Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 1
Filman þín á skiliö þaö besta! FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 1986: Fasteignagjöld lækka, útsvarsprósenta hækkar DNG: „Reksturinn stendur í jámum“ „Ég er að taka saman uppgjör fyrir fyrstu 10 mánuði ársins og mér sýnist það ætla að koma þannig út að reksturinn stend- ur í járnum.“ Þannig svaraði Kristján E. Jó- hannesson, framkvæmdastjóri DNG, spurningu Dags um það hvernig gengi að rétta fyrirtækið úr þeirri erfiðu stöðu sem það var komið í. „En það má alltaf gera betur. Ég er ekki farinn að sjá fram á að við getum greitt niður skuldir fyrirtækisins nema með því að auka veltu og við erum að vinna að því núna.“ Færavindur frá DNG hafa ver- ið sendar vestur um haf, til Kan- ada, til reynslu og kvaðst Krist- ján reikna með a.m.k. 2 árum í það að reyna að komast inn í Ameríkumarkað. Sala á færa- vindum til Færeyja fer vaxandi og Kristján kvaðst reikna með mikilli sölu á innanlandsmarkaði í vor. -yk. Ljósaperunum stoliö Þótt jólatré og skreytingar þær sem garðyrkjudeild Akureyr- arbæjar hefur sett upp í bæn- um hafi ekki verið uppi nema í nokkra daga er þegar búið að stela talsvert á annað hundrað perum af þeim. Á sunnudag hurfu hvorki fleiri eða færri en 80 slíkar ljósaperur og ef svo fer fram sem horfir munu starfsmenn bæjarins gefast upp á því að skipta sífellt um perur. Er full ástæða til þess að hvetja fólk til að koma upp um þá sem þarna eru að verki ef það sér til þeirra við þessa miður skemmtilegu iðju. Fyrir liggur að meistaraskóli verður starfræktur við Verk- menntaskólann á Akureyri næsta vetur eftir fjögurra ára hlé. í bókun skólanefndar Verk- menntaskólans á Akureyri frá 2. desember s.l. kemur fram að kennslukostnaður er áætlaður u.þ.b. 820 þúsund króna og á hann að skiptast jafnt milli ríkis, bæjar og nemenda. Miðað við fjölda þeirra staðfestu umsókna sem fyrir liggja er ljóst að sá kostnaður sem leggst á hvern Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1986 liggur nú fyrir og verður tekið til fyrri umræðu á bæjarstjómarfundi í dag. Gert er ráð fyrir að heildar- tekjur verði 559,5 milljónir króna, sem er 36,8% hækkun frá fyrra ári. Þessum tekjum er ráð- stafað þannig í frumvarpinu, að 410,6 milljónir fara í rekstrar- gjöld, 60,3 milljónir í gjaldfallinn Á ráðstefnu Bandalags há- skólamanna um hugsanlega há- skólakennslu á Akureyri sem haldin var í Reykjavík síðast- liðinn laugardag tilkynnti Sverrir Hermannsson, nemanda verður um 20.000 krón- ur og er athygli á því vakin að samsvarandi kostnaður meistara- skólanema í Reykjavík er 6000 krónur. Að sögn Hermanns Jóhannes- sonar í menntamálaráðuneytinu liggur þessi mikli munur í því að í meistaranámi í Reykjavík eru mun fleiri nemendur og kennslu- kostnaður hlutfallslega mun minni á hvern nemanda. Um leið og nemendum fjölgar verður dæmið hagstæðara fyrir alla að- ila. -yk. stofnkostnað og 88,6 milljónir til eignabreytinga. Rekstrargjöld Bæjarsjóðs sam- kvæmt frumvarpinu verða 73,4% af heildartekjum en voru í fyrra 69,8% af heildartekjum. Ráð- stöfunarfé er því 4% minna en í fyrra. Til endurbyggingar gatna og malbikun gatna og gangstétta er áætlað að verja um 34,5 milljón- um króna. menntamálaráðherra, að hann ætlaði að skipa nefnd til að gera tillögur um það hvaða há- skólanám yrði boðið upp á á Akureyri. Halldór Blöndal, alþingismað- ur, á að verða formaður nefndar- innar en auk hans eiga Sigmund- ur Guðbjarnason, rektor Há- skóla íslands, Bjarni Kristjáns- son, rektor Tækniskóla íslands, Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri og Bernharð Haraldsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Akureyri, að sitja í nefndinni. Á áðurnefndri ráðstefnu voru miklar umræður og gagnlegar um væntanlegan háskóla á Akureyri, að sögn Tryggva Gíslasonar sem var einn þriggja frummælenda á ráðstefnunni. Hinirfrummælend- urnir voru þeir Sigmundur Guð- bjarnason, Háskólarektor og Valdimar K. Jónsson, prófessor við Verkfræðideild Háskóla íslands. í samtali við Dag sagði Tryggvi Gíslason að flestir ráð- stefnugesta hefðu verið þeirrar skoðunar að efla bæri háskóla- kennslu á íslandi og að það væri vænlegur kostur að koma á Til nýbygginga er áætlað að verja 56,5 milljónum króna. Þar af fær Verkmenntaskólinn 22,4 milljónir, Síðuskóli 25 milljónir, en framkvæmdir við Síðuskóla fóru 16 milljónum fram úr áætlun í ár og því er raunverulegt fram- kvæmdafé Síðuskóla á næsta ári 9 milljónir króna, leikskólinn Ár- holt fær 4,5 milljónir, Dagvistin Flúðir 1,5 milljónir og FSA 1765 þúsund krónur en auk þess 1,3, milljónir króna til tækjakaupa. Þá kennslu á háskólastigi á Akur- eyri. Margir bentu á nauðsyn þess að auka sérstaklega kennslu í tengslum við atvinnulífið og þá þyrfti um leið að bjóða upp á styttra og hagnýtara nám en nú er gert. Ekki voru allir á eitt sáttir um Háskólanefnd bæjarstjórnar Akureyrar hefur óskað eftir því við bæjarráð að fá að ráða starfsmann í hlutastarf og hef- ur bæjarráð samþykkt að verða við erindinu. Að sögn Tómasar Inga Olrich, formanns Háskólanefndar bæjar- stjórnar, er þessum starfsmanni ætlað að safna gögnum sem kynnu að verða nefndinni að gagni við þau störf sem nefndin er áætlað að verja 8,7 milljónum króna til kaupa á nýrri skíðalyftu í Hlíðarfjall. í frumvarpinu er gert ráð fyrir 10% lækkun álags á innheimtu fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði, það verður 15% á næsta ári en var 25% í ár. Þá er gert ráð fyrir að vatns- skattur verði innheimtur án álags á næsta ári, en í ár var hann inn- heimtur með 20%' álagi. Greiðslu- byrði húseiganda verður því mun minni á næsta ári en nú er. Álagningarprósenta til útsvars hækkar um 0,4%, úr 10,4% í 10,8%. Öll rök eru talin hníga að því að verbólga á milli ára verði ekki undir 35% og þess vegna sé nauðsynlegt að hækka útsvars- álagninguna. Ef verðbólgan verður 35% er talið að útsvar greiðenda eftir hækkunina verði um 8% að raungildi. Frumvarp til fjárhagsáætlunar er nú 1 1/2-2 mánuðum fyrr á ferðinni en venjulega og gera má ráð fyrir að á því verði gerðar breytingar áður en það hlýtur lokaafgreiðslu í mars. Sérstak- lega gætu ýmsar forsendur breyst um áramót, en þá verða kjara- samninga lausir hjá flestum stéttum. Sjá nánar um fjárlagafrumvarpið og viðtal við Sigurð Jóhannesson forseta bæjarstjórnar á blaðsíðu 3. það hvort kenna skyldi að ein- hverju leyti sömu fög á Akureyri og í Háskóla íslands og taldi Valdimar K. Jónsson að ekki ætti að taka upp kennslu á Akureyri í þeim greinum sem þegar eru kenndar við Háskóla íslands. og bæjarstjórn koma til með að vinna til framdráttar háskóla- kennslu á Akureyri. Bæjarstjóra hefur verið falið að ganga til samninga við Finnboga Jónsson, framkvæmdastjóra Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, um að hann taki að sér áðurnefnt starf. Finn- bogi hafði áður, í samtali við Tómas, lýst sig fúsan til að vinna þetta starf og láta nefndinni í té aðstöðu hjá Iðnþróunarfélaginu. -yk. Verkmenntaskólinn: Meistaraskóli á næsta ári Nú fer hver að verða síöastur að koma jólapóstinum af stað, enda var nóg að gera á bögglapóststofunni í gær. Mynd:KGA Háskólakennsla á Akureyri: Ráðherra skipar nefnd Háskólanefnd Bæjarstjórnar: Starfsmaður ráðinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.