Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 19.11.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, þriðjudagur 19. nóvember 1985 145. tölublað Filman þín áskiliðþaö besta! FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106- Sími 22771 • Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Hjalteyri: Tveir bátar sukku við biyggju I óveðrinu á sunnudag sukku tveir smábátar við bryggju á Hjalteyri. í samtali við Dag sagði eigandi annars bátsins Jón Jónsson að ekki hefði ver- ið hægt að koma í veg fyrir óhappið vegna veðurs. Ég varð að horfa á þetta úr fjarlægð, en bátarnir fóru niður í þremur öldum, þeir voru bundnir hlið við hlið og fóru báðir í einu. Það gekk yfir bryggjuna og ofan f bátana hinum megin og þeir þurftu ekki meira. Bátarnir eru lítið sem ekkert skemmdir, við ætlum að reyna að ná þeim upp í dag og þá kemur það betur í ljós. Þá fóru tveir gámar af stað sem stóðu hérna á bryggjunni, að vísu náðum við að binda annan gám- inn því annars hefði hann lent ofan í bátunum tveimur sem sukku,“ sagði Jón. Þá myndaðist stórt skarð í garðinn sem liggur út á bryggjuna og sagði Jón að grjótið í garðin- um væri allt of smátt, það hyrfi í hafið þegar vel gæfi. KK S.R. Siglufirði: Dýrar rafmagns- truflanir Það getur verið kostnaðarsamt fyrir sum fyrirtæki ef rafmagn fer fyrirvaralaust af. Það hafa þeir m.a. fengið að reyna hjá Sfldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Rafmagnið fór af á sunnudags- kvöldið vegna óveðursins sem þá gekk yfir landið og þó að raf- magn kæmist fljótlega á aftur var loðnubræðslan ekki komin í éðli- legt horf fyrr en seinnipartinn í gær. Mörg skip lágu inni á Siglufirði vegna brælu í gær. Dagur innti einn skipstjórann, Ögmund Magnússon á Gullberginu, eftir því hvernig veiðarnar gengju. Hann sagði að þær gengju vel þegar ekki væri bræla og eru þeir núna farnir að fá loðnu austur af Kolbeinsey, 7 tíma siglingu frá Siglufirði. -yk. Skemmdirnar á varnargarðinum á Hjalteyri. Eins og sjá má er hafnargarðurinn mikið skemmdur. Einnig sést í möstur annars bátsins sem sökk í höfninni og þar fyrir ofan er minni gámurinn sem nærri var farinn í sjóinn yfir bátinn. - Á innfelldu myndinni er Jón Jónsson. Mynd: KGA. Lögbann a vatnstöku Raufarhafnarhrepps? Þorsteinn Halldórsson bóndi á Hóli í Raufarhafnarhreppi hefur krafist lögbanns á vatns- töku Raufarhafnarhrepps í landi sínu. Hreppurinn fær allt sitt neyslu- vatn úr landi Hóls og hefur gert í mörg ár. Samkvæmt heimildum Dags mun upphaflega hafa verið gert ráð fyrir að hreppurinn fengi vatnið endurgjaldslaust en greiddi bætur vegna landspjalla. Undanfarin ár hefur staðið í stappi á milli Þorsteins og Rauf- arhafnarhrepps því Þorsteinn vill fá greitt fyrir vatnið sem tekið er í landi hans. Mun hreppurinn hafa verið fús til þess að greiða fyrir vatnið en samt sem áður munu samningar ekki hafa tekist. Þorsteinn Halldórsson fór hins vegar fram á það að lögbann yrði sett á vatnstöku hreppsins úr landi Hóls. Til stóð að afgreiða málið fyrir helgina hjá sýslu- mannsembættinu í N.-Þingeyjar- sýslu. Af því gat ekki orðið vegna þess að lögmenn hreppsins sem eru á Akureyri komust ekki aust- ur og mun eiga að afgreiða málið í vikulokin. Ef af lögbanninu verður, er ljóst að það hefði geysileg áhrif á atvinnulíf á Raufarhöfn. Öll starfsemi frystihússins og Síldar- verksmiðju ríkisins myndi t.d. leggjast niður og ekkert kalt vatn yrði í krönum Raufarhafnarbúa. Ekki náðist í Sigurð Gizurar- son sýslumann í gær til að fá hjá honum upplýsingar um málið og fulltrúi hans vissi ekkert um það. gk-- •Ififlf Fyrsti Kanadatogarinn í breytingum hjá Slippstöðinni Mynd: KGA Kanadatogararnir: Samiö um breyt- ingar á tveimur í janúar Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar og Sigurður Ringsted, yfirverkfræðingur, eru nýkomnir úr ferð til Kan- ada sem þeir fóru til þess að mæla upp þriðja og fjórða togarann sem samið hefur ver- ið um að Slippstöðin breyti fyr- ir Kanadamenn. í samtali við Dag sagði Sigurð- ur að líklega yrði gengið til samn- inga um næstu tvö skip, það fimmta og það sjötta, í janúar nk. Ætlunin er að semja um tvö skip í senn og virðast Kanada- mennirnir ánægðir með þá vinnu sem Slippstöðin hefur innt af hendi til þessa við breytingar á fyrsta togaranum. Reiknað er með að breytingum á þeim fjór- um skipum sem búið er að semja um verði lokið um páska. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.