Dagur - 10.12.1985, Qupperneq 3
10. desember 1985 - DAGUR - 3
Virðið bifreiða-
stæði fatlaðra
Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra, hefur látið prenta
spjöld, sem vekja athygli á
merktum bílastæðum fatlaðra.
Fyrir hreyfihamlaða, sem nauð-
synlega þurfa á bíl að halda til
þess að komast leiðar sinnar, er
áríðandi að geta lagt bílnum ná-
lægt stöðum, þar sem þjónusta er
veitt. Á síðustu árum hefur
stæðum, sérstaklega merktum
fötluðum, fjölgað töluvert. Hins
vegar er mikill misbrestur á því
að almenningur taki tillit til
þeirra. Menn hugsa oft sem svo,
að 2-3 mínútur skipti engu máli
og leggja bílum sínum í merktu
stæðin. Fatlaðir verða fyrir tölu-
verðum óþægindum af þessum
sökum.
Spjöldin eru myndskreytt og
með ofangreindri áletrun. Þau
eru úr stífum pappír í stærðinni
A5, og til þess ætluð að þeim sé
stungið undir rúðuþurrkur rang-
stæðra bíla. Spjöldin fást á skrif-
stofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12, s.
91-29133, og eru afhent ókeypis,
meðan birgðir endast. Viljum við
hvetja fólk til þess að hjálpa okk-
ur að verja þennan rétt fatlaðra,
með því að dreifa spjöldunum
eftir þörfum.
Bóma:
„Koss í eyra“
- Kynning á Café Torg í kvöld
í dag kemur út Koss í eyra,
Ijóð menntskælinga á Akur-
eyri. Kverið hefur að geyma
fjörutíu ljóð eftir tólf
ijóðskáld. Útgáfufélag Bók-
menntafélagsins í Mennta-
skólanum á Akureyri hefur all-
an veg og vanda af útgáfu
kversins og er það prentað í
prentsmiðjunni Petit. Upplag-
ið er takmarkað, aðeins 300
eintök og er verð kversins 250
kr.
Höfundarnir kynna verk sín í
kvöld klukkan níu á Cafe Torg-
inu og lesa í þessari röð:
Árni Gunnarsson frá Flata-
tungu, Grímur Kristjánsson,
Grímur Sæmundsson, Halldís
Hörn Höskuldsdóttir, Kris, Óla
Sigga, Pétur Örn, Sigurður Ing-
ólfsson, Skafti Ingi Helgason,
Norðlingur, Uggi Jónsson, Pór-
arinn Torfason, Þorsteinn Sig-
laugsson. Kverið verður fáanlegt
á kynningunni og eru allir vel-
komnir.
Hótel KEA:
Unnið
af
krafti
við breyt-
ingar
Tugir iðnaðarmanna leggja nú
nótt við dag á Hótel KEA á
Akureyri, en þar er unnið að
gagngerum endurbótum og
breytingum á hótelinu.
Þegar hafa nokkur ný herbergi
verið tekin í notkun og fleiri eru
um það bil að komast í gagnið. Þá
verða fleiri ný herbergi tekin í
notkun á næsta ári.
Á 1. hæð er unnið af kappi við
nýjan samkomusal hótelsins, en
að sögn Kristjáns Eli's Jónassonar
hótelstjóra er áformað að taka
þann sal í notkun um jól eða ára-
mót. Þessi salur sem mun rúma
um 250 manns í sæti verður afar
glæsilegur og hægt að skipta hon-
um niður í minni sali þegar þurfa
þykir. Þá er unnið þessa dagana
að endurbyggingu gestamóttöku
hótelsins og er óhætt að segja að
þar sé öllu umbylt og reyndar
verður hótelið allt óþekkjanlegt
eftir að breytingum á því lýkur.
Iðnaðarmenn að störfum á Hótel KEA í gær.
Aðventukvöld í
Stórutjarnaskóla
Prestaköll þau sem sr. Sigurð-
ur Árni Þórðarson og kona
hans sr. Hanna María Péturs-
dóttir þjóna, munu gangast
fyrir sameiginlegu aðventu-
k\öldi í Stórutjarnaskóla n.k.
m ðvikudagskvöld kl. 20.30.
Allir kirkjukórar í presta-
köllunum munu sameinast um
kórsönginn en stjórnendur kór-
anna verða Inga Hauksdóttir og
Friðrik Jónsson. Barnakór syng-
ur einnig undir stjórn Ingu.
Á samkomunni flytja ferming-
arbörn helgileik, Line Werner
syngur norskar vísur og jóla-
söngva, sr. Bolli Gústavsson
lytur ljóð, sr. Sigurður Árni
Þórðarson flytur hugvekju og
kveikt verður á kertum. IM
Söngvakeppni
Evrópu
Ríkisútvarpið - Sjónvarp auglýsir hér með eftir sönglagi sem
yrði framlag íslands í Söngvakeppni Evrópu (Eurovision
Song Contest) sem haldin verður vorið 1986.
Lagið má hvorki vera komið út áður né hafa verið flutt í
útvarpi eða sjónvarpi Þaö má ekki taka nema 3 mínútur
í flutningi. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja.
Laginu skal skila til Sjónvarpsins bæði á hljóðsnældu og
nótum fyrir eitt hljóðfæri.
Sjónvarpið áskilur sér allan rétt til að ráða útsetningu lagsins,
ef til kemur.
Nánari upplýsingar um reglur þessarar söngvakeppni liggja
frammi hjá símaverði Sjónvarpsins, Laugavegi 176, Reykjavík.
Skilafrestur er til 15. janúar 1986.
RÍKISÚTVAIJPIÐ
úrvAPP
ALLRA
LANDS-
MANNA