Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 17. desember 1985 Vantar þig smurt brauð, snittur, cocktailsnittur, ostapinna, ostabakka, smurbrauðstertur eða rjómatertur, hafið samband við smurbrauðsstofu Bautans sími 21818 og hún uppfyllir óskir þínar fljótt og vel. gengið vel og ökumenn virðast vera tillitssamir nema hvað varðar að leggja bílum sínum löglega. T.d. leggja menn mikið í Skipa- götunni, austan götunnar gegnt Alþýðuhúsinu og skapa með því slysahættu. Lögreglan beinir því til ökumanna að leggja á merkt bifreiðastæði í Miðbænum og skapa með því aukið öryggi um leið og þeir koma í veg fyrir það að þurfa að greiða sektir vegna þess að hafa lagt þar sem það er ekki heimilt. Útibú Búnaöarbankans á Akureyri varð 55 ára í gær. Ekki var þó efnt til veislu, heldur látið nægja að bjóða upp á piparkökur með kaffínu sem viðskiptavinum bankans er jafnan boðið upp á. Myndina hér að ofan tók KGA af starfsfólki bankans á Akureyri í gær. Þótt nokkuð niikil umferð væri á Akureyri í gær urðu fá um- ferðaróhöpp að sögn lögregl- unnar. Þó urðu tveir smávægi- legir árekstrar í umferðinni, annar á Þingvallastræti en hinn í Undirhlíð. Þá kom einn bif- reiðaeigandi til lögreglunnar en heybaggi hafði fallið af annarri bifreið og á hans bifreið sem dældaðist eitthvað. Lögreglan á Akureyri er með aukinn viðbúnað vegna jólaum- ferðarinnar. Umferðin hefur Húsavík: Fjörutíu mynd- bönd úr umferð Lögreglan á Húsavík hefur lagt I barst á leiguna frá dreifingar- hald á um 40 myndbönd frá aðila, sem orðið hafði var við einni myndbandaleigunni hér í fjölfaldaða mynd þaðan. bæ undanfarna daga. Kæra | í framhaldi af því fékk lögregl- Frumvarp að fjárhagsáætlun: Ekki króna til Iþrótta- hallarinnar „Jólin - já já, styttist í þau.“ Og ekki síst þess vegna þarf margt að spjalla. Mynd: KGA. Heimavistir vantar - fyrir hundruð utanbæjarnema á Akureyri Til þess að Ijúka við byggingu íþróttahallarinnar á Akureyri þarf 20.019.000 krónur miðað við vísitölu byggingarkostnað- ar eins og hún var I. október s.l. íþróttaráð bæjarins fór fram á 12 milljónir króna á fjárhagsáætlun næsta árs, en samkvæmt frumvarpi að fjár- hagsáætlun Bæjarsjóðs Akur- eyrar sem lagt verður fram til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjórnar í dag, er ekki gert ráð fyrir einni einustu krónu til framkvæmda við íþróttahöll- ina. Gísli Kr. Lórenzson sagði í samtaii við Dag að það hefði valdið sér miklum vonbrigðum að sjá hvernig óskir íþróttaráðs um fjárveitingu til íþróttahallar- innar væru sniðgengnar í frum- varpi að fjárhagsáætlun. Þeir verkþættir sem íþróttaráð vildi láta vinna á næsta ári lúta flestir að því að uppfylla kröfur og regl- ur um öryggi og hollustu, að sögn Gísla. Hann sagðí ennfremur að íþróttaráð hefði tekið þá stefnu við gerð tillagna um fjárveitingar til íþróttamannvirkja að gera ákveðin verkefni að forgangs- verkefnum og láta ljúka þeim sem fyrst en önnur fengju að bíða á meðan. Þau verkefni sem íþróttaráð vildi láta hafa forgang á næsta ári voru, auk íþróttahall- arinnar, skíðalyfta í Hlíðarfjalli og aðstaða Skautafélags Akur- eyrar. Af þessum þremur verk- efnum er aðeins skíðalyftan inni í frumvarpi að fjárhagsáætlun en raunar var þegar búið að ganga frá kaupum á henni. -yk. an heimild til að gera húsrann- sókn í myndbandaleigunni og fann bæði myndir og eftirtökur mynda, sem ekki virtust komnar rétta boðleið frá rétthöfum myndbandanna. Stóran hluta þessara mynda hafði eigandinn keypt í góðri trú frá Akureyri. Haft var samband við lögmann rétthafa myndbanda og kom hann norður og fór í fleiri leigur en fann ekkert athugavert. Myndir þær sem hald var lagt á eru ótextaðar og sumar gamlar. Lögreglan skilaði aftur stórum hluta þess magns sem lagt var hald á í upphafi en þar er um að ræða efni sem enginn rétthafi er fyrir. En sem fyrr segir eru enn um 40 spólur í vörslu lögreglunn- ar á Húsavík. Fimm myndbandaleigur eru nú á Húsavík og er töluverð sam- keppni þeirra á milli. Ýmis tilboð hafa verið í gangi og lægsta verð á spólu, sem fram til þessa hefur verið auglýst, er 10 krónur! IM - Húsavík „Sameiginlegur fundur skóla- meistara og aöstoðarskóla- meistara Menntaskólans á Ak- ureyri og skólameistara og skólanefndar Verkmennta- skólans á Akureyri, mælist til þess að á næsta fjárhagsári leggi Ríkissjóður og Bæjar- sjóður Akureyrar fram fé til að hanna nýjar heimavistir, þann- ig að unnt verði að hefja smíði á árinu 1987. Heimavistirnar rísi í tengslum við núverandi heimavistir Menntaskólans á Akureyri, rúmi allt að 150 manns og þjóni nem- endum beggja skólanna.“ Ofangreind samþykkt var gerð 10. desember s.l. I greinargerð skólameistara beggja skólanna sem lögð var fram með sam- þykktinni, kemur fram að í vetur eru 574 aðkomunemendur í þess- um tveimur skólum á Akureyri. Heimavistir Menntaskólans rúma hinsvegar ekki nema 160 nem- endur þannig að á fimmta hundr- að framhaldsskólanemenda á Akureyri þarf að leita sér að hús- næði á almennum markaði ár hvert. Lokaorð greinargerðar skóla- meistaranna eru þessi: „Fram- haldsskólanemar hefja nám sem unglingar, ljúka því fullorðnir, þeim er því nauðsyn á öryggi til náms og þroska, enda eru þeir flestir að hleypa heimdraganum í fyrsta skipti. Því þykir okkur að brýnni nauðsyn beri nú til en áður að gera myndarlegt átak í húsnæðismálum nemenda." -yk. Akureyri: Jólaumferðin gengur vel

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.