Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 16
Alltaf vex vöruúrvalið Vinsamlegast komið og skoðið Heiðar Baldvinsson á Grenivík hyggst ekki gera aðra tilraun til að ná báta sínum af botni Eyja- fjarrtar í vetur, en e.t.v. verður reynt aftur í vor. Bátur Heiðars, Þórunn ÞH, sökk skammt út af Ólafsfirði í nóvember í fyrra í illviðri. Áhöfninni var bjargað í annan bát. Heiðari tókst með góðri að- stoð að slá vír utan um bátinn þar sem hann lá á 70 faðma dýpi. Við leitina að bátnum og við að slá utan um hann notuðu þeir félagar Bílabingó KA: Þrjár fengu Skodann - og skipta andvirði hans á milli sín Þrjár konur urðu sigurvegarar í bflabingói handknattleiks- deildar KA sem er nýlokið. Voru útdregin númer birt í Degi og konurnar þrjár fengu bingó er B-10 talan birtist. Þær heppnu heita Inga Dís Sig- urðardóttir, Matthildur Stefáns- dóttir og Margrét Jónsdóttir. Þær ákváðu að draga ekki um hver þeirra myndi hreppa vinninginn sem er Skoda bifreið, heldur hyggjast þær selja Skodann og skipta andvirði hans á milli sín. Þær fengu bifreiðina afhenta um helgina, og var þá meðfyigjandi mynd tekin. gk-. » Það er eftirvænting í svipnum. Enda ekki á hverjum degi sem menn komast í villibráð. Skotveiðifélag Eyjafjarðar og Sjailinn héldu villibráðarkvöld á laugardaginn. Mikill fjöldi bragðaði á krásunum og þótti þessi nýbreytni takast hið besta og góður rómur gerður að hversu vel hefði til tekist, bæði með glæsilegt hlaðborð og góðan mat. Mynd: gej neðansjávarmyndavél. Þegar reynt var að lyft bátnum upp í haust með spilinu á Flóabátnum Drangi slitnaði vírinn um það bil þegar báturinn var að byrja að lyftast af botninum. Ef á að takast að lyfta bátnum upp þarf að siá utan um hann sverari vír sem getur reynst tor- velt þar sem báturinn liggur það djúpt. Þess má geta að þyrla Landhelgisgæslunnar sem fórst í Jökulfjörðum lá á nokkuð minna dýpi og var björgun hennar þó talin afrek. -yk. Ingi er búinn að veiða 68 minka! „Ég er búinn að stunda minka- veiði hér í 10 ár og þetta verð- ur þriðja besta veiðiárið,“ sagði Ingi Ingason minkabani frá Skútustöðum í Mývatns- sveit. Ingi er búinn að ná 68 minkum á þessu ári. Ingi sagðist stunda minkaveið- ar allt árið og taldi sig halda hon- um niðri, að minsta kosti á sínu Frá afhendingu „bingóbílsins“ í gær. F.v. eru: Jóhann Karl Sigurðsson form. handknattleiksdeildar KA, Sigurður Pálsson með dóttur sína Ingu Dís sem átti bingóspjaldið, Þórunn Sigurðardóttir eiginkona Sigurðar, Haukur Jakobsson faðir Matthildar sem átti eitt vinningsspjaldið og bræðurnir Stefán og Davíð Stefánssynir sem móttóku bílinn fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur. KGA svæði, sem væri Mývatnssveitin. Mest af minknum veiðist í gildrur. Ekki taldi hann að fækk- un fugla tengdist veiði minksins, en vildi ekki fortaka að samhengi gæti verið þar á milli. Sagðist Ingi hafa fundið greni fýrir nokkrum árum þar sem 50 endur lágu drepnar. Slíkt er að vísu sjaldgæft. Hann taldi að oft gengi betur að veiða á veturna, því þá væri hægt að komast yfir meira svæði og fylgjast með slóðum eftir dýrið. Þess vegna væri mögulegt að sjá hversu mikið væri af mink. „Ef ekki er regluleg veiði og dýr- ið fær að vera í friði má búast við hinu versta. Þessi tala á eftir að hækka fram að áramótum hjá mér,“ sagði Ingi. Mesta veiði Inga var árið 1980, þá náði hann 100 minkum og árið 1976 voru þeir 94. Síðan 1976 hefur hann veitt 593 dýr. gej- Eining: Formannaskipti 1977. Hann er lærður járnsmiður og húsasmiður. Auk þess hefur hann unnið sem verkamaður og sjómaður til fjölda ára. Þegar Sævar var spurður um þau verk- efni sem efst væru á baugi þessa daganna, sagði hann að komandi samningar kæmu til með að taka mikinn tíma. „Það er mikið starf, oft erfitt og tímafrekt að standa í samningum. Þess vegna má búast við að komandi samningar verði engin undantekning hvað það varðar.“ Samkvæmt félagslögum Ein- ingar er aðalfundur haldinn í febrúar eða mars. Formlegt for- mannskjör fer þá fram. Þegar fráfarandi formaður Jón Helga- son lét af embætti lét hann í ljós þá ósk að nýi formaðurinn hlyti gott fylgi á þeim fundi. Þess vegna m.a. hefði hann hætt for- mennsku nú, til að verðandi for- maður fengi að vinna að komandi samningum. Við óskum Sævari velfarnaðar í nýja starfinu. gej- Eigandi Þórunnar ÞH: „Reyni kannski aftur í vor“ Á fundi sem haldinn var í stjórn Verkalýðsfélagsins Ein- ingar s.l. föstudagskvöld var gengið frá formannaskiptum í félaginu. Jón Helgason sem verið hefur starfsmaður félags- ins yfir 20 ár, þar af formaður í 12 ár lætur af störfum og við tekur Sævar Frímannsson sem verið hefur varaformaður undanfarin ár. Sævar hóf störf hjá félaginu Sævar Frímannsson formaður Einingar. Siglufjörður: Bræðslan gengur vel „Vel gengur að koma loðnunni sem veiðist þessa daga í gjald- eyri,“ eins og góður Siglfirð- ingur vildi orða það. Farið var að þrengjast um þró- arrými, en úr rætist nú því hluta af mjöli, um 1100 tonnum var komið í skip til útflutnings. Einn- ig var farið að þrengjast um með lýsisgeymslu, en skip er nú að taka lýsi sem flutt verður til Bretlands. Bræðslan gengur vel þrátt fyrir smáörðugleika í nýju verksmiðj- unni. Reiknað er með að þróar- rými fyrir 10 þúsund tonn losni um helgina. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.