigríð- ur Stefánsdóttir. Valgerður Bjarnadóttir, bæjar- fulltrúi Kvennaframboðsins, sagði tillöguna athyglisverða. „En ég er ekki tilbúin að segja neitt af eða á um hana á þessu stigi. Ég er ekki búin að kynna mér nægilega vel hvað þetta þýð- ir allt saman, en í fljótu bragði get ég ekki mælt á móti þeim rök- um sem Sigurður færir fyrir sinni tillögu. Það er því ástæða til að skoða þetta mál grannt," sagði Valgerður. Tillaga Sigurðar verður til um- ræðu í bæjarstjórn Akureyrar í dag, á fundi sem hefst kl. 16.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.