Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. desember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. ____leiðari.________________________ Gjaldþrot Hafskips, hæira vömverð Fólk á landsbyggðinni veltir því nú fyrir sér hvaða áhrif gjaldþrot Hafskips geti haft á vöruflutninga og vöruverð út um landið. Líkur eru á því að þetta geti haft áhrif til hækkunar farmgjalda innanlands og þannig hærra vöruverðs. Hafskip setti innfluttar vörur í framhalds- flutninga innanlands með skipum frá Skipa- útgerð ríkisins og mun þar hafa verið um að ræða um 34 þúsund tonn árlega, en með í þeirri tölu eru vörur sem Ríkisskip sá um að flytja utan af landi til Reykjavíkur og Hafskip flutti síðan út. Allt virðist því benda til þess að Ríkisskip verði fyrir verulegu tekjutapi vegna þessa gjaldþrotamáls og verði að mæta því með hærri farmgjöldum eða auknum ríkisstyrk. Einnig gæti farið svo að Ríkisskip yrði sam- keppnisfært við Eimskipafélagið, sem vafa- laust hugsar sér til hreyfings í innanlands- flutningunum. Ríkisskip hefur gegnt mjög þýðingarmiklu þjónustuhlutverki fyrir landsbyggðina, varð- andi flutninga milli landshluta, þó menn hafi deilt um það hvort betur mætti að standa. Það hlýtur því að valda landsbyggðarfólki verulegum áhyggjum ef rekstrargrundvöllur Ríkisskips veikist, þannig að vöruflutningar verði dýrari og vöruverð á landsbyggðinni þar með hærra. Akureyri fær sinn skerf í samdrættinum Fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarbæ hefur verið lögð fram og er samstaða um hana, eins og oft áður undanfarin ár, með örfáum undan- tekningum þó. Það hefur verulega áhrif á þessa fjárhags- áætlun að ríkið hefur dregið mjög úr framlög- um sínum, bæði til framkvæmda og til Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga, sem dregur tekjur Ak- ureyrarbæjar saman um 18-19 milljónir króna þegar tekið er mið af verðbólguþróun. Upp- hæðin er sú sama í krónutölu í ár og í fyrra, sem þýðir um 30% lækkun raunvirðis. Fram- lög ríkisins vegna ákveðinna framkvæmda halda ekki einu sinni sömu krónutölu, heldur lækka um 6 milljónir. Það er því greinilegt að Akureyringar fá sinn skerf af niðurskurðinum og samdrætti í ríkisrekstrinum, sem hlýtur að koma fram í minni framkvæmdum en æskilegar væru. -viðtal dagsins________________________________________________________________ „Erum kræklótt eins og íslenska birkið“ - segir Ingibjörg Sveinsdóttir, en Gigtarfélag íslands verður 100 ára á næsta ári og hyggst gera átak í félagasöfnun „Gigtarfélag íslands var stofn- að 9. oktober 1966 og verður því 10 ára næsta haust. í því til- efni er fyrirhugað að stofna deildir víða um landið og einn- ig ætlum við að gera verulegt átak í þá átt að etla félagið,“ sagði Ingibjörg Sveinsdóttir fé- lagi í Gigtarfélaginu. „Við ætlum að reyna af fá sem flesta til liðs við okkur, því í því liggur okkar styrkur. Á íslandi eru um 20 þúsund manns sem þjást af gigt á mismunandi háu stigi. Þetta er dýrasti sjúkdómur okkar íslendinga." Ingibjörg sagði að í tilefni af 10 ára afmælinu færi nú fram átak í félagasöfnun og er þegar farið af stað. Þegar menn ganga í félagið þá taka þeir sér þrjá garnspotta í hönd og mæla einn faðm. Litirnir eru þrír, rauður, grænn og blár. Rauði liturinn táknar kærleika, „Okkur veitir ekki af allri þeirri vináttu og kærleika sem býðst,“ sagði Ingibjörg. Græni liturinn er tákn vonarinnar, „Við vonumst til að verða heldur betri á morg- un en við vorum í gær,“ og blái liturinn er tákn trúarinnar, „en við trúum því að einhvern tíma verði komist að því af hverju gigtin stafar.“ Hver faðmur sem nýir félagar taka er undinn upp í hnykil og er það von þeirra sem að félagasöfnuninni standa að þegar upp verður staðið þá nái hnykillinn hringinn í kringum landið. Nú stendur yfir sala happ- drættismiða á vegum Gigtarfé- lagsins. „Við höfum aðallega gengið með miðana í fyrirtæki og hefur okkur verið ákaflega vel tekið. Enda hlýtur það að vera vinnuveitendum mikið kappsmál að starfsfólkið sé hraust og vinnustaðir ættu að fá til sín iðju- og sjúkraþjálfara til að leiðbeina um réttar vinnustellingar og slökun. Slíkt getur komið í veg fyrir vöðvabólgu og er þá ekki svo lítið unnið.“ Gigtarfélagið gefur út tímarit sem kemur út fjórum sinnum á ári. í því eru upplýsingar um ýmis lyf og varnir gegn gigtinni. Gigtarfélagið hefur þegar komið upp gigtlækningastöð í Reykja- vík, en það er markmiðið að koma upp fleiri slíkum stöðvum víðar um landið og sagði Ingi- björg að á Eyjafjarðarsvæðinu væri mjög vel við hæfi að setja upp eina stöð. „Ég vil líkja okkur gigtarsjúkl- ingum við íslenska birkið. Við erum kræklótt eins og það, en við seiglumst áfram. Gefumst ekki upp. Birkið gefst ekki upp þó við hlið þess sé gróðursett falleg planta, það stendur fyrir sínu. Og birkið springur ekki út fyrr en vorið er örugglega komið. Það gerum við gigtarsjúklingar líka, við liðkumst öll þegar sólin fer að skína. Veturnir eru okkur verstir. Hreyfing er okkur nauðsynleg, en að vetrinum eigum við erfitt með að klæða okkur í þykk föt og það er líka erfitt að hreyfa sig mikið klæddur. Auk þess sem erfitt er að ganga í færðinni hér- lendis. Það er ákaflega nauðsyn- legt fyrir gigtarsjúklinga að klæða sig rétt og vera ekki í gerviefnum. íslenska ullin er mjög góð og heldur vel hita, og mokkaskinns- jakkarnir okkar eru stórkostlegar flíkur. Eiginlega er það okkur ómetanlegt að geta klæðst slíkum fötum á hörðum vetri.“ Ingibjörg sagði að á næsta ári væri fyrirhugað að fá skógræktar- félög í landinu til liðs við gigtar- félagið og yrði þá farið af stað með herferð þar sem kjörorðið væri „Gróðursetjum fyrir gigtar- sjúka.“ „Hver planta sem sett yrði niður veitir okkur skjól og við gigtarsjúklingar þurfum á öllu því skjóli að halda sem mögulegt er,“ sagði Ingibjörg. Að lokum vildi Ingibjörg hvetja alla til að hafa samband, en hún veitir allar upplýsingar um gigtarfélagið og hefur með sölu happdrættismiðanna að gera. „Fólk sem þjáist af gigt á erfitt með að hreyfa sig og því er hætta á að það einangrist. Ég vil endilega hvetja fólk til að hafa samband, það verður að láta í sér heyra. Við verðum að tala hvort við annað.“ -mþþ Ingibjörg Sveinsdóttir með hnykilinn góða. „Hver nýr félagi í gigtarfélaginu tekur einn faðm af von, trú og kærleika og við vindum upp í hnykil. Vonandi verður hann stór þegar upp verður staðið!! Mynd: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.