Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 2. desember 1985 á Ijósvakanum J.R. í opinskáu einkaviðtali við Dag: „Er viðkvæniur maður“ Hann kemur yfirleitt í heimsókn til þín á miðvikudagskvöldum. Þú hefur þekkt hann í nokkur ár. Kannski líkar þér við hann, kannski ekki. Það eru til dæmi um menn sem beinlínis hata hann. Samt er honum alltaf hleypt inn. Hann er ómissandi. Hann er J.R. Hann sagðist hafa einfaldan smekk. „Mér líka kú- rekahattar.“ J.R. féllst á að segja lesendum Dags af sjálfum sér og fjölskyldu sinni. „Er ekki kalt á Akureyri?" var það fyrsta sem J.R. sagði er við hittumst á Vaxmyndasafninu í London nýlega. Síðan lét hann í Ijós mikinn áhuga á að koma hing- að í heimsókn. „Ég verð sennilega að kaupa mér húfu,“ sagði hann og brosti góðlátlega út í annað. - Þú getur verið ansi spaugsam- ur, J.R.? „Já, það er sagt um mig að brandararnir mínir hitti stundum, já eða eiginlega alitaf í mark. Ég veit svo sem ekki hvað er hæft í því.“ Alltaf hógvær J.R. Égbað J.R. að segja mérofurlít- ið af sjálfum sér. „Ég er viðkvæmur maður. í rauninni mjög viðkvæmur. Satt best að segja ofboðslega viðkvæm- ur. En sem karlmaður sem ég óneitanlega er, þá get ég ekki og má ekki láta í ljós tilfinningar mínar. Ég verð að standa mig í þeim harða heimi sem ég lifi og hrærist í. En ég á mínar stundir með sjálfum mér þar sem ég met stöðuna og hvað mér beri að gera. Ég reyni að bæta mig og ég tel mig góðan mann. Góðan eiginmann og góðan föður. Ég er góður við móð- ur mína, enda er hún mér geysimik- ils virði.“ Bisness er bisness - Góður eiginmaður segirðu. Sofa ekki góðir eiginmenn heima hjá sér? „Jú, þeir gera það, svona yfir- leitt. En af viðskiptafræðilegum ástæðum hef ég stundum neyðst til að sofa annars staðar. Bisness er bisness. Ég hef valið mér þetta starf og verð að standa mig í því og þess vegna verð ég stundum að gera hluti sem mér eru allt að því á móti skapi. Eins og ég sagði, ég er við- kvæmur maður og . . .“ Við skulum víkja að öðru. Stað- an á Southfork í dag, er hún ekki umdeilanleg. Hver er í rauninni staða þín gagnvart bróður þínum, Bobby? Er ekkert fyrir pukur „Bobby er drengur góður. í öllum aðalatriðum. Það sem spillt hefur fyrir honum er að hann giftist inn í ranga fjölskyldu. Þetta hefði verið mikið auðveldara og ekki eins mik- ið af vandamálum ef hann hefði tekið mig til fyrirmyndar. Hann lætur svo margt hlaupa með sig í gönur, t.d. skapið og ástina. Þrátt fyrir allt þetta, þá erum við nokkuð góðir bræðurnir. En þú spyrð um stöðu mína gagnvart bróður mínum. Já, góð spurning. Þetta er ósköp einfalt mál. Ég er og á að vera leiðtoginn þá fer allt vel. Ég er fæddur leiðtogi, enda í hrútsmerk- inu. En Bobby hefur verið að reyna að hrifsa til sín völdin og hann telur sig hafa sterka réttlætiskennd og allt það. Að því leytinu minnir hann mig á kvennabaráttukonur eða hvað þær heita. Ég hef einfalda skoðun á þessu máli. Konur eiga heima í eldhúsinu. Það er þeirra vettvangur. Bobby á heima á smurstöð. Já, ég er hreinskilinn maður og kem til minna dyra eins og ég er klæddur. Ég þori að segja mína meiningu og er ekkert fyrir pukur.“ Heiðarleg og samhent fjölskylda - Ef ég má koma með eina við- kvæma spurningu. Þið á Southfork eruð ríkari en gengur og gerist. Hafið þið ávaxtað ykkar fé á heið- arlegan hátt? „Við erum vel efnuð, það er rétt. Og ég held ég geti svarað spurningu þinni játandi. Við erum heiðarleg og samhent fjölskylda sem höfum unnið saman að því að skapa okkur fallegt og gott heimili. Kærleiks- heimili vil ég kalla það. Þar líður okkur vel og okkur liði ekki vei nema af því við vinnum heiðarlega vinnu. Hins vegar þá er því ekki að neita að fólk talar mikið um okkur og telur jafnvel að maðkur hljóti að vera í mysunni. En ég lýsi því hér með yfir að ég get bara sýnt þessu sama fólki í mysuflöskuna okkar og þá ættu allir að sjá að þar er enginn maðkur. En allt umtalið fer illa með mig, ég er viðkvæmur maður eins og ég sagði áður og tek þetta nærri mér. Saumaklúbbar eru að tala um sundlaugina okkar, eins og við séum eina fólkið í landinu sem eigum sundlaug! Við viljum hafa okkar sundlaug í friði og það er með mínum bestu minningum þeg- ar allt lék í lyndi, að ég kem gang- andi út á veröndina sólríkan morg- un í júní. Held á kúrekahattinum mínum undir hendinni, tek glas af appelsínusafa af morgunverðar- borðinu, kyssi mömmu létt á kinn- ina og geng að sundlauginni þar sem kona mín SuEllen er að synda sér til hressingar. Og þar sem hún kemur á skriðsundinu fersk og vatnið drjúpandi af henni, þá brýst sólin fram og sendir lítinn geisla yfir okkur hjónin bæði. Þessu er mér ógleymanlegt að gleyma . . .“ # Reksturinn aldrei gengið betur... Það er skýtur óneitanlega dálitið skökku við að heyra framkvæmdastjóra þekkts fyrirtækls á Akur- eyri lýsa því yfir í út- varpsviðtali í síðustu viku að reksturinn hefði aldrei gengið betur en siðasta ár. A sama tfma eru að birtast auglýsingar um að eignir vfðkomandl fyrir- tækis skuli seldar á nauð- ungaruppboði. En þetta er e.t.v. dæmigert fyrir þá stöðu sem margir eru komnir f vegna þess að reksturinn stendur ekki undir afborgunum með háum vöxtum. # Ðaulaðu nú.... Uppboðsauglýsingar eru því miður orðnar mjög al- gengar i blöðum. Þeir sem hafa verið viðstaddir upp- boðshald vita að ótrúleg- ustu hlutir eru þar falir, oft gegn vægu gjaldi. I Vestfirska fréttablaðínu sem kom út í síðustu viku er m.a. auglýsing um nauðungaruppboð. í aug- lýsingunni er talið upp hvað verði selt á uppboð- Inu og þar sést að Búkolla verður seld hæstbjóð- anda. S&S þykir hart til þess að vita að Búkollu bíði svo ömurleg örlög að verða seld á uppboði. Það er þó kannski ekkert skrýtíð því hún hefur greinilega glatað töfra- mætti sínum. Þelr sem lesið hafa söguna um Búkollu vita að ef eigandi hennar komst f einhver vandræði var nóg fyrlr hann að slíta hár úr hala hennar og leggja það á jörðína og þá reddaði Búkolla málunum. Það er af sem áður var.... # Gjaldþrota- skriða Auglýslngar um nauðung- aruppboð hafa sjaldan verið fleiri en nú siðustu daga. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar eru orðin svo illa stödd að ekkert getur bjargað þeim frá gjaldþroti. Ottast sumir að gjaldþrotin kunni að reyn- ast keðjuverkandi þar sem ýmsir fari á hausinn þegar í Ijós kemur að skuldunautar þeirra eru gjaldþrota og geta ekki borgað. Félagamir í Hananú birtast á skjánum í kvöld. sionvarpi MÁNUDAGUR 2. nóvember 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 27. nóvember. 19.25 Aftanstund. Bamaþáttur. Tommi og Jemii, Hananú, brúðu- mynd frá Tékkóslóvakíu og Dýrin í Fagraskógi, teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvakíu. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.45 Móðurmálið - Framburður Áttundi þáttur: AðaUega um atkvæði og hljóðbreyt- ingar. Umsjónarmaður: Ámi Böðvarsson. 21.05 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjami Felixson. 21.45 Húsnæði til leigu. (Villa zu vermieten) Þýskt sjónvarpsleikrit eftir Heinz Meising. Leikstjóri: Thomas Engel. Aðalhlutverk: Edith Heer- degen og Ruth Hellberg. Aldraðar tvíburasystur taka upp á því að auglýsa húsnæði til leigu til að komast á ný í samband við annað fólk. Auglýsingin ber tilætlaðan árangur og gott betur. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. útvarpM MÁNUDAGUR 2. desember 11.10 Úr atvinnulífinu - Stjómun og rekstur. Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson. 11.30 Stefnur. Haukur Ágústsson kynnir tónlist. (Frá Akureyri). 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar ■ Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Sam- vera. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 Miðdegissagan: „Sög- ur úr lífi mínu" eftir Sven B. F. Janson. Þorleifur Hauksson les þýðingu sína (6). 14.30 íslensk tónlist. 15.15 Á ferð með Sveini Einarssyni. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 15.50 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið Meðal efnis: „Ivik bjam- dýrsbani" eftir Pipaluk Freuchen. Sigurður Gunnarsson þýddi. Guðrún Guðlaugs- dóttir les (4). Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laugardegi sem Gunnlaug- ur Ingólfsson flytur. 17.50 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Brynjólfur Bjarnason fyrr- verandi ráðherra talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Spjall um þjóðfræði. Dr. Jón Hnefill Aðalsteins- son tekur saman og flytur. b. Einsöngur. Þorsteinn Hannesson syngur. c. Stjáni litli til sjós og í sveit. Ragnar Þorsteinsson les frásöguþátt um Kristján Jóhannesson. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (22). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Rif úr mannsins síðu. Þáttur í umsjá Sigríðar Árnadóttur og Margrétar Oddsdóttur. 23.10 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 28. f.m. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónasdóttir les. 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Mar- grétar Jónsdóttur frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. I rás 21 MANUDAGUR 2. desembor 10.00-10.30 Ekki á morg- un... heldur hinn. Dagskrá fyrir yngstu hlustenduma frá barna- og unglingadeild útvarps- ins. Stjórnendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Valdis Ósk- arsdóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Hlé. 14.00-16.00 Út um hvippinn og hvappinn. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 16.00-18.00 Allt og sumt. Stjómandi: Helgi Már Barðason. 3ja mín. fréttir kl. 11,15,16, og 17. 17.00-18.00 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.