Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 19. nóvember 1985 19. nóvember 1985 - DAGUR - 7 Afniætísvetsla í Bamaskóla Húsavíkur í haust eru 25 ár liðin síðan Barnaskóli Húsavíkur flutti í skólabyggingu þá er nú hýsir starfsemi hans. Þessara tímamóta hefur verið minnst í skólanum á ýmsan hátt. Kennslugögnum, bókum, handavinnu, borðum og stólumfrá því í „gamla daga“ hefur verið stillt upp við hlið samsvarandi hluta sem notaðir eru í dag. Ólafur Guðmundsson handavinnukennari og nokkrir nemendur útbjuggu líkan afskólanum og um- hverfi hans. Nemendur unnu verkefni, fjölluðu m.a. um skólaferðalög, skólablöð, bókasafn, stúkufundi, íþróttir, félagsstarf nemendafjölda og algengustu nöfn nemenda. Margt fróðlegt og skemmtilegt kom í Ijós með að bera saman þessa þœtti fyrr og nú, athuga hver þróunin hefur verið eða rifja upp fyrri tíma. Nemendur gerðu greinfyrir niðurstöðum sínum á miðvikudagsmorgun, þá voru saman komnir nemend- ur úr eldri bekkjardeildunum, kennarar og nokkrir gestir. Sungin voru lög er notið höfðu mikilla vinsœlda fyrir 25 árum. Eftir frímínútur var boðið upp á nokkra fermetra af ágætri skúffuköku og mjólk drukkin með. -1M Sigurður Hallmarsson skólastjóri: „Alltaf verið gaman að starfa hér“ Sigurður Hallmarsson hefur verið skólastjóri Barnaskóla Húsavíkur síðastliðin 14 ár. Hann hóf störf sem kennari við skólann sjö árum áður en skólinn flutti í nýbygginguna fyrir 25 árum. Auk þessa langa starfsferils unglingsins Sigurðar við skólann er hann fyrrverandi nemandi þaðan. í raun hefur um helmingur af kennaraliði barnaskól- ans stundað sitt eigið barnaskólanám þar og hlýtur það að vera mjög sérstakt miðað við jafn fjölmenn- an skóla. Arnheiður Eggertsdóttir kennari á skólabókasafninu: „Þau koma gjaman hingað þó þau eigi ekki að vera í skólanum - Sigurður, er þér minnisstæð- ur dagurinn sem skólinn flutti í þetta hús? „Nei, í raun er hann mér ekki minnisstæður. Kennsla hófst hér um haustið, svo að það var ekki flutt á miðju starfsári. Auk þess var ég búinn að kenna söng hér í húsinu. Áður en allt húsnæðið var tekið í notkun var farið að kenna hér íþróttir, söng og handavinnu. Þó undarlegt megi virðast höf- um við alltaf búið við þrengsli í þessu húsi. í dag er nemenda- fjöldinn 330 börn en var 180 börn þegar við fluttum. Þá var gagn- fræðaskólinn hér til húsa með okkur en samt voru nemendur færri í húsinu en núna. Skólinn er alveg tvísetinn og hefur alltaf verið. Það slys varð við byggingu skólans að ein álman var skorin af og byggingu hennar hefur ver- ið frestað nú í 25 ár. Þessa álmu þarf að byggja fyrr en seinna. Þar er gert ráð fyrir félagsaðstöðu á neðri hæð en kennslustofum uppi.- Það sár- vantar félagsaðstöðu hér við skólann. Eins og er notum við eina kennslustofuna en í raun er hún of þröng og hentar á ýmsan hátt illa til þessara hluta. Þarna er mikið af gluggum sem erfitt er að myrkva vegna skugga- mynda eða kvikmyndasýninga, nema á morgnana yfir háveturinn þegar drottinn myrkvar fyrir okk- ur veröldina og við njótum þess.“ - Þegar þú minnist á kvik- myndasýningar, hvað með videóvæðingu? „Skólinn er alltaf að leita að því besta fyrir nemendur sína. Það hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu, sérstaklega í allri miðlun og það er eðlilegt að hún komi inn í skólana, hlutir eins og sjónvarp, videó og tölvur. Ekkert af þessu er til í skólanum en þyrfti auðvitað að vera til. Skól- inn verður að eignast þessi tæki í nánustu framtíð." - Það hafa orðið miklar breyt- ingar á starfi skólans. Hverjar eru helstar? „Við höfum tekið upp sveigj- anleika í starfi. Hér er tónlistar- skólinn einnig til húsa, nemendur hans fara úr almennum kennslu- stundum í spilatíma. Það er dæmi um sveigjanleika sem við- gcngist hefur í meira en áratug. Skólinn er opinn foreldrum alla daga. Þetta er nauðsyn í nú- tíma þjóðfélagi. Heimsóknir for- eldra hafa verið margar. í fyrra- vetur var hér að meðaltali eitt foreldri á dag. Við höfum foreldrafundi á haustin og úr hverri bekkjarein- ingu er kosinn einn fulltrúi. Þetta fulltrúaráð kemur saman ásamt skólastjóra og einum kennara, og samstarf þessara aðila hefur gef- ist mjög vel.“ - Hefur ekki orðið mikil breyting á framkomu barna síðan þú hófst kennslu? „Heimur versnandi fer er sagt. Ég held að það sé misskilningur. Opin umræða og frjálsleg um- gengni leiðir ekki til verri um- gengni. Börnin láta mann heyra sína meiningu og þá situr ekkert vansagt eftir í hugskotinu. Skólabörn í dag eru ekki óhlýðnari en fyrir 25 árum, það er ekki örðugra að umgangast þau.“ - Þegar gengið er um húsnæð- ið ber það ekki merki þess að hafa verið notað í 25 ár, og hvergi er blýantsstrik á vegg. Ganga börnin vel um skólann? „Mér þykir ákaflega vænt um hve vel börnin ganga um húsnæð- ið. Hér eru til dæmis í notkun borð og stólar, sem keypt voru þegar flutt var í þetta hús. Af 28 handlaugum í húsinu hefur ekki þurft að skipta um eina einustu. Það er eins og börnin þurfi ekki að ná sér niðri á húsnæðinu, enda er þetta þeirra húsnæði og það er þeim metnaðarmál að umgengni um það sé þeim góður vitnisburð- ur.“ - Margt skemmtilegt hiýtur að hafa gerst á þessum árum. „Staðreyndin er sú að alltaf hefur verið gaman að starfa hér. Skólinn hefur yfirleitt notið já- kvæðis foreldra og bæjarbúa. Það rifjast upp skemmtileg at- vik þegar myndir eru skoðaðar. Svolítið er til af myndum frá fyrstu árunum hér í húsinu og nú eru oftast teknar myndir þegar Sigurður Hallmarsson, skólastjóri. eitthvað sérstakt er um að vera. Myndasafn þetta er til í albúm- um. Börnunum finnst ákaflega gaman að sjá myndir af foreldr- um sínum síðan þau voru hér í skóla. Ég vildi að ég ætti þess kost að sjá myndir frá skóla- göngu minna foreldra. Það getur verið gaman að lesa gamlar dagbækur. Ég hef séð föður míns getið í dagbókum skólans. Einn daginn var svo vont veður að aðeins þrír strákar komu í yngri deild. Þorgrímur Maríusson, Þór Pétursson og Hallmar Helgason. Þeir voru allir sendir heim. Það er ekki sagt hvers vegna en mig grunar að kennarinn hafi ekki mætt,“ segir Sigurður og hlær, og ég þakka fyrir spjallið. - IM Misjafn vinnuhraði barna er stað- reynd sem farið er að taka mjög mik- ið tillit til við Barnaskóla Húsavíkur, með sveigjanleika í starfi. Með aðstoð kennara gera börnin vinnuáætlun fyrir viku í senn og fá að velja sér tíma til að vinna að áætlun- inni. Þau sem fær eru um að taka sér aukaverkefni, fá þau á bókasafni skólans og njóta aðstoðar og leið- beiningar Arnheiðar Eggertsdóttur kennara á safni skólans. í haust var bókasafnið flutt á efri hæð skólans og komið fyrir í rými sem áður var notað sem félagsað- staða. Það er mjög vistlegt og notaleg stemmning á safninu hjá Arnheiði. Það truflar ekki börnin þó komið sé þar inn, því skólinn er opinn foreldr- um á öllum tímum alla daga og börn- in vön að vinna þó einhver komi í heimsókn. „Við höfum unnið að því síðustu árin að taka upp sveigjanlegt skóla- starf og einn liðurinn í því er að koma upp skólasafni,“ segir Arn- heiður. „Safnið er opið allan starfstíma skólans, bæði til að börnin geti kom- ið hér til að vinna að ákveðnum verk- efnum eða til að slappa af. Þau koma hingað gjarnan þó þau eigi ekki að vera í skólanum, gera sér það til er- indis að líta í bækur, ef þau komast að. En oft er þröngt á þingi og þau sem eiga að vera í skólanum sitja auðvitað fyrir um að hafa afnot af safninu. Einn aðalþátturinn í safnkennsl- unni er að börnin venjist bókum, bæði til að fræðast af þeim og eins að nota þær sér til afþreyingar. Við reynum að kenna þeim að átta sig á röðun bókanna í safninu. Skáldsögum er raðað í stafrófsröð höfunda og bókum í efnisflokka. Einnig stefni ég að því að þau læri að u nota spjaldskrána og síðan er reynt að kenna þeim að nota ýmiss konar handbækur og uppsláttarrit. Þannig að þegar þau fari héðan viti þau nokkurn veginn hvernig hægt er að nota bókasafn. Auðvitað í þeirri von að þau haldi því áfram. Við höfum einnig kynnt þeim nokkuð sýslu- bókasafnið hér á staðnum.“ IM Nemendur skoða líkan af skólanum ásamt Sigurði Hallmarssyni, skóla- stjóra. Arnheiður Eggcrtsdóttir á bókasafninu. Hafdís og Guðrún: Fylgjast oft með kennslunni Foreldrar eru alltaf velkomnir í Barnaskóla Húsavíkur og hafa margir notfært sér þetta og fylgst með kennslu barna sinna. Hafdís Jósteinsdóttir er móðir stúlku í þriðja bekk og hefur oft heimsótt skólann. - Hvaða álit hefur þú á sveigj- anlega starfinu? „Eg er ánægð með það. Eins með áætlanirnar, þá veit maður alveg hvað börnin eiga að læra. Þetta var eitthvað að byrja þeg- ar eldri börnin mín voru í skólan- um, en þá gat maður ekki fylgst eins vel með. Ef til vill hef ég betri tíma fyrir börnin mín núna. Ein- hvern veginn er þetta orðið öðru- vísi. Áætlunin segir til um hvað þau eiga að læra þó að þau megi auð- vitað læra meira. En aðalatriðið er að börnin fylgi áætluninni eins og kennarinn ætlast til.“ - Finnst þér barnið ánægt? „Já, það finnst mér. Hún lætur mjög vel af kennaranum sínum.“ - Hvernig líkar þér að skólinn skuli vera svona opinn fyrir for- eldrana? „Mér finnst það gott. Maður er ekki bundinn af að koma einn vissan dag. Maður má fara þarna inn þegar maður vill og getur og þarf ekki endilega að mæta kl. 1. Maður getur verið einn tíma eða allan daginn. Ég lenti í handa- vinnu með dóttur minni um daginn. Það var ægilega gaman." - Framkoma barna og agi í skólanum. Hefur þú eitthvað um þann þátt að segja? „Ég held að það sé í góðu lagi, að minnsta kosti lítur skólinn vel út. Ég held að börnin gangi yfir höfuð mjög vel um. Það sýnir sig á skólanum eftir öll þessi ár, með allan þennan fjölda af börnum af öllum stærðum og gerðum.“ Guðrún Sigurðardóttir er móð- ir þriggja barná í skólanum. Þau eru í þriðja, fimmta og sjötta bekk. - Þú varst sjálf nemandi í Hafdís og Guðrún voru að kynna sér kennsluhætti. skólanum þegar hann flutti fyrir 25 árum. Hverjar finnst þér mestu breytingarnar á skólastarfinu? „Þetta er allt öðruvísi. í raun og veru er líklega allt til bóta í sam- bandi við skólakerfið. Hins vegar finnst mér börnin ekki kunna að meta hvað mikið er fyrir þau gert. Kennararnir eru svo virkir og gera svo mikið fyrir börnin, t.d. að vera með þeim á bekkjarkvöldum eftir sinn vinnu- tíma.“ - Hvernig finnst þér sveigjan- lega starfið? „Það hefur bæði kosti og galla. Að mörgu leyti er athyglisvert að fylgjast með því. En mér finnst að maður þurfi mikið að fylgjast með því að börnin læri. Ég hef fylgst með fleirum en mínum börnum og þetta kerfi býður meira upp á að þau svíkist undan að læra. Þau hefðu kannski svikist eins undan meðan gamla kerfið var. Börnin sækjast einnig meira eftir að læra það sem þeim finnst gaman að en ekki eins og áður þegar reikningur var í einum tíma og íslenska í öðrum og svo framvegis.“ - Hefur þú oft heimsótt skólann? „Ég fór mjög oft í fyrravetur, en ekki eins oft í vetur enda oftar bundin vegna vinnu." - Finnst þér kostur að hafa skólann svona opinn? „Mér finnst það. Mér finnst mjög gott fyrir mig að fara og spyrja kennarann hvar börnin séu stödd í náminu. Maður getur fylgst miklu betur með, það var miklu síður að ég hringdi í kenn- arana.“ - IM Sigmar Ævar Hallsson og Hreinn Týr Svavarsson. Sigmar og Hreinn, nemendur í sjötta bekk: „Þetta er besti skóli á landinu“ Sigmar Ævar Hallsson og Hreinn Týr Svavarsson eru báðir nemendur í sjötta bekk Barnaskóla Húsavíkur og tóku þátt í verkefnum sem unnin voru í tilefni af 25 ára afmælinu. Hópurinn sem Sigmar vann með kynnti sér ýmislegt varðandi Barna- stúkuna Pólstjörnuna sem lengi starfaði við skólann, en Hreinn og félagar hans unnu verkefni um bókasafnið: - Hvernig heldurðu að hafi verið að starfa í stúkunni, Sigmar? „Það var mikið fjör að vinna þetta verkefni. Þetta hefur verið flott í gamla daga. Við settum upp stúku- fund, ég var varatemplari og það var gaman“. - Vildirðu að stúka væri starfandi í dag? „Ef ég væri varatemplari, það væri örugglega gaman að starfa í henni.“ - Nú hafið þið heyrt svo margt um skólann í gamla daga þegar nemend- ur þurftu að ganga í röð, hneigja sig fyrir kennurunum og standa upp ef einhver kom í heimsókn. Haldið þið að það sé betra eða verra að vera í skólanum núna? „Miklu betra núna. Ég hefði ekki viljað vera í skóla þegar þurfti að hneigja sig fyrir kennaranum. En það hefur verið gaman á stúku- fundum." - Er eitthvað sérstakt sern þú vilt segja? „Þetta er besti skóli á landinu, langbesti.“ - Hreinn þú vannst að verkefni líka? „Ég var á bókasafninu. Ég var verkstjóri og við áttum að telja skáldsögur. Þær voru merktar í staf- rófsröð og síðan gerðum við súlurit. Svo var ég látinn lesa upp og var með brauðlappir. Það var gott þegar það var búið. Ég var í Tónlistarskólanum og fyrst þegar maður spilar á tónleik- um verður maður alveg máttlaus." - Heldurðu að það sé betra að vera í skólanum nú en áður? „Að vissu leyti betra núna, meira skipulagt. Það hefur verið strangara í gamla daga að þurfa að hneigja sig fyrir kennaranum. Þegar maður kemur of seint er ekkert verið að segja nema amen." - Líkar þér vel í skólanum og við kennarana? „Ekki við allá, surnir eru ekki eins og þeir ættu að vera, ekkert sérstak- lega. Þeir gætu nú orðið dálítið súrir á svip ef ég segði þér nöfnin." - Hvernig finnst þér að hafa skól- ann opinn foreldrum? „Mér finnst það flott, þá getur maður hringt heim og beðið um að einhver komi að hjálpa sér þegar kennarinn er að sinna öðrum. Ann- ars er pabbi vegaverkstjóri og má ekkert vera að því, en ég fæ hjálp heima við það erfiðasta." - Hvað er mest gaman í skólan- urn? „í frímínútum eða leikfimi." Mér finnst mest gaman í landa- fræði," segir Sigmar. „Við erum í sjötta bekk efsta bekknum hérna og ráðum yfir öllum hinum." 1M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.