Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 2. desember 1985 2. desember 1985 - DAGUR - 9 Gunnar og Colin: „Gott að vera á Dalvík“. Litið inn í Tónlistarskóla Dalvíkur: „Þetta er toppskoh Við íslendingar eigum heims- met í rnörgu. Þá er oftast mið- að við fólksfjölda. Ætli við eig- um ekki met í fjölda tónlistar- skóla. Allavega eru þeir margir, stórir og smáir víða um land. Dalvíkingar eru ánægðir með sinn tónlistarskóla. Þeir sem til þekkja segja að það sé eölilegt. Að minnsta kosti er mikill áhugi á tónlist í þeim ágæta bæ Dalvík. Gestur Hjörleifsson söngstjóri stofn- aði Tónlistarskóla Dalvíkur árið 1961. Síðan þá hefur verið mikill og ör vöxtur í tónlistar- lífi staðarins. Það gafst ekki mikill tími til að ræða við kennara eða nemendur er við litum inn í „Tónó“ á Dalvík fyrir stuttu. Við gengum inn í stórt og virðulegt húsið, sem áður var heilsuverndarstöð og lækn- isbústaður. Hefur það gengið undir nafninu Gimli. Það var ekki mannveru að sjá, en einhver var í húsinu því tónlist heyrðist úr einu herberginu. Það var ekki um annað að ræða en bíða í ró- legheitum eftir því að einhver léti Myndir: ge. Freydís með trefil við píanóið sjá sig, kennari eða nemandi. Það leið ekki á löngu þar til tón- listin hætti og út úr stofu komu bæði nemandi og kennari. Nem- andinn var fljótur að drífa sig út, en kennarinn gat ekki farið því ennþá átti hann von á nemend- um. Gunnar Jónsson heitir hann og kom til starfa til skólans í haust. Hann er Ólafsfirðingur að uppruna. Var í tónlistarnámi hjá Ragnari H. Ragnar og við Tón- listarskólann á Akureyri, þar sem hann lauk prófi í píanóleik. Síð- an var hann við kennaranám í Reykjavík og kom eins og áður sagði til Dalvíkur s.l. haust. - Hvers vegna fórstu ekki á heimaslóðir til Ólafsfjarðar að kenna? „Það er einfalt mál, það vant- aði ekki kennara þar, svo ég kom hingað.“ - Rígur milli Ólafsfirðinga og Dalvíkinga? Gunnar hlær góðlátlega. „Hann bitnar að minnsta kosti ekki á mér, því mér líkar mjög vel hérna. Svo er stutt fyrir Múl- ann þegar færðin er góð.“ - Við Gunnar erum ekki komnir lengra í samtalinu þegar inn kemur Colin P. Virr, sem nú er skólastjóri Tónlistarskóla Dal- víkur. Hann er hressilegur ungur maður, breskur að ætt og upp- runa. - Hvenær komst þú til Dalvík- ur? „í nóvember 1982. Þá var ég búinn með tónlistarnám heima í Bretlandi. Það var mjög erfitt að fá vinnu þar, svo ég sló til og kom hingað. Upphaflega ætlaði ég að vera 1 ár. En eftir það tók ég ákvörðun um að vera í 5 ár. Við skulum sjá hvernig það fer.“ - Er mikill munur á ungum nemendum í Bretlandi og Dalvík? Colin glottir. „Hann er mikill. Krakkar í Bretlandi eru erfiðir. Þeir eru í alls konar efnum, sniffi, hassi og öðrum óþverra. Það er svo slæmt að margir kennarar hafa ekki kjark til að vinna við skóla í London. Nem- endurnir eru svo voðalega erfið- ir. Þeir eiga það til að henda borðum og stólum um allt. Marg- ir kennara fara alveg á taugum við þetta.“ - Kastaðir þú stólum og borðum? „Nei ég gerði það ekki.“ Þeir félagarnir hlæja. „Nemendur hér á Dalvík henda ekki húsgogn- um.“ Þeir Gunnar og Colin voru sammála um að áhugi væri mjög mikill. „Hér er fólk á öllum aldri við nám,“ segir Gunnar. „Margt fólk sem komið er yfir þennan venjulega skólaaldur er hér í námi. Það vill kunna að spila fyr- ir sig og sína, á gítar, orgel eða píanó. Þetta er mjög skemmti- legt. Enda held ég að þessi skóli sé með þeim stærstu miðað við þessa frægu höfðatölu. Það eru 134 nemendur í skólanum, sem jafngildir því að þúsund nemendur væru í slíku námi á Akureyri. Að öðru leyti erum við ekki að miða okkur við Akureyri að stærð, því þar er mikill fjöldi kennara, en við erum þrjú hér á Dalvík." - Tracy Wheeler er þriðji kennarinn við skólann. Þennan eftirmiðdag var hún að kenna tónlist við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Þar fer hluti kennslunnar fram, svo nemendur í þeim skóla þurfi ekki að fara norður á Dalvík til að sækja tíma. - Þrír kennarar og hundrað þrjátíu og fjórir nemendur. Þurfa kennararnir ekki að vera mjög fjölhæfir og kenna á mörg hljóð- færi. „Ekki veit ég um fjölhæfnina. Ég kenni á píanó, gítar og blokkflautu. Ég byrjaði að læra á gítar og var við það nám í 5 ár. Síðan söðlaði ég um og byrjaði á píanóinu." - Colin? „Ég kenni á píanó, orgel, blokkflautu, þverflautu og gítar. Auk þess stjórna ég samkór Dal- víkur.“ - Það er þá nóg að gera hjá tónlistarkennurum á Dalvík. Spilið þið á skemmtunum og öðru slíku? Colin hefur orðið. „Það er gott að liafa nóg að gera. Við höfum farið á staði hér í kring. Það hef- ur verið farið í Hrísey, Grímsey og fleiri staði.“ Gunnar skýtur inn í: „Ég hef verið beðinn um að spila á einni árshátíð eftir áramót- in “ - gej Var mikið sungið á þínu heimili? Er titill nýrrar hljómplötu sem er rétt nýlega gott ef ekki kom- in á markaðinn. Líklegt þó að hún sé komin. Þar hefur verið þrykkt á plast hljómlist Skrið- jöklanna. Hinnar góðkunnu hljómsveitar sem allir íslend- ingar þekkja. Um daginn var „Átta stjörnu kvöld í Sjallanum", þegar Skrið- jöklar kynntu hina nýútkomnu plötu sína. Að vísu var umslagið þá komið til bæjarins, en það er varla nóg. Það var mikið fjör í drengjun- um. eins og þeirra er von og vísa- kort. Það var mál manna, að aldrei áður hefðu Skriðjöklar spilað jafn vel og þeir gerðu þetta kvöld í Sjallanum. - KGA. _bækuc_____________ Saga mannkyns 6. bindi Síðmiðaldir í Evrópu Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér 6. bindið af Sögu mannkyns. Það fjallar um síðmiðaldir í Evrópu, tíma- bilið 1300-1500 og ber heitið Evrópa vid tímamót. Höfundur er Káre Lunden, prófessor við há- skólann í Osló, og þýðandi Snæ- björn Jóhannsson, cand. mag. Þetta tímabil síðast á miðöld- um er eitt hið einkennilegasta sem yfir Evrópu hefur gengið. Lénsskipulagið var að hrynja til grunna sem stafaði af því að lénsmannastéttin kaus að leggja fjármagn sitt í stríðsrekstur til að efla samfélagsstöðu sína í stað þess að leggja það í atvinnutæk- in. Bændur voru félausir og áhugalausir vegna þess hve lítið þeir báru úr býtum. Afleiðingin var einhver harðasta kreppa sem yfir Evrópu hefur dunið og fólks- fækkun um 50-60%. Minnkandi tekjur lénsmann- anna leiddu til innbyrðis ófriðar sem gerði þessa stétt mjög mátt- litla. Konungsvaldið styrktist við það og samfara auknum sam- skiptum milli þjóða og við áðrar heimsálfur kom ný stétt til sög- unnar - borgarastéttin (kaup- menn og iðnaðarmenn) og bendir fram til þess sem koma skyldi. Samfara þessu þróuðust listir í Evrópu ekki síst byggingar- og myndlist eins og glöggt kemur fram í myndaefni bókarinnar. Þetta 6. bindi af Sögu mann- kyns er með bóka- og nafnaskrá 272 bls. að stærð. Myndaefnið er bæði mikið og frábært. Bókin er sett og filmutekin í Prentsmiðj- unni Ódda, en prentuð og bundin í Belgíu. Hljómur hamingjunnar - Ný ástarsaga eftir Nettu Muskett Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir ensku skáldkonuna Nettu Muskett í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Áður hefur Hörpuútgáfan gefið út fjórar bækur eftir þennan höfund. Árum saman hafði Anne starf- að sem kennslukona við héraðs- skóla. Svarta skólataflan og töflukrítin var það sem líf hennar snerist um. Övænt hittir hún hefðarkonuna Gillina, sem er svo lík henni að ógerningur er að Hijómur þekkja þær í sundur. Gillian ákveður að notfæra sér þessar óvenjulegu aðstæður og fær Anne til þess að vera staðgengil sinn á óðalssetrinu Wynchombe. Við það verða straumhvörf í lífi kennslukonunnar. Hún er skyndilega orðin miðdepill sam- kvæmislífsins. Öskubuskan er orðin glæsibúin hefðarkona í hópi fjölda aðdáenda. Vandinn er mikill að sneiða hjá óvæntum uppákomum í þessu nýja hlut- verki. Þetta er hrífandi og spennandi ástarsaga sem veldur ekki von- brigðum. Netta Muskett er met- söluhöfundur. Bækur hennar eru gefnar út í milljónum eintaka. Hljómur hamingjunnar er 171 bls. Prentuð og bundin í Prent- verki Akraness hf. Hannes Þ. Hafstein Svo segja spakir menn að ævi hinna góðu og gegnu þjóðfélags- þegna líði allt of fljótt. Mér koma þessi orð í hug þegar ég verð að horfast í augu við þá staðreynd að bekkjarbróðir minn og vinur er allt í einu orðinn sextugur. Enda þótt það séu brátt 4 tugir ára síðan leiðir skildu eftir stúd- entsprófið í MA er engu líkara en ég hafi lifað í þeirri dul að tím- inn standi kyrr þegar gamlir vinir eru annars vegar, enda er til gam- alt orðtak sem segir að „sjaldan eldast skólabræður". Hannes Þórður Hafstein fædd- ist 29. nóvember 1925 og var yngstur í stórum og glæsilegum systkinahópi. Foreldrar hans voru Þórunn og Júlíus Havsteen sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Eftir stúdentspróf fóru sumir að fullnuma sig í „Iagabraski og refjum", aðrir að kynna sér betur för Þórs til Útgarða-Loka, reikna út „burðarmagn og þensluþol“ og guð veit hvað, en það var hafið sem heillaði Hannes Hafstein. Hann réðst til bandarísku strand- gæslunnar á Norður-Atlantshafi til að kynna sér landhelgisgæslu og annað eftirlit. Á þeim Kalda- dal fann hann þróttinn í sjálfum sér og sú reynsla átti síðar eftir að koma í góðar þarfir. Eftir þetta fór hann í Stýrimannaskólann og að prófi loknu var hann stýrimað- sextugur ur á Gullfossi um árabil, en oft fer það svo að sjómaður kemur í land og sú varð raunin með Hannes Hafstein. Hann réðst til Slysavarnafélagsins og er nú framkvæmdastjóri þess. Þar hefir hann haft ærið að starfa og stríða við björgunarstörf og leit á landi og sjó. Hann hefir átt marga and- vökunótt í beig og kvíða þeirra sem vonast eftir björgun og hjálp á stund neyðarinnar. Raunar held ég að Hannes hafi notið þess að heyja þessar erfiðu glímur viö höfuðskepnurnar og hann er um margt mikill hamingjumaður og vil ég í því sambandi nefna fyrst konu hans frú Sigrúnu Stefáns- dóttur. Ég minnist margra góðra stunda á heimili þeirra og þeim er gefið mikið barnalán. Eitt er enn ótalið - hann hefir alla tíð verið lífið og sálin í að halda við sam- bandi okkar bekkjarsystkinanna. Hann hefir alltaf verið hinn sjálf- sagði og sjálfkjörni foringi, en jafnframt hinn besti félagi og vinur. Ég ætla að það séu margir fleiri en ég sem hugsa til hans með þakklæti á þessum tímamót- um og ég vil enda þessar fáu og fátæklegu línur með þökkum fyr- ir „góða, gamla tíð með gull í mund“ og hugheilum árnaðar- óskum - „noch lebt die alte Treue“. a.K. Tinni, Tobbi og Kolbeinn vita vel aö safnast þegar saman kemur. Tinnasparibaukurinn fæst aðeins hjá okkur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.