Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 9
17. desember 1985 - DAGUR - 9 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Desembermót Óðins í sundi: Glæsilegt (slands- met Birnu Birna Björusdóttir sundkona úr Óðni. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, setti Birna Björnsdóttir glæsilegt íslandsmet í 50 m skriösundi meyja, á Desem- bermóti Oöins sem lauk um helgina. Þá synti Svavar Þór Guðmundsson undir íslands- meti í 50 m baksundi en sundið var dæmt ógilt. Fjölmörg Akureyrarmet féllu eins og svo oft áður þegar krakk- arnir úr Óðni hafa verið að keppa. Hér á eftir verður getið um þau met er féllu á mótinu. Birna Björnsdóttir setti Ak.met í eftirtöldum greinum: í 1500 m skriðsundi á 22:03,00, í 800 m skriðsundi á 11:18,90, í 400 m skriðsundi á 5:22,60, í 200 m baksundi á 2:50,70, í 50 m baksundi sem hún tvíbætti, fyrst í 37,00 og svo við íslandsmet til- raun 36,80, í 200 m fjórsundi á 2:58,40 að ógleymdu íslands- metinu í 50 m skriðsundi 30,80. Svavar Þór Guðmundsson setti Ak.met í eftirtöldum greinum: 1500 m skriðsundi á 18:33,80, í 400 m skriðsundi á 4:38,90, í 200 m skriðsundi á 2:13,80, í 50 m baksundi á 31,50 sem er annar besti árangur í 50 m baksundi frá upphafi. í metatilraun synti Svav- ar undir íslandsmeti en sundið var dæmt ógilt. Svavar setti einn- ig Ak.met í 100 m baksundi á 1:08,70, í 200 m flugsundi á 2:39,60 og í 200 m fjórsundi á 2:30,20. Elsa Guðmundsdóttir setti Ak.met í 400 m bringusundi á 6:50,30 og 100 m flugsundi á 1:36,30. Gunnar Ellertsson synti 800 m Skíðafólk við skriðsund á 12:19,80 sem er Ak.met sveina. Sonja Gústafs- dóttir synti 50 m flugsund á 58,00 :sem er Ak.met í hnátuflokki, (10 ára og yngri). Hlynur Túlin- íus synti 100 m skriðsund á 1:22,90 sem er Ak.met í hnokka- flokki (10 ára og yngri). Að lok- um má geta þess að Ármann H Guðmundsson setti Ak.met í 50 m skriðsundi í karlaflokki á 26,70. Af þessum tölum má sjá að sundfólk frá Óðni er til alls lík- legt í framtíðinni og eru framfarir greinilega miklar. æfingar í Noregi Fyrir skömmu héldu til Geilo í Noregi, þeir Ingólfur Gíslason, Guðmundur Sigurjónsson og Rúnar Kristinsson til skíðaæf- inga. En þessir ungu skíða- menn eru í svokölluðu b-lands- liði þó þeir hafi farið þarna út á eigin vegum. ~Alþjóða- skíðamót á Akureyri Ákveðið hefur verið að halda á íslandi Alþjóðleg skíðamót í alpagreinum á næsta ári. Þetta eru Fis-mót og munu þau verða 4 að töiu. Þar af munu 3 af þess- um mótum verða haldin á Ak- ureyri, það fyrsta í mars á næsta ári. Er stefnt að því að fá erlenda keppendur á mótin og eru allar líkur á að svo verði. Nánar verður sagt frá þessum mótum innan tíðar. Þeir munu dvelja í Noregi í mánuð og munu þeir koma til liðs við þá, Daníel Hilmarsson og Hafsteinn Sigurðsson landsliðs- þjálfari. Strákarnir munu jafnvel taka þátt í einu til tveimur mót- um á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Þá fór Gréta Björnsdóttir út til Noregs á sunnudag og mun hún dvelja með strákunum við æfingar í hálfan mánuð en Gréta er í unglingalandsliðinu á skíðum. lngólfur Gíslason er einn þeirra skíðamanna sem æfir í Noregi um jólin. Þorieifur skorar á Heiðar Þorleifur heldur áfram að slá menn út í getraunaleiknum og núna síðast Val Arnþórsson. Þorleifur hafði 7 leiki rétta en Valur 6. Þor- leifur hefur ákveðið að skora á Heiðar Jóhannsson dekkjaviðgerð- armann og þá aðallega vegna þess að honum finnst svo gaman að vinna Þórsara, á hvaða sviði sem það nú er. Heiðar er brjálaður aðdándi Everton en eins og flestum er kunnugt lágu þeir heima um helgina fyrir Leicester. En við skulum sjá hvernig þeim félögum tekst til um næstu helgi. Birmingham-Chelsea 2 Birmingham-Chelsea Coventry-Everton 2 Coventry-Everton 2 Liverpool-Newcastie 1 Liverpool-Newcastle 1 Luton-West Ham 2 Luton-West Ham 2 Man.United-Arsenal 1 Man.United-Arsenal x Sheff. W ed-Man .City 1 Sheff.Wed-Man.City 1 Tottenham-Ipswich 1 Tottenham-Ipswich x Charlton-Grimsby 1 Charlton-Grimsby 1 Fulham-Middlesbro 1 Fulham-Middlesbro 1 Huddersf.-Oldham x Huddersf.-Oldham 2 Stoke-Barnsley x Stoke-Barnsley 2 Wimbledon-Sheff.U x Wimbledon-Sheff.U 2 Athugið! Fólk sem spilar í getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi. Þorleifur. Heiðar: Víðir Sigurðsson með bækur sínar. r Mynd: AE. Islensk knatt- spyrna og saga West Ham Nýlega gaf Bókhlaðan út tvær bækur fyrir knattspyrnuáhuga- inenn. Það eru annars vegar íslensk Knattspyrna 1985 eftir Víði Sigurðsson, og hins vegar Saga West Ham í þýðingu fyrr- nefnds Víðis. Þetta er í fimmta sinn sem Islensk Knattspyrna kemur út, en að þessu sinni er nokkuð breytt form á henni, og eru þær breytingar til hins betra. Bókin er mjög skemmtilega uppsett og auðvelt er að finna þær upplýsingar sem ætlunin er að finna. í byrjun bókarinnar er farið yfir stórviðburði ársins í dagbókarformi, en síðan tekur við rækileg umfjöllun um deildar- keppnina síðastliðið sumar þar sem farið er yfir hverja umferð fyrir sig í öllum deildunum fjórum, auk þess sem kvenna- knattspyrnan og yngri flokkarnir eru tekin fyrir. Þá er umfjöllun um hvert lið fyrir sig, árangur þéss rakinn og tölulegar upplýs- ingar gefnar um leikmenn. Auk þessa eru í bókinni sérkaflar um landsleiki, Evrópuleiki og ís- lenska landsliðið. Auðséð er að mjög hefur verið vandað til allrar vinnu við upplýsingaöflun og óhætt er að fullyrða að bókin er hin gagnlegasta sem uppflettirit um Islenska knattspyrnu 1985. Saga West Ham er í bókaröð þar sem áður hafa komið út saga Liverpool og Manchester United og er í henni að finna flestar upp- lýsingar um liðið sem mönnum getur dottið í hug að leita að. Bókin er ágætlega unnin og Þýð- ing Víðis er hin ágætasta. AE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.