Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 3
18. desember 1985 - DAGUR - 3 Sr. Birgir Snæbjömsson: „Láttu éki blessuð jólin fam úr bmm“ Þau hittust eitt sinn kærleikurinn og hatrið, segir í gamalli dæmisögu. Hatrið brosti sigrihrósandi, kærleikurinn var sorgbitinn og hljóður. „Við þyrftum að vinna saman,“ sagði hatrið. „Þá gætum við lagt undir okkur heiminn. Þú ert einasta aflið, sem ég hefi ekki getað tekið í þjónustu mína, líklega vegna þess hve fáráðurþú ert og falslaus. “ „Já“ sagði kærleikurinn, „ég hefi sjálf- sagt oft verið blindur og treyst þeim, sem ekki voru traustsins verðir. “ „Heyrðu,“ sagði hatrið „ég vildi geta sundurkramið hjarta hvers einasta manns. Ég þarf aðeins að eyðileggja þær dyggðir, sem þar búa eins og drenglund ogmannúð, og þá er sigurinn vís. Ég tek hvaða meðul, sem er í þjónustu mína grimmd, öfund og ofríki; til þess að öðlast völd, mannaforráð og metorð. “ „Jæja,“ svaraði kærleikurinn og sýndi lítinn áhuga á samstarfi. „Þú ert bæði heimskur og duglaus,“ sagði hatrið. „Þú kannt ekki að notfæra þér óánægjuna og gagnrýnina, sem eru svo beitt vopn. Þig skortir alla skarpskyggni. Þú kannt ekki að koma málum þínum fram.“ Kærleikurinn svaraði engu. Hann horfði aðeins á hatrið, rétti fram hendur sínar eins og hann vildi segja: Komdu til mín, ég skal lækna þig og leiða þig frá villu. En hatrið hristi höfuðið og sagði: „ Vertu sæll kærleikur. Ég ætla að draga mig í hlé. Mér hentar betur að berjast við þig úr fjarlægð. Komi ég of nærri þér er úti um mig. “ Og kærleikurinn varð eftir einn. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þú kann- aðist við þessa sögu, lesandi minn, fyrir og um hver jól. Einmitt þá er hún að gerast í veröld okkar. Mannheimur verður þá allur annar en hann var vikurnar og mánuðina á undan. Hinum válegu tíðindum fækkar og því er líkast að allt hið illa, sem hrætt hefir og hrjáð sé á undanhaldi: Það er að færast yfir kyrrð og friður eftir ærandi óró. Menn verða ríkir þótt stórlega minnki í buddunni og bankabókinni. Þeir verða hamingjusamir af því að hamingjan grund- vallast fyrst og fremst á því að gera aðra hamingjusama, glaðir af því að sannasta gleðin er í því fólgin að gleðja aðra. Hvers vegna verður þessi gleðilega breyting? Skýringin er augljós og aðeins ein. Sjálf uppspretta kærleikans góður Guð kemur í heiminn í syni sínum Jesú Kristi. Hann brýst í gegn um allar hindranir og enn sannast það, að hatrið þolir ekki ná- lægð hans og verður að hopa undan. Þá losnar um þær viðjar, sem hið illa hefir vaf- ið um jarðarbörnin. Það er og verður eitt mesta fagnaðar- og þakkarefni, að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- líft líf. inu í Betlehem, og í enn meira umkomu- leysi virtist hann deyja. Það er nú svo að gersemar og titlar virðast skipta svo undra litlu máli þar sem Guð kemur, en í þess stað stíga hjörtun í verði. Enginn miðlar á sama hátt ogJesús, sem opinberar okkur kærleika Guðs. Deyjandi bað hann fyrir böðlum sínum og huggaði með því að benda á opin hlið Paradísar. Enn í dag kemur hann inn ímyrkur sorgar- innar með blessun sína. Jafnvel þar sem skeflt er í skjólin skína þó blessuð jólin. Dauðaganga frelsarans varð sigurbrautin til lífsins, og enn getur hann sagt við sína: „Sannlega, sannlega segi égyður. Efnokk- ur varðveitir mitt orð, hann skal aldrei að eilífu sjá dauðann. “ Hver annar en hann hefir verið þess umkominn að segja: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. “ Og hver hefir gefið stórkostlegra fyrirheit en þetta: „Sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar.“ Staðreyndin er og verður sú, að Kristur kærleikans umskapar heiminn og vinnur þar sín áþreifanlegu kraftaverk. Með ljósadýrð yfir land og sæ lýsandi og vermandi sérhvern bæ kærleikans eilífa eldi á elskuðu jóla kveldi. En hvers vegna þarf þetta að breytast á bak jólunum? Hvers vegna þarf að gefa grænt Ijós svo fljótt á ný öllum löstunum og öllu hinu lága og lítilmótlega, hinu illa og spillta, og láta það flæða yfir heimsbyggð- ina? Hvers vegna er hatrinu á ný leyft að benda til vegar, sem áreiðanlega liggur í ógöngur? Eitt er víst, það er ekki Kristi að kenna, hann stendur við öll sín fyrirheit og svíkur engan. Hann vill vera hjá okkur alla daga. En það er eðli kærleikans að þröngva sér ekki upp á neinn, heldur líður hann, vonar og bíður. Þótt heimurinn ýti Jesú Kristi til hliðar, þá er hann ætíð reiðubúinn að hlýða kalli þegar einstaklingur leitar hans af þörf af iðrandi hjarta, í angist eða neyð. Og raun- arbarnið finnur það að frelsaranum má ætíð treysta og að ekkert er betra en það að leggja allt sitt í hendur Guðs. Það ætti því að vera sjálfsagt að gera allt sem hægt er til þess að varðveita kærleiksveldi jól- anna með því að lifa áfram í samfélagi við orsakavald þess, Jesúm Krist. Lítið barn kom eitt sinn til móður sinnar og hrópaði fullt ákafa. „Mamma mín! Láttu ekki blessuð jólin fara út úr bænum, lokaðu þau inni mamma. “ Börnin eru öll- um næmari á gildi kærleikans. Láttu þetta litla barn minna þig á nauðsyn þess að leyfa Jesú Kristi ætíð að gista hjarta þitt, lesandi minn og glæða þar elsku eld, endurskin hins guðlega kærleika. Guð gefi að sú verði raunin á. Guð gefi jól í samfélagi við frelsarann Jesúm Krist og áframhaldandi samveru með honum. Einhverjum kann að virðast kærleikur- inn klæddur í fátæklegan búning. í fátækt fæddist Guðs sonur inn í heiminn í fjárhús- Oskum Akureyringum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á árinu. Bæjarstjórn Akureyrar Óskum Húsvíkingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum samstarfið á árinu Bæjarstjórn Húsavíkur Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum ánægjuieg viðskipti áárinu sem erað líða Forsíðan: í tilefni af þvi að 150 ár eru liðin frá fædingu séra Matthíasar Jochumssonar birtir Dagur mynd af skáldinu eftir Kristin G. Jóhannsson, myndlistarmann. Inn í myndina eru felld fyrstu þrjú erindin úr kvæði Matthíasar „Jólin 1891".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.