Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 3
17. desember 1985 - DAGUR - 3 Landbúnaðartæki, flestar gerðir. Leikfangaúrval í sérflokki fyrír stráka og stelpur. rmrmmmm HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Framkvæmdir við Síðuskóla fóru 16 milljónum króna fram úr áætlun á árinu. Framkvæmdafé bæjarsjóðs: 35 milljónum króna minna en í fyrra - segir Sigurður Jóhannesson forseti bæjarstjórnar Ráðstöfunarfé Bæjarsjóðs mun samkvæmt fjárlagafrum- varpinu verða minna á næsta ári en nú er og er munurinn um 4%. „Það eru einkum þrjú atriði sem valda því að ráðstöfunarfé Bæjarsjóðs er minna nú en í fyrra“, sagði Sigurður Jóhannes- son forseti bæjarstjórnar. „í fyrsta lagi fóru framkvæmdir við Síðuskóla 16 milljónum króna fram úr áætlun, sem er 100% umfram áætlun. í öðru lagi er framlag úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga nánast óbreytt frá fyrra ári í krónum tal- ið en hefði átt að hækka um 12 milljónir króna til þess að halda í við verðbólguna. En breyttar reglur stjórnvalda gera það að verkum að sjóðurinn hefur úr minna fjámagni að spila nú en áður. í þriðja lagi lækka framlög ríkisins til framkvæmda hér í bæ um 1 milljón frá fyrra ári en hefðu átt að hækka um 6 milljón- ir króna til þess að ná sömu krónutölu og framreiknuð fjár- veiting fyrra árs. Þessir þrír liðir valda því að framkvæmdafé er 35 milljón krónum minna en ella hefði orðið. Þá má benda á að verðbólgan á þessu ári varð meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun í ár og launaliðir fóru þess vegna um 15 milljón krónum fram úr áætlun Þar valda kjarasamningarnir við STAK, sem gerðir voru á árinu, mestu um,“ sagði Sigurður. „Eina nýframkvæmdin sem við veitum fé til er bygging Verk- menntskólans og þótt framlagið sé ekki eins hátt og við hefðurn kosið stöndum við þó fyllilega við okkar hluta. Að öðru leyti stefn- um við að því að ljúka eldri fram- kvæmdum. Þar má nefna endur- nýjun á húsnæði leikskólans Árholts, lokafrágang Flúða og svo áframhaldandi uppbyggingu í Hlíðafjalli, en ný skíðalyfta verð- ur keypt á næsta ári. Suðurhluti Norðurgötu verður endurbyggður ásamt fleiri götum bæjarins og þá verður því átaki haldið áfram að malbika gang- stéttir í bænum en alls er áætlað að verja 34,5 milljónum til endurbyggingar og malbikunar gatna og gangstétta,“ sagði Sig- urður. Hann benti á að töluvert hefði reynt á gjaldþol húseigenda vegna hárra hitaveitugjalda en nú væri komið til móts við þá með lækkun vatnsskatts og fast- eignagjalda. BB. AJkureyringar - Norðlendingar Höftun opnað raftækjaverslun að Brekkugötu 7, Akureyri. Fjölbreytt úrval af rafmagnsvörum til heimilisnota. ^ Yfír 30 ára þjónusta við Norðlendinga. ^ Veriö velkomin. Ingvi R. Jóhannsson, löggiltur rafverktaki, Brekkugötu 7, sími 26383 og Óseyri 6, sími 24223. Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ „Smellur“ er kominn út Út er komið 4. tbl. af tónlistar- tímaritinu Smelli. Smellur er stærri en nokkru sinni áður, 40 blaðsíður. Fjölbreytt efni um tónlist og komið víða við. M.a. greinar um Herbert Guðmunds- son, Art, U2, Toyah, Rikshaw, Þrek, Depeche Mode, Bryan Ferry og Centaur. Viðtöl við Addý og Mána Svavarsson í Cosa .Nostra, Eddie Van Halen, Wham!, Allt um „Eþíópuplöt- una“ Hjálpum þeim, kíkt inn á Rás 2 þegar verið var að velja vinsældalistann. Einnig fréttir frá Mezzoforte, David Bowie, Jennifer Rush, Arcadia, Phil Collins, Simon Le Bon, George Michael, Paul Young, Pat Benat- ar, Go West, Mouern Talking, Marillion, Stevie Wonder, ofl. ofl. í nýjasta Smelli er líka að finna vinsældakosningu fyrir árið 1985, þar sem lesendum gefst kostur á því að taka þátt í vali um vinsælustu íslensku og erlendu hljómsveitina, söngvarann, hljómplötuna, lagið. Einnig verður kosið um björtustu vonina 1986 ásamt vali á vinsælasta tón- listarþættinum á Rás 1 & Rás 2. Tónlistarkrossgátan er á sínum stað ásamt verðlaunagetraun þar sem spurt er um ákveðna pers- ónu. Lesendur Smells velja lög á vinsældarlista sem birtist í hverju blaði. Jólaávextír Epli, rauð amerísk ex. fancy kr. 58,00 kg. Ks. kr. 980,00 (I8V2 kg í ks.) Epli, rauð amerísk Washington kr. 78,00 kg. Ks. kr. 1.250,00 (I8V2 kg í ks.) Epli, gul frönsk kr. 55,00 kg. Ks. kr. 860,00 (17'/2 kg í ks.) Appelsínur, spánskar kr. 70,00 kg. Ks. kr. 950,00 (15 kg í ks.) Klementínur kr. 57,50 kg. Ks. kr. 589,00 (IOV2 kg í ks.) Auk þess höfíun við úrval af öðrum ávöxtum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.