Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 2. desember 1985 154. tölublað SÍS og Centrosoyuz: Tónlistar- skóli Dalvíkur heimsóttur - bls. 8 Allt um íþróttir helgarinnar - bls. 12-13 Undirritaður fimm ára rammasamningur - Gert er ráð fyrir að viðskiptin nemi allt að 200 milljónum kr. á ári Síðastliðinn föstudag var undirritaður á Akureyri rammasamningur milli Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga og sovésku samvinnu- samtakanna, Centrosoyuz um viðskipti þeirra næstu fimm árin. Undirritunin fór fram í Félagsborg, samkomusal Iðn- aðardeildar Sambandsins, að viðstöddum hópi starfsmanna og gesta. Jón Sigurðarson forstjóri Iðn- aðardeildar Sambandsins hefur unnið að gerð þessa samnings fyrir hönd SÍS. í máli hans og fulltrúa Centrosoyuz kom fram að samningur sem þessi hafi ákaf- lega mikið gildi fyrir starfsemi samtaka beggja, þó ekki sé ná- kvæmlega kveðið á um magn og verð einstakra vöruflokka. Fremur ber að líta á samninginn sem viljayfirlýsingu um viðskipti þessara aðila. Valur Arnþórsson, stjórnar- formaður Sambandsins, sagði í ræðu sem hann flutti við undirrit- un samninganna að þessi viðskipti væru afar mikilvægur þáttur í allri starfsemi SÍS, en þó sérstak- lega í rekstri Iðnaðardeildarinn- ar. tæpra 200 milljóna króna á ári auk þess sem kveðið er á um að leita skuli leiða til enn frekari aukningar. Við þetta sama tækifæri var undirritaður samningur um vöru- sölu og vörukaup næsta árs að hluta. -yk. Raufarhöfn: Mikill snjór og ófærð Mikill snjór er nú á Raufar- höfn og ófært út úr kauptún- inu. Vörubíll sem var á ferð frá Þórshöfn til Raufarhafnar á föstudagskvöldið með físk úr Stakfelli, rann út af veginum á Hálsum. Engin slys urðu á mönnum, en nokkurn tíma tók að ná bflnum upp. Aðfaranótt föstudags brann hús á Raufarhöfn. Húsið sem kallast Geysir hafði staðið mann- laust um þriggja ára skeið. Grun- ur kom upp um að kveikt hefði verið í húsinu, en svo mun ekki vera því engin spor um manna- ferðir fundust í snjónum kringum húsið. - gej Siglufjörður: Þetta er í þriðja sinn sem slíkur langtímasamningur er gerður og hafa viðskiptin vaxið stöðugt. Þessi samningur gerir enn ráð fyrir aukningu og einnig að viðskiptin verði að andvirði Hér undirrita þeir samningana. Ljakishev, Valur Arnþórsson, Dakhov og Jón Sigurðarson. Mynd: KGA. Videólundur bjagar útsendingar sjónvarps - Þau hús sem tengd eru Videólundi fá sjónvarpsdagskrána um kapalkerfið en ekki útiloftnetið! Margir íbúar í Lundahvcrfí sem tengdir eru kapalkerfínu þar, Vídeólundi, ná ekki út- sendingum sjónvarps sem skyldi, sökum þess að myndin á skjánum er óskýr og „draugagangur“ allnokkur. Til þess að grennslast fyrir um orsakir þessa hafði blaðamaður samband við tæknideild Pósts og síma. Þar fengust þær upplýsing- ar að ekki væri óeðlilegt að trufl- anir kæmu fram í sjónvarpsút- sendingunni þar sem hún væri send um sama kerfi og dagskrá Vídeólundar og því væri alltaf hætta á einhverri bjögun. Tæknifræðingur hjá Pósti og síma sagði að ef fólk notaði inni- loftnet yrði allt annað uppi á ten- ingnum, því þá fengist skýr mynd. En hann tók það sérstak- lega fram að auðvitað ætti engum að leyfast að brengla útsendingar sjónvarpsins á nokkurn hátt. Pétur Pétursson talsmaður Vídeólundar sagðist engar kvart- anir hafa fengið vegna þessa frá íbúum Lundahverfis. Hann benti á að þeir sem tengdir eru kapal- kerfinu fá sjónvarpsútsendinguna í gegnum Vídeólund. „Við tökum á móti geislanum frá sendinum á Vaðlaheiði og sendum hann í gegnum kerfið hjá okkur. Hvert sjónvarp hefur þrjár stýringar ef svo má segja, band l, band 3 og u-band eða ultra-rás. Við sendum sjónvarps- geislann eftir bandi 1 en dagskrá Vídeólundar fer um band 3. Vandinn er að halda styrknum sem jöfnustum þarna á milli. Ef meira en 10 „desibila" mismunur verður, er hætt við að myndin á skjánum verði bjöguð," sagði Pétur. í byggingareglugerð segir að einungis skuli vera ein útvarps- og sjónvarpsstöng á hverju húsi og skuli hún vera sameiginleg fyr- ir allar íbúðir. Byggingaverktök- um er skylt að sjá fyrir lögnum frá þessu eina loftneti til allra íbúða og því er að sjálfsögðu framfylgt í öllum fjölbýlishúsum. Gallinn við þetta er hins vegar sá að loftnetsgreiðurnar á þeim húsum sem tengd eru Vídeólundi eru ekki tengdar inn á íbúðirnar. Sjónvarpsútsendingin fer í gegn urn kapalkerfið. Fólk hefur því enga möguleika á að horfa á sjónvarpið án milligöngu Vídeó- lundar, nema þá með því að setja upp inniloftnet. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sé eðlilegur fram- gangsmáti þessara mála og eins hvað verður með tilkomu nýrra útvarpslaga. Þá munu án efa koma til sögunnar ýmis ný boð- veitukerfi. Útsendingar íslenska sjónvarpsins hljóta þó að hafa forgang umfram hinar smærri stöðvar. BB. Komust ekki burt Um helgina voru staddir á Siglufírði aðilar sem vinna að hönnun og rekstri sfldar- og fískimjölsverksmiðja víða á Norðurlöndunum. Haldin var ráðstefna um slíkar verksmiðj- ur. Gestirnir voru að skoða sfldarverksmiðjuna á Siglufírði sem þykir ein sú fullkomnasta sinnar tegundar á Norðurlönd- um. í gær þegar átti að kveðja Siglufjörð gekk ekki betur til en svo að ófært var frá bænum og varð að snúa við með hópinn sem taldi 35 manns, þar af voru 22 út- lendingar. Snjóruðningstæki sem átti að fara á undan bíl gestanna bilaði og varð því að snúa til baka öðru sinni. Fengið var annað tæki frá Sauðárkróki að koma á móti gestunum og var vonast til þess að vegurinn opnaðist fyrir um- ferð síðdegis í gær svo erlendu gestirnir og aðrir gætu farið ferða sinna. Ekki er mikill snjór á Siglufirði, en hann hafði dregist í skafla sem orsakaði ófærðina. gej- Frá 1. desember verður áskriftar- gjald að Degi kr. 420,00 pr. mán- uð og lausasöluverð kr. 40,00. Grundvallarverð á auglýsingum verður kr. 295,00 pr. dálksm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.