Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 24

Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 24
24 - DAGUR - 18. desember 1985 Af hveiju fara menn á fjöll - þegar þeir geta haft þad notalegt heima í stofu? „Og þóttist vera töff“ Við búum við margslungna og oft á tíðum óblíða náttúru, við íslendingar. Veðurfarið er rysj- ótt og veðrabreytingar tíðar. Mörgum þykir nóg um að þurfa að búa við dynti náttúrunnar niðri í bæ en til eru þeir sem láta sig hafa það að æða upp um fjöll og firnindi um hávetur °g liggja þar í frosti og misjöfnum vcðrum. Þetta háttalag þykir öðrum oft á tíðum hálf undarlegt og ætla ég að segja hér stutta sögu sem útskýrir aðeins nánar hvað ég á við. Sjálfur er ég áhugasamur um fjallaferðir og nokkur ár í röð eyddi ég páskum á fjöllum. Þessar páskaferðir kröfðust mikils undirbúnings og því notaði ég flestar helgar seinni hluta vetrar til æfingaferða. Þær fölust ýmist í daglöngum gönguferðum eða lengri ferðum þar sem maður gisti á fjöllum, eina nótt eða tvær. Oftast var þá gist í tjöldum en stundum í skálum eða snjóhúsum og fyrir kom að maður svaf undir berum himni. Oft hef ég rekið mig á að þeir sem ekki hafa reynt það að sofa úti að vetrarlagi eiga bágt með að skilja hvað rekur menn til að gera siíkt án þess að brýn nauð- syn reki þá til. Einn góður vinur minn sagði eitthvað á þessa leið um áðurnefnt hátterni mitt, þegar honum varð hugsað til þeirra ára sem ég var hvað duglegastur við fjallaferðirnar: „Alveg var hann Yngvi ómögulegur. Um miðjan vetur bilaði hann þannig að það var ómögulegt að fá hann með sér á ball eða til að gera eitthvað annað skemmtilegt um helgar. Heldur vildi hann æða upp á fjöll um hverja helgi til að grafa sig niður í skafl og láta sér verða kalt. Og þóttist vera töff!“ Ég ætla að láta þessar skýringar félaga míns á ferðum mínum duga, en til að reyna að gefa les- endum einhverja innsýn í það hvað menn sækja á fjöll hafði ég samband við tvo forfallna fjallamenn og bað þá að svara spurningunni; af hverju þeir færu á fjöll til að liggja úti um reginvetur, þegar þeir gætu í stað þess legið heima í stofu og haft það notalegt. -yk. Vilhelm Ágústsson: ,J\4enn hafa cdltaf sóst eftir svdoilfönm“ „Að vera á Sprengisandi á fal- legum degi, inni á milli jökla og hafa möguleika á að renna upp á topp á þeim á nokkrum stundarfjórðungum, það er al- veg dásamleg tilfinning.“ Þetta hafði Vilhelm Ágústs- son að segja um tilfinninguna sem hann finnur fyrir þegar hann er kominn upp á regin- fjöU, akandi á vélsleða með fé- lögum sínum. Vilhelm er for- maður Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna og hef- ur notað vélsleða til fjallaferða í ein fimmtán ár, eða frá því í árdaga vélsleða á íslandi. „Vélsleðar eru þannig verkfæri að mér finnst ekki að menn eigi að vera mikið á þeim í bæ eða byggð. Þetta er mesti ósiður þeg- ar strákar eru að þjóta á sleðum um göturnar. Þeir eiga að nota þetta til að fara í leiðangra inn í landið. Þeir sem einu sinni hafa farið svona ferð verða alveg snar- vitlausir í þetta og vilja hvergi annars staðar tolla en uppi á fjöllum, þegar fallegt veður er seinnipart vetrar. Menn fá það út úr þessu ^ð þeir svala einhverri ævintýralöng- un. Allir hafa gaman af því. Maður kemur þreyttur heim og er ánægður lengi á eftir en svo kviknar fiðringurinn aftur, hugs- anlega strax næstu helgi á eftir. Kannski eru það túrarnir sem hafa verið erfiðastir, þegar mað- ur hefur lent í einhverjum þrek- raunum, sem maður man lengst eftir. Maður hefur lent í því oftar en einu sinni að þurfa að labba til byggða vegna óveðurs, hefur orðið veðurtepptur í marga daga uppi á fjöllum.“ - Hefur það ekki hvarflað að þér þegar þú hefur verið að basla við að komast til byggða í vit- lausu veðri að hætta þessu nú, vera ekki að leggja þetta á þig að óþörfu? „Nei, ég held að það sé þvert á móti. Maður er sjálfsagt var- kárari á eftir. Ég held að það sé mjög fátítt að maður sem lendir í erfiðleikum á fjöllum hætti að ferðast vegna þess. Mannskepn- an er nú einu sinni svona gerð að menn þurfa sífellt að sækja lengra og lengra. Ef þú skoðar söguna þá sérðu að menn hafa alltaf sóst eftir því að komast í einhverjar svaðilfarir. Allur útbúnaður til fjallaferða er orðinn miklu léttari og betri en hann var fyrir tiltölulega fáum ár- um. Þessir skálar sem víða eru komnir upp bjóða upp á fínustu gistingu. Hvað viðvíkur einstökum ferðalögum þá lifa þau lengst sem eru erfiðust en alltaf er þetta nú jafn gaman. Það sem ég er óánægðastur með núna er að hafa ekki fengið norðlenska stór- hríð hér í tvö, þrjú ár. Ég er glað- astur þegar öll gil eru full af snjó og allar girðingar á kafi. Þá liggur vel á okkur vélsleðamönnum," sagði Vilhelm að lokum. Vilhelm Ágústsson. Friðrik Sigurðsson. Friðrik Sigurðsson: Fyrst ogfremst er þetta gaman Þótt Friðrik Sigurðsson sé ekki nema 20 ára hefur hann stund- að fjallaferðir í 7 ár. Hann ferðast mest á gönguskíðum og hefur meðal annars gert tvær tilraunir til að ganga yfir Vatnajökul um páska með fé- lögum sínum. Hvorug tilraunin tókst og þurftu þeir félagar í bæði skiptin að fá aðstoð, i fyrra skiptið fékk Friðrik snjóblindu og varð að fá flutn- ing heim og í seinna skiptið féll félagi hans í jökulsprungu í Kverkfjöllum. Það atvik er flestum kunnugt því flestar björgunarsveitir landsins tóku þátt í að reyna að koma þeim til aðstoðar. Þeim hefði reynd- ar dugað að komið væri til þeirra nægilega sterkum kaðli til að ná manninum upp úr sprungunni, en það er önnur saga sem ekki verður sögð hér. Nú hefur Friðrik hafið undir- búning enn einnar ferðar og enn á að Ieggja á jökulinn og freista þess að komast suður yfir. Hvað er það sem dregur Friðrik og félaga á fjöllin? „Fyrst og fremst er þetta gaman. Maður hefur allt út af fyrir sjálfan sig eða þann hóp sem maður er í og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Fjalla- sýnin getur verið alveg stórkost- leg. Kannski er maður líka að leita eftir tilbreytingu. Maður reiknar alltaf með að geta fengið slæmt veður og er við því búinn. Það er jafn skemmtilegt að ferð- ast í slæmu veðri eins og góðu. Það er kannski önnur hugsun á bak við. Maður er að reyna sjálf- an sig, takast á við náttúruna. Oft koma einhverjir gallar fram hjá manni og þá reynir maður að bæta úr þeim fyrir næstu ferð. Sjálfsagt tekst þó aldrei að kom- ast fyrir alla galla. Ég er félagi í Flugbjörgunar- sveitinni á Akureyri og það kem- ur sér vel að vita svolítið um landið og þekkja á veðurfarið á íslandi þegar á reynir og maður þarf að fara í björgunarleið- angra.“ - Hefur einhvern tíma hvarfl- að að þér þegar þú hefur lent í erfiðleikum og vondu veðri að hætta þessu nú og vera heima í stofu um næstu páska? „Þetta kom upp í huga okkar á Vatnajökli í vor, kvöldið áður en félagi minn féll í jökul- sprunguna. Þá töluðum við um að þetta yrði síðasta langa ferðin sem við færum. Það væri of langt að vera 10 til 12 daga, við. færum ekki svona langt aftur, heldur myndum við stytta ferðirnar nið- ur í svona 6 daga. Þá vorum við búnir að vera í leiðindaveðri all- an tímann og orðnir þreyttir á veðrinu en samt var þetta búið að vera mjög gaman og við hefðum ekki viljað hafa misst af þessu þó að það hefði óneitanlega verið skemmtilegra að geta séð eitt- hvað frá okkur á þessum háu bungum sem við höfðum labbað yfir. En við vorum ekki fyrr komnir heim til okkar en við vor- um búnir að ákveða að reyna einu sinni enn að komast yfir jökulinn án þess að þurfa að hætta við, einn eða fleiri."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.