Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 7
2. desember 1985 - DAGUR - 7 Joækuc_____________________ Bolli Gústavsson: Litið út um Ijóra Útg. Skjaldborg. Séra Bolli hefur góðan „málróm“, réttan andardrátt í stíl. Hann er snillingur þáttagerð- ar, svo og einstakrar ræðu: Inn- blásinn á stundum og fundvís á týnda smámuni er öðrum sést yfir. Fræðasinni er hann, vinnu- gefinn, allt að því nostursamur, sem er nauðsyn slíkum, eins og þeim er hreinsar dún. Ég kann að meta flest í þessari nýju bók: Lit- ið út um Ijóra, það er margt að sjá úr glugga þeim og sá er þar gægist er sjónskarpur, hefur arn- araugu og grípur það sem glóir, fægir það og slípar, réttir okkur það svo hlæjandi og segir: Sjáið hvað ég fann! Var ekki uppgötv- an hans um að vísan fræga um Arnljót á Bægisá: Mér er um og ó um Ljót, væri eftir Björn í Laufási, ekki Pál Ólafsson, sönn- un um fundvísi? í nýju bókinni finnast þessa sama dæmi: í rabbi við Bjarna frá Gröf, skömmu fyrir dauða hans, hjó Bolli eftir nýstárlegri hugmynd Bjarna, og kemur henni nú á framfæri: Bjarni var uppalinn í nánd Borgarvirkis; hann fylgdi oft ferðalöngum þangað og þuldi þeim þá fræðin um Víga-Barða og mörsiðrið, eftir bók. Löngu seinna sá hann náttúrulífsmynd af slóðum Kelta, þar komu myndir af steinbyrgj- um þeirra. Pá rann upp ljós fyrir þeim aldna: Borgarvirki var ekki víghreiður heldur helgisetur, hlaðið af „Pöpum“, kannski hið fyrsta musteri á landi voru. Þetta þykja mér sem sannindi. Kafli er hér um Björn Bjarna- son, sýslu- og alþingismann. Hann vann menningu okkar ómælt gagn sem ungur skólamað- ur úti í Kaupmannahöfn. Hann kynnti þjóðinni málaralistina fyrstur manna. Hann hvatti ákaft til að koma upp söfnum, t.d. náttúrugripa, o.s.frv. Pessa er ekki getið þar sem við á. Pá vann hann bókmenntum gagn svo um munaði, stofnaði tímaritið Heimdall, hafði mikil áhrif á „Verðandi-menn“, kynnti þá Brandesi; og þekkjum við svo af- leiðingar þessa á bókfræðin. Hann var jafn vinur Hannesar Hafsteins og Valtýs Guðmunds- sonar og „innspíraði“ þá. Petta má heldur ekki nefna þar sem við á. Við erum stundum feimnir við frumkvöðlana. Og Björn þessi stofnaði fami- líusjúrnalinn „Hjemmet", sem enn er keyptur hingað til lands af Dönum. Öllu þess kemur nú Bolli á framfæri og þykir nóg um þögnina. Pað eru 15 þættir í bókinni um menn og málefni. Ég nefni í við- bót merkan þátt um Davíð skáld frá Fagraskógi og einkar hlýjan og skilningsríkan þátt um Karl ísfeld, blaðamann og skáld, þann er þýddi Kalevala. Ékki má gleyma að séra Bolli er teiknari góður og vitanlega skreylir hann bækur sínar. Hér eru afbragðs mannamyndir tengdar þáttunum. Bolli er fyrsti myndgerðarmaður sem sýnir Stephan G. brosandi. Petta þótti mér djúpskyggni. Vitanlega átti jafn göfug sál bros. Þetta er 228 bls. bók, myndar- leg upp á að sjá og eftir að líta. Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum: Ritsafn II. Útg. Sögufélag Skagfiröinga Pað vill svo til að greinargerð umsjónarmanna þessa bindis á baksíðunni er svo greinargóð að þar verðurekki um bætt. Bókinni er því mestur greiði gerður, svo og lesendum með því að endur- prenta þeirra kynningu. „f fyrsta bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum var prentuð Djúpdælasaga, stærsta verk hans á löngum ritferli. í þessu bindi eru hins vegar níu sagnaþættÍT, fjölbreyttir að efni í Flatatungumönnum er fjallað um ábúendur Flatatungu frá önd- , verðu fram á þessa öld, eftir því sem heimildir greina og koma margir við sögu. Flatatunga og Bjarnastaðahlíð heitir þáttur um Flatatungufjalir, og þar er reynt að skýra með hvaða hætti þessi forni útskurður barst milli bæja. Flalldór Kláus Brynjólfsson er aðalpersóna í samnefndum þætti, auðnulítill smiður af háum ættum, hagleiksmaður mikill, en ölkær og brokkgengur. Sagnir um Ásmund prest Gunnlaugsson eru margar og lit- ríkar, enda var klerkur umdeild- ur og stóð einatt í stórræðum, hvort sem hann þjónaði kalli vestur í Dölum eða í Siglufirði; bjó lengst prestlaus í Mikley í Hólmi. ítarlegur þáttur er af Stefáni lækni á Egilsá, Tómassyni. Hann var hæfileikamaður og lærði tals- vert í læknisfræði, en ýmsar kynjasagnir fóru af honum þegar í lifandi lífi, enda var hátterni hans sumt ekki af hversdagslegu tagi. Þáttur er um Jón Jónasson, Grundarkots-Jón, sem bjó í Blönduhlíð á seinni hluta 19. ald- ar og átti einatt í mesta basli, en var góður hagyrðingur. í þætti af Kota-Brandi er lýst Hildibrandi Jónssyni á Ytri- Kotum, kynlegum kvisti, greiða- manni miklum, sem kunnur varð fyrir sérkennileg tilsvör sín. Hannes Hannesson á Reykjar- hóli var móðurbróðir Stephans G. Stephanssonar, bóndi á Reykjarhóli og víðar, lífsnautna- maður og gekk ekki gróinn stíg. Loks er að geta þáttar um Hákarlsstuldinn, Jón dauðablóð og Guðmund flæking, þar sem er lýst sérkennilegu þjófnaðar- máli í Blönduhlíð og kvæði sem um það var ort. Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Pórdís Magnúsdóttir önnuð- ust útgáfuna. Dreifingu utan Skagafjarðar annast Bókaforlag Odds Björns- sonar Akureyri." Stefán á Höskuldsstöðum tók fræði sín alvarlega og þó að hann hafi áhuga á sérkennilegu fólki þá hlær hann ekki að því. Pess skal t.d. getið að Guðmundur L. Friðfinnsson skrifaði í fyrra um hinn sérkennilega Stefán lækni á Egilsá og tókst það snöggtum betur en Stefáni höfundi þessa þáttar hér. Sögufélag Skagfirðinga hefur einnig sent frá sér þriðja bindi af Skagfirskum æviskrám. Þeir eru ötulir þar og láta sér annt um sögu sína. Þeir seni fræðum unna hafa erindi við þessa fræðimenn og ganga ekki bónleiðir til búðar. Erlingur Davíðsson skráði: Aldnir hafa orðið Útg. Skjaldborg. Þetta er 14. bindi ritsafnsins þar sem „aldnir" tjá sig, og það er nteira að vöxtum en nokkru sinni eða 384 bls. Það er í sama formi og áður sem vera ber. Enn eru viðmælendur Erlings sjö og geta nú reikningsglöggir fundið hve margir hafa sagt sögu sína í þess- um bindum. Eg hef víst sagt frá útkomu bókanna flestra, þar er engu við að bæta. Þetta bindi er söniu kostum (og göllum) búið og hin fyrri. Þeir sem nú tjá sig eru: Elín Aradóttir, Hans Ped- ersen, Jóhann S. Sigurðsson, Jónas Pétursson, Ólafur Por- steinsson, Steingrímur Sigurðs- son og Þorsteinn Einarsson. Pátt- Kristján frá Djúpalæk skrifar ur þessa síðastnefnda er veiga- mestur, vel skrifaður og sérstak- ur vegna óvenjulegs ævistarfs. Þorsteinn var bæjarbarn, en hug- urinn er vestur í Bjarnarhöfn að elta kvíaær og bernskuárin þar fléttast inn í allan æviþráðinn. Hann gerðist íþróttafrömuður og vann sem fulltrúi þeirra mála hjá ríkinu. Hörkuduglegur piltur, Porsteinn. Mér þykir góður þáttur þessar- ar einu konu bókarinnar, hinnar glæsilegu húsmóður á Brún í Reykjadal. Elín er frá Grýtu- bakka í Höfðahverfi og æskan þar var unaðsrík. Flestir sjá raun- ar bernsku sína í hillingum. Saga Steingríms Sigurðssonar er athyglisverð. Hann reif sig upp úr fátækt, lærði ketil- og plötu- smíði og síofnaði fyrirtækið Atla hér niðri á Oddeyrinni. Pá hefur þáttur Pedersens sér- stöðu því hann er Dani, raunar Jóti, og flutti hingað í nýtt um- hverfi og samlagaðist vel okkar háttum. Jónas Pétursson fv. al- þingismaður drepur í upphafi þáttar á viðkvæm mál, svo sem fleiri mættu gera. Lífið er ekki bara yfirhöfn, það ólgar líka hið innra. Þetta bindi er samt ágætt í heild. s Odýrar skákklukkur Einnig mikið úrval af eldhúsklukkum, hjúkrunarkvennaúrum og vasaúrum. Dýr og ódýr armbandsúr, vekjaraklukkur og loftvogir. * Allt tilvaldar jólagjafír * Úrsmíðaverkstæði Halldórs Ólafssonar, Hafnarstræti 83, sími 22509. Frá Matvörudeild O- Afgreiðslutími kjörbúða í desember 1985 Laugardagur 7. desember: Opið frá kl. 10-16 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir lokaðar. Laugardagur 14. desember: Opið frá kl. 10-18 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir lokaðar. Fimmtudagur 19. desember: Opið frá kl. 9-20 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Aðrar kjörbúðir opnar eins og venjulega frá kl. 9-18. Laugardagur 21. desember: Opið frá kl. 10-22 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir opnar frá kl. 10-16. Þorláksmessa 23. desember: Opið frá kl. 9-23 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir opnar frá kl. 9-18. Aðfangadagur 24. desember: Allar kjörbúðir opnar frá kl. 9-12. Annar í jólum 26. desember: Sölulúgur opnar frá kl. 10-16. Gamlársdagur 31. desember: Allar kjörbúðir opnar frá kl. 9-12. Kaupfélag Eyfirðinga Matvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.