Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 11
_jbækuc Eldur og regn - Nýtt skáldverk eftir Vigdísi Grímsdóttur Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Eldur og regn eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þetta er önnur bók höfundarins en árið 1983 kom út bókin Tíu myndir úr lífi þínu og hlaut sú bók einróma lof bókmenntagagnrýnenda og vakti hrifningu lesenda. Eldur og Regn er smásagnasafn og fylgir Ijóð upphafi hverrar sögu. Vigdís fer ekki troðnar slóðir í sagna- gerð sinni og er þessi nýja bók hennar á margan hátt mjög ólík fyrri bók hennar. í kynningu bókaforlagsins á kápu bókar- innar segir m.a. svo: „Með nýju smásagnasafni leiðir Vigdís Grímsdóttir þig um furður ver- aldar þinnar, sækir óspart til ævintýra, þjóðsagna, biblíu og goðsagna, kallar þig á fund huldu- fólks, trölla, drauga og djöfla, gefur þér kost á að glíma við gát- ur og þrautir sem hvarvetna biasa við þér og sýnir þér að dálítið liggur við hver svör þín verða.“ Vigdís Grímsdóttir er fædd 1953. Hún lauk prófi frá Kennaraskóla íslands árið 1975 og prófum frá Háskóla íslands árið 1979. Að undanförnu hefur hún starfað sem íslenskukennari við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. Bókin Eldur og Regn er sett, um- brotin, filmuunnin og prentuð í prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli hf. Heimsins mestu furðufuglar - Ný bók um margar eftirminnilegar persónur Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Heimsins mestu furðufuglar eftir Mike Parker í íslenskri þýðingu Karls Birgis- sonar. Hér er um að ræða bók sem farið hefur sigurför víða um lönd og má geta þess að hún seld- ist í risaupplagi strax og hún kom út í Bretlandi. Heimsins mestu furðufuglar fjallar um fólk sem hefur á einhvern hátt skorið sig rækilega úr fjöldanum. Af ein- stökum frásögnum bókarinnar má geta kafla um John Merricks sem þekktur var undir nafninu Fílamaðurinn, en um hann og ævi hans var gerð eftirminnileg kvikmynd, kafla um hina frægu síamstvíbura Eng og Chang, sagt er frá fóki sem hafði afbrigðilegt tölvuminni og gat leyst flóknustu þrautir á svipstundu. Getið er um sterkasta fólk sem sögur fara af, feitasta fólkið, hávaxnasta fólkið, minnstu dvergana, hár- og skegg- prúðasta fólkið, úlfabörn og upp- vakninga svo að nokkur dæmi séu nefnd. Fjöldi mynda er í bók- inni. Heimsins mestu furðufuglar er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar en bundin hjá Bók- felli. Kápu gerði Sigurður Valur. Hsimsins mestu FURÐUFUGLAR , hvernio?elska á Hvemig elska á karlmann - Ný bók um unað ástarlífsins Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Hvernig elska á karlmann eftir Alexandra Penney í ís- lenskri þýðingu Sigurðar Hjartar- sonar. Þegar bók þessi kom út í Bandaríkjunum á sínum tíma vakti hún mikla athygli og umtal og hlaut höfundur lof fyrir efnis- tök sín. Er byggt á viðtölum sem Penney átti við fjölda karla og kvenna. Fjallar bókin um unað ástarlífsins og hvernig unnt er að bæta það bæði tilfinningalega og líkamlega og svarar bókin spurn- ingum um hvernig fólk getur og á að sýna ástúð sína í orði og verki. í kynningu útgefanda á bókarkápu segir að ekki sé langt síðan að þau viðhorf hafi verið ríkjandi að konan ætti að vera hiutlaus og undirgefin í ástarlíf- inu, en sá tími sé liðinn. Nútíma- konur séu meðvitaðar um stöðu sína og flestar geri sér grein fyrir gildi og unaði ástarlífsins. Bókin Hvernig elska á karl- mann er sett, umbrotin, filmu- unnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli. Auglýsingastofa Ernst Bachmanns hannaði káp- una. <^Matvörudeíld 17. desember 1985 - DAGUR - 11 Jólatónleikar Passíukórsins verða í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 18. des. kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Schiitz og Hándel. Hef opið alla daga fram að jólum frá kl. 9-5. Lokað frá 2. jan. til 10. jan. HÁRGREIÐSLUSTOFAN SARA Móasíðu 2b, sími 26667. Frá Heimaey L F. I \ Kaupmenn - Kaupfélög f 1 Birgið ykkur upp af hinum ^ frábæru Heimaeyjarkertum. Látið hinn hreina loga ^^BKKBt^&^Heimaeyjarkertanna veita HEIMAEY, kertaverksmiðja, Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. Vorum að fá hvíta leðursportskó með frönskum lás. Stærðir 34-45. Verð kr. 870 - 895,- ★ Jólagjöf veiðimannsins fæst hjá okkur og ef hún er ekki til þá er lausnin GJAFAKORT »Eyfjörö ® _ Hjatteyrargotu 4 • sími 22275 h&m Opnunartími verslana á Akureyri í desember verða verslanir opnar utan venjulegs verslunartíma sem hér segir: Fifnmtudaginn 19. des. frákl. 9-22 21. des. frá kl. 10-22 23. des. frá kl. 9-23 24. des. frákl. 9-12 31.des. frákl. 9-12. Laugardaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Þriðjudaginn Ath. að þessi opnunartimi gildir ekki fyrir mat- vöruverslanir. . Kaupmannafélag Akureyrar Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.