Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 3
2. desember 1985 - DAGUR - 3 Frá fundi Klúbbanna um öruggan akstur. Jón Helgason dómsmálaráðherra í ræðustól. Klúbbarnir Öruggur Akstur: Orsök flestra slysa of hraður akstur KjúWinga- bitar Namnv! Komið og bragðið gómsivtu CROWN CHICKEN kjúklinga- " ' bitana okkar. Þeir bafa nú þegar náð miklutn \ insívldum meðal sælkera og þeirra sem liafa lítinn tima til elcUt mennsku en vilja samt góðan mat. A matseðli okkar er að finna: CROWN . "■ CHICKEN ■ LLÐ AKUREYRI 1 Kjúklingabitar 2 Píta með kjúklingabita og grænmeti 3 Píta með kjúklingabitum 4 Píta með kjúklingasalati 5 Píta með fiski og grænmeti 6 Píta með grænmeti 7 Fiskur og franskar Með öllum þessum rc'ttum má síðan fá sér franskar. scjsu. Skipagötu 12. Akureyri. salat. öl og gosdn kki. Sími 2I4(>4. N'erið velkomin. fj—Nú drekk.t allir PEPSI WSá HAFNARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Jolin nalgast Við bjóðum dömukjóla, pils, blússur, peysur, nátt- kjóla, náttsloppa, dömu- og herraskinnhanska, herranáttföt, barnanáttkjóla, sængurfatnað í úrvali, trefla og slæður, úlpur og stakka. Við seljum ódýrt. Siguthar Gifammissomrhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Yiðsldptamenn athugið! Skrifstofa okkar verður opin í hádeginu í desember. p Almennar Tryggingar Ráðhústorgi 1, sími 23600. sekta verði lögleiddar við því að nota ekki bílbelti. 10. fulltrúafundur Landssam- taka Klúbbanna Öruggur Akstur var haldinn í húsi Sam- vinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík, dagana 22. og 23. nóvember 1985. Fyrri daginn voru flutt mörg athyglisverð ávörp og erindi, en framsögu- menn voru: Jón Helgason, dóms- og landbúnaðarráð- herra. Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri - frumvarp til umferðarlaga. Atli Dagbjarts- son, læknir - slys á börnum í umferð. Óskar Ólason, yfir- lögregluþjónn - umferðarmál- in í dag. Síðari daginn voru almennar umræður um umferðaröryggis- mál og álit vinnuhópa tekin til af- greiðslu. Meðal annars kom fram, að á vegum Klúbbanna Ör- uggur Akstur var um 15 þúsund endurskinsmerkjum, sem Sam- vinnutryggingar gáfu, dreift í skólum landsins á árinu 1985 og um 18 þúsund merkjum á árinu 1984. Margar ályktanir voru gerðar og eru þessar helstar: Aðalfundur Landssamtaka Kiúbbanna Öruggur Akstur, haldinn að Ármúla 3, dagana 22. og 23. nóvember 1985, bendir á, að orsök flestra umferðarslysa sé of hraður akstur og beinir því til stjórnvalda, hvort ekki sé orðin þörf á, að settar verði upp hraða- hindranir á þjóðvegum í þéttbýli. Aðalfundur Landssamtaka Klúbbanna Öruggur Akstur, haldinn að Ármúla 3, dagana 22. og 23. nóvember 1985, skorar á Vegagerð ríkisins að setja úpp stikur með endurskini á leiðara, sem settir hafa verið til varnar á hættulegum stöðum á þjóðvegum landsins (t.d. í skíðaskálabrekk- unni og í Kömbum). Jafnframt skorar fundurinn á vegfarendur að nota ávallt endur- skinsmerki í umferðinni. Pá beinir fundurinn því til fata- og skóframleiðenda, að ytri fatn- aður og skótau verði búið föstum endurskinsmerkjum. 10. fulltrúafundur Klúbbanna Öruggur Akstur, haldinn í Reykjavík dagana 22. og 23. nóv- ember 1985, leggur eindregið til, að lögleidd verði notkun bílbelta í aftursætum fólksbifreiða og jeppa. Klúbbarnir harma hvað notk- un bílbelta er lítil. Reynslan hef- ur sýnt það ótvírætt, að bílbelti hafa forðað slysum og jafnvel dauðsföllum í hinum ýmsu um- ferðaróhöppum. í framhaldi af því er ákveðið Landssambandið gegn áfengisbölinu: Áfengið ryður brautina # - fyrir sterkari efni Eftirfarandi samþykkt var ný- lega gerð á stjórnarfundi Landssambandsins gegn áfeng- isbölinu: „Stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu vekur enn á ný athygli á þeim mikla félags- lega og heilsufarslega vanda sem sívaxandi vímuefnaneysla veldur. Rannsóknir sýna að það vímuefni, sem fólk byrjar að neyta, er áfengið og ryður það brautina fyrir önnur sterkari efni Nauðsynlegt er því að draga úr heildarneyslu áfengis eins og kostur er og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Með tilliti til þess lýsir stjórn Landssambands- ins eindregnum stuðningi við dómsmálaráðherra sem tekið hefur upp virkt samstarf við áfengisvarnanefndir en þær eiga lögum samkvæmt undir forystu Áfengisvarnaráðs að vinna að áfengisvörnum og beita áhrifum sínum til að draga úr áfengis- neyslu og áfengisböli. Hvetur stjórnin ráðherra til áframhald- andi og aukinnar baráttu í þess- um efnum og skorar á aðra ráða- menn að styðja aðgerðir hans þjóðinni til heilla."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.