Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 2. desember 1985 Konráð Óskarsson stóð sig best Þórsara um helgina. ________________Jþróttic_ Þór skoraði 13 síðustu stigin! - og sigraði Reyni 66:57 Frábær endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur gegn Reyni í 1. deildinni í körfuknattleik á laugardag er liðin léku í Sand- gerði, úrslitin 66:57. Endasprettur Þórs var stórgóð- ur en áður en hann kom til benti fátt til að liðið myndi hafa sigur í þessum leik. Þegar 6 mín. voru til leiksloka var staðan 57:53 Reyni í vil, en Þórsarar settu þá í kraftgír og skoruðu síðustu 13 stig leiksins og sigruðu örugg- lega. Þórsarar byrjuðu þennan leik vel og náðu fljótlega forustunni 13:9. Reynismenn komust hins vegar yfir 24:23 og juku síðan muninn þannig að þeir leiddu í hálfleik 33:29. Framan af síðari hálfleik hélst þessi munur svo til óbreyttur þar til Konráð Óskarsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Þór og minnkaði muninn í eitt stig 52:53. Reynismenn juku við for- skot sitt og komust yfir 57:53 og lokamínútum leiksins var lýst hér að framan. Lið Þórs átti í heild góðan leik og skorið dreifðist nokkuð jafnt á milli manna. Mest áberandi í liði Þórs var Konráð Óskarsson en hann þyrfti að passa sig betur í vörninni svo hann fái ekki jafn- an dæmt á sig mikið af óþarfa villum. Jóhann Sigurðsson og Hólmar Ástvaldsson voru góðir og börðust vel. Björn Sveinsson var hins vegar heillum horfinn að þessu sinni, átti talsvert af mis- heppnuðum sendingum og skor- aði ekki eitt einast stig í leiknum. Stigahæstir í liði Þórs voru Konráð með 20 stig, Hólmar 14, Jóhann 12. Langbestu menn Reynis voru Jón Sveinsson og Gylfi Þorkelsson sem skoruðu saman um 40 af stigum Reynis. - AE Oruggt hjá Þór „Vörnin vandamál einn leikinn enn“ - þegar Völsungar töpuðu á Skaganum 23:32 „Ég er ánægður með fyrri hálf- leikinn en það sem brást í síð- ari hálfleik var að við létum verja hjá okkur í dauðafærum hvað eftir annað. Þá var vörn- in vandamál einn leikinn enn,“ sagði Pétur Pétursson leikmaður Völsungs eftir stór- tap á Akranesi í 3. deildinn á föstudagskvöld. Það leit ekki vel út í byrjun hjá norðanmönnum því þeim tókst ekki að skora fyrr en á 8. mínútu leiksins er Skagamenn voru kómnir í 3:0. Völsungarnir voru afskaplega daufir í byrjun og eftir 20 mín. leik var staðan 12:7 ÍA í vil. Völsungar tóku þá mikinn kipp og þegar flautað var til leikhlés voru þeir komnir yfir 14:13 eftir að hafa skorað 7 mörk síðustu 8 mín. hálfleiksins. í upphafi síðari hálfleiksins fóru Völsungarnir aftur á taugum og Skagamenn skoruðu 5 fyrstu mörk hálfleiksins, staðan orðin 18:14. Völsungar náðu ekki að rétta sinn hlut eftir það og þegar skammt var til leiksloka var stað- an orðin 32:23 og urðu það úrslit leiksins. Bestir Völsunga voru Helgi Helgason, Ómar Rafnsson og Sigmundur Hreiðarsson. Mörk Völsunga gerðu Ómar Rafnsson 6, Sigmundur Hreiðarsson 4, Bjarni Bogason 3, Sigurður Þrastarsson 3, Helgi Helgason 3, Pétur Pétursson 2 og Pálmi Pálmason 2. - KK Á föstudagskvöld léku Þórsar- ar gegn Skallagrími í 3. deild- inni í handknattleik og fór leikurinn fram í Borgarnesi. Þórsarar unnu öruggan sigur 24:18. Fyrri hálfleikur var jafn allan tímann og staðan í hálfleik 11:10 fyrir Þór. í byrjun síðari hálfleik gerðu Þórsarar hins vegar út um leikinn er þeir skoruðu 7 mörk í röð og staðan var orðin 18:10. Skallagrímsmönnum tókst ekki að skora fyrr en eftir 15 mínútur og á fyrstu 20 mfn. hálfleiksins skoruðu þeir aðeins tvö mörk. Þetta var því létt hjá Þór og fengu allir leikmenn Þórs að spreyta sig að þessu sinni. Bestir í liði Þórs voru mark- vörðurinn Hermann Karlsson sem varði 16 skot í leiknum og Axel Stefánsson, ungur og efni- legur leikmaður úr 3. flokki. í liði Skallagríms var Björgvin Björg- vinsson langbestur og skoraði hann 14 af mörkum liðsins þótt hann væri tekinn úr umferð allan leikinn!!! Mörk Þórs skoruðu Ingólfur Samúelsson 7(4), Jóhann Sam- úelsson 5, Kristinn Hreinsson 5, Gunnar Gunnarsson 3, Sigurpáll Aðalsteinsson 3 og Ólafur Hilm- arsson eitt. - KK Þórsarar töpuðu á lokamúnútunum „í þessum leik misnotuðum við vítakast á örlagastundu og einnig var vörnin ekki nógu góð. Hins vegar er ég nokkuð ánægður með þessa ferð, sér- staklega ef miðað er við síðasta heimaleik okkar sem var hörmulegur,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Þórs í handknattleik eftir naumt tap Þórs gegn ÍA í leik liðanna í 3. deild á Akranesi um helgina. Leikurinn var jafn framan af og jafnt á öllum tölum upp í 8:8. Þá skoruðu Skagamenn tvö mörk í röð og breyttu stöðunni í 10:8. Þórsarar voru ekki af baki dottnir og svöruðu með þremur mörkum í röð og komust yfir 11:10. Næstu tvö mörk komu frá heimamönn- um sem þar með komust yfir 12:11. Liðin skoruðu síðan á víxl en í hálfleik leiddi Akranesliðið 15:14. - Akranes - Þór 29:26 í síðari hálfleik var sama uppi á teningnum. Jafnt var 19:19 og aftur var jafnt 25:25. Þá skoruðu Skagamenn 3 mörk í röð og stað- an orðin 28:25, tvær mfnútur eftir og úrslit leiksins ráðin. Þó voru tveir Skagamenn reknir útaf eftir þetta og Þórsliðið fékk vítakast sem var misnotað. Þór náði að- eins að skora eitt mark eftir þetta og Pétur Ingólfsson skoraði síð- asta mark leiksins fyrir Skaga- menn úr aukakasti eftir að leik- tíma var lokið. Úrslitin því 29:26 Akranesliðinu í vil. Bestir Þórsara voru Sigurpáll Aðalsteinsson og Kristinn Hreinsson en Pétur Ingólfsson bestur í liði heimamanna. Mörk Þórs skoruðu Jóhann Samúelsson 5, Sigurpáll 5, Ing- ólfur Samúelsson 5 (4), Kristinn Hreinsson 4, Gunnar Gunnars- son 4 og Ólafur Hilmarsson 3. Pétur Ingólfsson skoraði 10 af mörkum Skagamanna. - KK Jóhann Samúelsson skoraði 5 mörk gegn Skagamönnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.