Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. desember 1985 ..bækur__ Indriði Úlfsson: Grasaskeggur Útgefandi: Skjaldborg Petta er 19. bók höfundar. Hann er fæddur á góðu málsvæði, sam- ferðamenn og ætt orðhög. Hann er góður stílisti og létt um tungu- tak. Aðalpersónur: Bergþóra, ein- stæð móðir með tvö börn. Valdi- mar, kallaður Valli, 9 ára og Pura 6 ára. Upphaf: Rifrildi við for- eldra Bergþóru. Hún vill ráða sig sem umsjónarmann við fjalla- skála þar sem ferðafólk tjaldar og nýtur fyrirgreiðslu, m.a. í mat og drykk. Kjartán bílstjóri og hjálp- arkokkur við aðdrætti ekur loks konunni og börnunurrt í skálann, langa leið. Umhverfi: Úfið apal- hraun, allt opið og sundursprung- ið, t.d. er kamarhúsið sett yfir gat á holum hól. En kjarrgróður er í hrauninu, mosavöxnu að nokkru. Merkilegt er að stór á rennur hjá skálanum og er í henni silungur en ánamaðkar alls staðar til beitu. (Skrýtið að áin skyldi ekki hripa niður gegnum svo opið hraun.) Sagan rennur mjög liðugt fram, nóg að starfa og skoða fyrir borgarbörn. Einn dag kemur „útilegumaður" utan af sand- auðnum. Þetta er „Grasaskegg- ur“, sem bókin heitir eftir, og er áfram á blöðum. Hann safnar jurtum og honum fylgir hundur. Hann fræðir börnin m.a. um hættur í hrauninu, sprungur und- ir mosa. Vinur og fræðari. Gestir koma og fara, útlendir og inn- lendir. Þetta er allt vel skrifað og seiður í, framandleiki, ævintýra- blær. En nú er eins og höfundi verði hugsað til myndbandaunglinga, að þetta létta, saklausa þel muni hinum glamurglöðu þykja lítt krassandi. Það verður eitthvað að fara að rumska við lesandan- um! Valli dettur í ána, en bjargast, Valli fellur í hraun- sprungu en bjargast á öðrum degi fyrir eigin dugnað og guðshjálp er sálarstríð móður, systur og gesta er í hámarki. Valli veiðir. Og Valli verður var við að það er kviknað í húsinu þeirra, getur ekki sofið, gerir viðvart og eldur er slökktur. Það gerir grimmustu stórhríð. Gestir hætt komnir, liggja úti, Grasaskeggur, hundur- inn og gestir, sem hafa náð fjalla- húsinu, bjarga þó öllu. Það kem- ur annað veður seinna, ægilegt rok, tjöld fjúka og allt í háalofti. Regnið flæðir úr loftinu, vatna- vextir með tilheyrandi erfiðleik- um. Fer þá ekki húsið að hristast! Allt leikur á reiðiskjálfi. Segja má „að jörðin skalf og björgin klofnuðu“, húsið hékk þó uppi. En bíðum við. Þetta var forboði meiri tíðinda: Eldgos með ógn og skelfing, ösku og gjóskufall, ótti um að eldárnar nái gististað ferðafólksins hennar Bergþóru og barnanna. En það sleppur þó. Grasaskeggur sýnir börnun- um glóandi hraunána. Gestir hrúgast að, mynda og tína gjall. Og stelpukjáninn hún Þura sting- ur glóandi gjallmola í kápuvas- ann og kveikir í sér. En það er Kristján frá Djúpalæk skrifar strax slökkt. Fer nú að hægjast um. Fjölskyldan flytur heim og Grasaskeggur finnur ekki grös í gjallinu lengur. En þetta var lukkulegt sumar og heimkoma góð. Kannski hefði þessi saga mátt heita: Slys og náttúruham- farir þótt Grasaskeggur væri góð- ur karl. Bjarni Jónsson teiknaði ágætar myndir í bókina sem er 136 bls. og hin snotrasta. En það skal ein- hvers með þurfa til að yfirgnæfa hávaða fjölmiðla ríkisins. Ritsafn Eiðs Guðmundssonar: Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna Árni J. Haraldsson sá um útgáfuna, ritar formála og gerði rækilega nafnaskrá Útgefandi: Skjaldborg Eiður var mikill fræðimaður, orðsnjall með afbrigðum og hreinskiptinn. Hann hafði gjarna sama sið og klerkar fortíðar er gáfu sóknarbörnum einkunnir. Eiður gerði nokkuð að þessu og Rjupur * Svinakjot i urvali * Lado lamb. Allt lambakiöt nýtt og reykt ennþá á gamla verðinu Athugið! af Margar tegundir kertum góðu verði konfekti a mjog 09 Lamba- hamborgar hryggur Kjúklingar kr. 215,Of kr. 299,00 kg þótti misgott. Ég hef ritað um all- ar fyrri bækur Eiðs og hef litlu við að bæta. Hér er fjallað um nyrðri hluta Skriðuhrepps, þ.e. frá Skriðu til Dunhaga að báðum meðtöldum. En margt er breytt: Stórbýlin standa enn, áður fylgdi hverju þeirra fleiri eða færri „kot“. Smábýlum þessum ber þó saga. Þar ólust upp börn. Afkom- endur þeirra dreifðust um landið. Ég hef svarað því til er menn hafa sagt: „Hvað varðar okkur um bræður í einum hreppi?" að þeir gætu nú samt sjálfir verið komnir af einhverri þessari „hræðu“ sem Eiður segir frá, allt aftur á síðari hluta 18. aldar og lengur. Og nú kemur sönnun þessa. Nafnaskráin mun telja um hálft sjötta þúsund persónur. Gerð þessarar nafnaskrár er þvílíkt afrek að maður undrast eljuna sem að baki liggur. En hún er ómissandi. Falleg bók og fróðleg. Valgarður Egilsson: Ferðaþulur. Rím við bláa strönd Myndskreyting: Guðmundur Thoroddsen Útgefandi: Almenna bókafélagið Þetta er bæði falleg og skemmti- leg bók. Þuluformið með stuðl- um og rími gefur ótæmandi frelsi til hugmyndaflugs, orðaleikja og skírskotana til annarra efna og hugleiðinga um allt sem fyrir ber. Að formi til er fjallað um ferð með Akraborginni upp á Akra- nes. En er það ekki alveg eins sjálf lífsferjan? Höfundur skyggnist um haf og land, sér fjöll og dali, minnist örnefna, þau tengjast sögu þjóðarinnar. Undir kili er sjórinn, þar búa fiskar: Lúðan með bæði augu á annarri hlið. Hún hlýtur að sjá allt á ann- an hátt en þeir sem hafa þau á báðum. Þorskurinn fær stórt hlutverk, vekur spurn um skrap og kvóta, þjóðarhag. Svo kemur Skaginn loks með knattspyrnu- menn, Sementsverksmiðju og fiskimenn. Sæju allir og heyrðu eins og þetta skáld á ferð sinni með ferjunni væri það mikil ferð, sjálf lífsreisan. Lítum á leik- brögðin: „Langt er nú síðan ferjan sig til ferðar bjó fyrst - og hjartað örar sló. Margur ber kvíðann. Margur ber ferðakvíðann. “ Handan við sjóinn stóra stóra er strönd í fjarska bláum. Ætli við náum, ætíi við þangað náum, sem lögðum upp frá löndunum gráum? Uppi á landi sér höfundur hrafnager og snjótittlinga smáa. Minnist að „krummarnir rífast/ um krækiberjalyng/- á þrætunum þrífast/með haustinu halda þeir á þing.“ Og nú man hann til ann- arra sem „ætla líka á þing“. Þeir fá sitt. En ferjan flytur fólk og bíla. Því miður er ekki hægt að birta lýsingu á samferðafólki og tegundum bíla. En mennirnir eru margvíslegir: „Suma vantar kjölfestu,/er siglt er af stað./Aðra vantar viljafestu/ og það er nú það.“ Hreyfingar skipsins fara eftir „félagslegu mynstri“. Ein konan gift: „Kon- an hans kvartar um bakstur -/ beygir af: „Ég segi: ég held ég deyi/úr deigi á efsta degi.“ „Við sérfræðingar sækjum ekki djúpt. Þorskinum gulum/er þetta bæði ljúft/og skylt að skyggnast djúpar.“ En: „Tíminn siglir sinn sjó . . ,/um sjóinn víðan.“ Og enn um þorskinn: „En þorskinn má auðvitað aga/með skrapi/og kvóta,/og skáldið - með setningu laga,/en leiðir það frekar til bóta - en baga.“ Og allt ferðalag tekur enda. Ferjan nálgast áfangastað. Er lagt var upp frá „grárri strönd" sýndist sú í fjarska blá. En nú gerist nokkuð: „ Við erum að lenda, leiðin á enda. Ströndin sem við stefndum á (og var svo blá) er breytt. . . er orðin undarlega grá. En hin, sem fyrr við lögðum frá í fjarska sýndist blá. Og svona fór um sjóferð þá. “ Þessa frumlegu skilgreiningu á orðtakinu „fjarlægðin gerir fjöll- in blá“ kann ég að meta. Okkur virðist ströndin sem við stöndum á vera grá, hin í fjarlægðinni hjúpuð töfrabláma. Þegar við höfum náð henni snýst þetta við. Hún er þá orðin grá. H'n hefur aftur á móti tekið á sig bláma fjarlægðar. Snjöll hugsun og djúpsæ. En hvað þetta virðist einfaldur sannleikur þegar maður hefur heyrt það sagt. Það er fleira nýstárlegt í þessari lúmskgreindu þulu. En við verðum að lesa hægt og oft. Bókin er „lýst“ eins og kallað var. Myndskreyting er mikilsháttar verk, sveigur um lesmál síðna og myndar oft upp- hafsstaf erinda. Forlagið bjó bók- ina í spariföt sem hún á skilið. Ég bið höfund að afsaka að ég varð að breyta uppsetning tilvitn- ana á nokkrum stöðum vegna rúmsins. Svo lýsi ég gleði minni yfir að „hið hefðbundna form“ skuli enn nýtast vel til svo ríku- legra hugleika. Sidney Sheldon: Ef dagur rís Hcrsteinn Pálsson þýddi Bókaforlag Odds Björnssonar Þetta er bók um konuna Tracy Whitney. Hún var dæmd í 15 ára fangelsi fyrir meintan þjófnað og morðtilraun, en hugði á grimmi- lega hefnd á þeim sem leikið höfðu hana grátt. Ég verð að játa hreinskilnislega að mér vannst ekki tími að lesa söguna, svo margt lá fyrir. Hitt er staðreynd, að byrji húsmóðirin að lesa hana verður „karlremban“ að tala við sjálfan sig daginn þann. Bókin er „æsispennandi" og 302 bls. löng, svo eintalið stendur býsna lengi. Bókin er sögð nr. 1 á metsölu- bókalistum erlendis. Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðaigötu 5, sími 71489. Blönduós: Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Grenivík: Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Mývatnssveit: Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Kópasker: Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Raufarhöfn: Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12, sími 641562.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.