Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 02.12.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 2. desember 1985 fokdreifac samvinnufélög bænda. Hann telur þó að samvinnufélög séu ekki metin að verðleikum. Yngri kynslóðin virðist ekki vita að samvinnufélög hafi víða um lönd verið og séu enn bæði fé- lagslegur og efnahagslegur grunnur fyrir nútíma landbún- að. Samvinnufélög hafa haslað sér völl víða í landbúnaði á Vesturlöndum. Sameinaðir hafa bændur meiri áhrif í við- skiptum og fá betra verð fyrir framleiðsluna. Samvinnufélög eru kraftmikill félagsskapur. Þau reyndust bændum betri en engin á kreppuárunum á þriðja áratugnum Þetta á bæði við í útlöndum og hér á landi. í Frey 7.-8. tölublaði, árið 1930 stendur þessi klausa: „Kaupfélag Eyfirðinga . . . styður að búnaðarframkvæmd- um innan sinna vébanda. Það kom á fót mjólkurbúsfélagi Ey- firðinga, sér því fyrir rekstrarfé og annast sölu afurða þess. Það lánar félögum sínum fræ og til- búinn áburð upp á væntanlegan jarðbótastyrk. Það hefur mjög stutt að aukinni notkun hey- viunnuvéla, með því að það lán- ar verð vélanna, sem svo af- borgast á nokkrum árum, t.d. sláttuvélar, sem afborgast með 100 kr. árlega . . .“ Feingold álítur að samvinnu- félög verði að endurskoða starf- semi sína og hlutverk með breyttum tímum. Efla verði sjálfstæði bænda gagnvart við- skiptaaðilum þeirra og yfirvöld- um. Samvinnufélög eiga að auka þjónustu við bændur við ræktunar- og uppskerustörf, tölvuvinnu og bókhald. Þetta mundi lækka fjárfestingarkostn- að og auka afköst. Samtök bænda, segir hann, þurfa að ráða meiru um leið- beiningarþjónustu og hvaða viðfangsefni eru tekin til rann- sókna. Þá væri hagsmunum þeirra betur borgið. Feingold telur að samtök bænda ættu að beita sér meira í stjórnmálum og hafa meira frumkvæði um sín mál. Þau ættu að móta stefn- una í markaðsmálum. Að lokum segir hann: „Bændur sjá þjóðum heims fyr- ir mat og hráefnum. Þeir eru gæslumenn landanna. Þeir eiga réttmæta kröfu á sanngjarnri meðferð mála sinna. Þeir verða að varast að sjálfstæði þeirra sé skert enn frekar í samskiptum við aðra aðila í efnahagsmálum. Stjórnvöldum, stjórnmála- mönnum og almenningi verður að vera ljóst að mikil fjárfest- ing, þungur skuldabaggi og fáir valkostir í búgreinavali, vilji menn skipta um, gera breyting- ar í landbúnaði erfiðar, ef ekki ómögulegar á stuttum tíma. Að minnsta kosti er ekki hægt að fara með landbúnað eins og verksmiðju þar sem hægt er að auka eða minnka framleiðsluna með því að snúa takka. J.J.D. Erfiðleikar landbúnaðar í þjóðfélagi hraðans í nýjasta tölublaði Freys, er í leiðara fjallað um erfiðleika landbúnaðar í þjóðfélagi hraðans. Við skulum sjá hvað þar segir: Landbúnaður, hinn gamli og nýi undirstöðuatvinnuvegur hefur á þessari öld breyst úr sjálfsþurftarbúskap í viðskipta- búskap. En eðli hans hefur ekk- ert breyst því að landbúnaður byggist á líffræðilegum lögmál- um í náttúrunni, og manninum leyfist ekki óhegnt að brjóta þau. Landbúnaðurinn er háður höfuðskepnunum og lífsferli jurta og dýra. Árstíðir og hnattstaða móta hann, þótt auðvitað komi þar margt annað til. í umræðum um landbúnað gleymist þetta oft, einkum þeg- ar hann er borinn saman við aðra atvinnuvegi. Menn verða að taka tillit til þess hvers eðlis landbúnaður er og hafa í huga sögulegan bakgrunn hans áður en þeir hugsa til róttækra breyt- inga í málefnum hans eða álasa bændum fyrir að fylgjast ekki með tímanum. Það er ekki hægt að skipta snögglega um gír í landbúnaði, hlutirnir þar verða að hafa sinn tíma. Nýlega var fjallað um erfið- leika landbúnaðarins í þjóðfé- lagi hraðans í forystugrein í Worid Agriculture, tímariti Al- þjóðasambands búvörufram- leiðenda. Greinín er eftir J.H. Feingold, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrst rekur hann að áður hafi aðföng tii búskapar verið í lág- marki og greidd með afurðum sem voru umfram þarfir heimil- anna. Með tímanum hafi svo orðið nauðsynlegt að stórauka búvöruframleiðsluna vegna vaxandi þarfa borgarbúa fyrir fæði og föt. Líka hafi yfirvöld stríðandi þjóða lagt að bændum að auka framleiðsluna í báðum heimsstyrjöldunum nær hvað sem það kostaði. Gríðarleg af- köst hafi þannig náðst með nýrri tækni og búskaparháttum. Þá segir að tilföng til búskapar hafi stóraukist á öllum sviðum, bæði rekstrarvörur og fjár- magn. Bændur þurfi nú til margra að sækja til búrekstrar: verslunarfyrirtækja, viðgerð- armanna og verkstæða, dýra- lækna, leiðbeinenda og banka- stjóra. Sala afurða sé líka orðið flókið fyrirbæri, þar ráði stefna stjórnvalda, styrkir og kvótar, og tilkostnaður og verð sé ákveðið í samningum. Feingold segir: „Vera má að bóndinn erf- iði ekki eins mikið og áður og hafi meiri tekjur en um leið hef- ur hann að miklu leyti misst sjálfstæði sitt og frjálsræði til at- hafna.“ Kannast menn við þetta hér? Feingold getur þess að bænd- ur hafi á liðinni tíð að sumu leyti brugðist á réttan hátt við breyttum tímum og nefnir þar vpiu OIUII I Ivi í bridge-tvímenningi - verður helgina 7. og 8. desember á Hótel Húsavík og hefst kl. 13.00 á laugardag Spilað verður eftir Mitchel-fyrirkomulagi og um gullstig. - Gisting og matur verður á hagstæðu verði. Stórglæsilegir ferðavinningar verða í verðlaun. 1. verðlaun • Ferð til Amsterdam fyrir 2. 2. verðlaun Peningar. Auk þess er keppt um heildarverð- laun að verðmæti 350.000. Þátttakendum er bent á að láta skrá sig hjá stjórn Bridgefélags Akureyrar, stjórn Bridgefélags Húsavíkur eða hjá Ólafi Lárussyni hjá B.í í síma 91-18350. Bridgesamband Islands Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Mestu verðlaun í bridgemóti hérlendis Bænda- klúbbs- fundur Fyrsti bændaklúbbsfundur vetr- arins verður haldinn á Hótel Varðborg mánudaginn 2. des. og hefst kl. 21.00. Frummælandi verður Sigurgeir Þorgeirsson sauðfjárræktarráðunautur Bún- aðarfélags íslands. Mun hann ræða um útflutning dilkakjöts, Tilraunabúið á Hesti og sauðfjár- rækt almennt. Athugið nýjan fundarstað. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.