Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 17
16 - DAGUR - 18. desember 1985
18. desember 1985 - DAGUR - 17
- viðtal við Leó Guðmundsson sem hefur ekið bíl í hartnær 60 ár
Allir vilja eigafrí á jólunum og allir vilja getaferðast hvertsem þá lang-
ar til, á sem skemmstum tíma. Einn er sá maður hér í bænum sem sjald-
an átti frí á jólum a.m.k. fyrir daga Hitaveitu Akureyrar. En hann er
einnig búinn aðferðast mikið, tvo hringi í kringum hnöttinn var talið að
hann vœri búinn að aka. Petta var fyrir daga malbiks og þess að allar
smásprænur vœru brúaðar. Pennan mann þekkja flestir, hann heitir Leó
Guðmundsson, oftlega kallaður Lói í olíunni. Við fengum hann til að
segja okkur aðeins frá fyrstu bílastöðinni sem starfrækt var hér í Akur-
eyrarbæ og ferðalögum á árum áður. Fyrst er það samt ætt og uppruni.
Leó Guðmundsson. Mynd: KGA
Lói er fæddur í Holtsseli í Eyjafirði 24.
nóvember 1910, sonur hjónanna Guð-
mundar Guðmundssonar og Margrétar Jó-
hannesdóttur. Þegar hann var á 1. ári
fluttu foreldrar hans í Háhamar en hann
fór fram í Velli til hjóna sem þar bjuggu.
Vegna veikinda húsmóðurinnar var hann
þar aðeins í eitt ár. Þaðan fór hann í
Finnastaði og var smátíma en þegar hann
var á þriðja ári tóku hjónin í Möðrufelli,
Jón Jónsson og Ólöf Árnadóttir, Lóa í
fóstur. Þar dvaldi hann fram yfir fermingu.
En hvenær skyldi hann hafa flutt til Akur-
eyrar?
„Ég flutti til Akureyrar 1926 og fór þá
strax að keyra á Bifreiðastöð Akureyrar
sem Kristján Kristjánsson, Kristjánssonar
frá Birningsstöðum átti og rak. Hún var
þá eina bílastöðin á Akureyri. Þar unnu 8
bílstjórar. Þeir sáu um að aka vörubílun-
um á daginn og fólksbílunum á kvöldin.
Þessi bílastöð stóð rétt fyrir austan Lands-
bankann og húsið hýsir núna sjoppuna
hans Odds í Höfn. Ég dró það þangað eftir
að stöðin fór úr því.“
Falsað ökuskírteini?
- Bílpróf 1926, gátu menn tekið bílpróf 16
ára?
„Nei, ég fékk undanþágu til að taka
bílpróf og var með það skírteini í 5 ár, en
1931 kom meiraprófið til sögunnar. Ég hef
verið vændur um það af vegalögreglunni
að vera með falsað ökuskírteini, en sjáðu
sjálf.“ t
Jú, ekki ber á öðru ökuskírteinið hans
Lóa er númer 334 og er fyrsti útgáfudagur
2. desember 1926. Þetta var útúrdúr, en
hvernig skyldu þeir hafa verið bílarnir sem
voru á fyrstu bifreiðastöð Akureyrar?
„Vörubílarnir voru flestir af gerðinni
Ford T árg. ’21, einn var nýr þegar ég kom
á stöðina. Fólksbílarnir voru Ford T, Dix-
ie Flyer og Buick. Einu fólksbílarnir sem
til voru í Akureyrarbæ á þessum tíma voru
á stöðinni. Tveir leigubílanna höfðu verið
í einkaeign en Kristján keypti þá báða þ.e.
A-1 og A-2. Það er svo ekki fyrr en upp úr
1930 sem nokkrir bílar koma í einkaeign.“
- Við hvað var helst unnið og hvernig
var vegakerfið?
„Við unnum aðallega við uppskipun og
að flytja möl í húsbyggingar. Fólki ókum
við um bæinn og svo var nokkuð um að við
færum með fólk í berjamó og slíkt.
Gatnakerfið hérna í bænum var lélegt
og götur fáar, Aðalstrætið, Hafnarstrætið,
gamli Spítalavegurinn og vegur upp í Sig-
urhæðir.
Úr bænum var hægt að komast fram í
Saurbæ, vestur í Bægisá og út í Fagraskóg.
Það er ekki fyrr en á alþingishátíðinni 1930
að kominn er akfær vegur til Reykjavíkur,
en það var tveggja daga stíft ferðalag. Ég
fór í fyrsta sinn til Reykjavíkur árið 1931
ásamt tveim öðrum bílstjórum frá Krist-
jáni með keppnislið frá KA. Við vorum
með svokölluð Þingvallaboddí á vörubíl-
unum til að skýla mannskapnum fyrir
veðri og vindum. Ferðin suður tók hátt í
tvo sólarhringa. Hvernig þeim gekk í
keppninni? Mig minnir að þeir hafi
tapað.“
A þriðja sólarhring í túmum.
Flestum þætti mikið nú til dags að vera
tvo daga á leiðinni til Reykjavíkur og
þurfa að auki að vera undir segli og sjá
ekkert út alla leiðina. En þær vegalengdir
sem í dag eru fljótfarnar tók oft æði langan
tíma að fara. Lói minnist ferðar vestur í
Mælifellsá í Skagafirði árið 1934. Nú mun
taka rúman klukkutíma að fara þetta á
fólksbíl, og um tvo tíma á lestuðum vöru-
bíl, en hann var hátt á þriðja sólarhring í
túrnum. Gefum honum orðið.
„Ég lagði af stað að morgni til. Þetta vai
í októberlok. Ég var að fara með síldar-
mjöl vestur fyrir mann sem þar bjó og kom
hingað haust eftir haust með afsláttarhross
til slátrunar. Það var orðin venja að ég færi
með hann og síldarmjölsfarm vestur eftir
slátrunina. Við tókum mjölið í Krossanesi
um morguninn og lögðum síðan af stað
vestur. Veðrið var gott, kyrrt og frost-
þoka. Ferðin vestur gekk vel, og einnig
framan af á heimleiðinni. Um áttaleytið
um kvöldið var ég kominn í Ytri-Kot og
var að verða bensínlaus. Þar fékk ég mat,
bensín og tvo stráka til að fylgja mér yfir
Kotalækinn sem var orðinn alluppbólginn,
enda komin lenjuhríð. Þeir snéru síðan
heim aftur.
Þegar ég er kominn nokkuð fram í
Norðurárdalinn var snjórinn orðinn það
mikill að ég komst eiginlega ekkert. Ég fór
þá að huga að einhverju til að þyngja bíl-
inn en þarna var ekkert grjót að hafa því
allt var frosið. Allt í einu mundi ég eftir
vörðu sem þarna var örstutt frá veginum,
þar sem maður beygði yfir dalinn og á
brúna. (Þess má geta að vegurinn lá fram-
ar en nú er.) Varðan var á sléttum mel,
þannig að ég komst alveg að henni á
bílnum. Þarna gat ég náð í grjót. Efsta
grjótið var náttúrlega smæst og það var
ekki nóg til að fá ballest. Því var raðað
ofan á þó nokkuð stóran stein sem ég réði
ekki við einn. Ég var ekki á því að gefast
upp og náði í járnkarl sem ég hafði með og
gat rennt steininum upp járnkarlinn. Þar
með var málum bjargað. Ég hélt áfram og
komst í dokkina fyrir sunnan Bakkasels-
bæinn, þar varð ég bensínlaus.
Ég rölti heim í Bakkasel og beint inn í
kokkhús. Það hittist svo vel á að húsfreyja
var að hita morgunkaffið. Ég fékk hress-
ingu, gat farið úr bleytunni og lagt mig að-
eins á meðan bíllinn var sóttur fyrir mig.
Allt í einu er gengið um. Þar eru þá komn-
ir tveir bílstjórar frá Kristjáni sem einnig
voru á ferðinni og hafði annar bíllinn öx-
ulbrotnað við Grjótána. Þeir náðu sam-
bandi við Kristján og málin fara þannig að
ég fór með þeim upp aftur til að skipta um
öxulinn. Klukkan var um 1 e.h. þegar við
lögðum af stað og hún var farin að ganga 3
um nóttina þegar við komum til baka í
Bakkasel, þar sem við gistum.
Morguninn eftir var lagt af stað í bæinn.
Kristján sendi 7 manna bíl fullan af vega-
vinnumönnum á móti okkur. Við mættum
honum við Fagranes og í bæinn höfðum
við okkur um nóttina.
Einn að verki?
„Þetta ferðalag hafði eiginlega smá eftir-
köst,“ segir Lói og brosir. „Ég nefnilega
skildi við bílinn með öllu grjótinu þegar ég
kom heim um nóttina og vinnufélagarnir
vildu vita morguninn eftir, hver hefði
hjálpað mér að setja stóra steininn upp.
Ég sagði þeim að ég hefði verið einn. Mál-
ið var síðan ekki rætt meir fyrr en Kristján
spurði hins sama einn daginn og fékk sömu
svör. Einn vinnufélagi minn Valdi á
Tjörnum, miklu sterkari maður en ég,
vildi ómögulega gera það fyrir mig að
reyna að lyfta steininum. Ég ákvað þess
vegna að ég skyldi reyna að lyfta steininum
og setja hann upp á bílinn hans Valda. Eitt
kvöldið gafst mér svo tækifæri til þess. Ég
var að koma einhvers staðar að og þar sem
steinninn hafði náð að þorna ákvað ég að
reyna. Og það hafðist, en þeir horfðu á
Kristján og bókhaldarinn hans, þannig að
það lá orðið ljóst fyrir að steininn setti ég
einn upp.“
Lói keyrði hjá Kristjáni fram til ársins
1941. Þegar þar var komið sögu sá Kristján
alfarið um alla flutninga fyrir Olíuverslun
íslands og viðgerðir á þeim bensíndælum
sem upp voru komnar. Kristján byrjaði
manna fyrstur að reka verkstæði hér í
bænum, fyrst til að annast viðgerðir á sín-
um bílum og síðan fór hann út í viðgerðir
fyrir aðra. Lói var þá kominn í olíuflutn-
ingana og ók einna mest bílnum A-79,
Ford árg. ’37. Þennan bíl seldi Kristján
Olíuverslun og Lóa með, eins og hann seg-
ir stundum í gríni. Hvað um það árið 1941
byrjar Lói að vinna hjá Olíuverslun
íslands, þar sem hann vinnur reyndar enn.
En hvað gerði hann þá?
„Ég hélt áfram að vera í viðgerðum á
bensíndælum og við uppsetningu á þeim,
einnig var ég í bensínflutningum. Við
fluttum laus bensín í bílum austur í
Vopnafjörð og vestur á Hvammstanga.
Eyðslan var ekki meiri en það að einn bíll
hafði undan. Ég man að það var gott í
Vopnafirði með þrjár ferðir yfir sumarið,
en svo veit ég ekki hvað hefur farið með
skipum yfir veturinn."
Kaldranalegt verk
- Einhvern tímann muntu hafa lent í
erfiðleikum á heimleið úr Vopnafjarðar-
túr.
„Já, það er rétt, það var svo slæm færð
að þeir sneru þrír við á Burstarfellinu og
fóru niður í Vopnafjörð aftur, en ég ætlaði
mér heim. Vegurinn var bara ruðningur og
Skarðsáin var óbrúuð. Mér gekk nokkuð
vel að henni, en upp úr ánni ætlaði ég ekki
að hafa mig, bakkinn var svo frosinn. Ég
tók vatn í aftasta hólfið til að þyngja
bílinn. Ekki get ég neitað því að það var
hálfkaldranalegt að setja keðjur undir
hann niðri í ánni. Upp komst ég og gat
haldið áfram.
Þegar ég kom í Grímsstaði var liðinn
sólarhringur frá því að ég fór úr Vopna-
firði. Á Grímsstöðum fékk ég mat, en
þorði ekki að gista, var hræddur um að
verða veðurtepptur. Seinnipart nætur kom
ég niður í Reynihlíð og vakti þar upp.
Hótelið var þá að mestu byggt, mér var
vísað á herbergi þar úti, en svo illa vildi til
að herbergið var kalt. Ég tók samt ekki
eftir því fyrr en stúlkan sem fylgdi mér út
var farin. Ég var svo að drepast ur kulda
um morguninn þegar þau komu út Þuríður
og Pétur. Þeim fannst maðurinn ekki beint
burðugur. Pétur fór og sótti koníak og gaf
mér góða matskeið út í ca. hálft vatnsglas
af heitu vatni. Þá fór óðara af mér hrollur-
inn. Ég vildi fá meira en Pétur sagði að
þetta væri yfirdrifið nóg handa mér, þetta
væri það mesta sem mætti gefa manni und-
ir þessum kringumstæðum.“
Upp úr þessu fer Lói að þreytast á
akstrinum, enda mun hann hafa verið bú-
inn að keyra sem svaraði tvo hringi í kring-
um hnöttinn. Eitt árið keyrði hann um
áttatíu þúsund kílómetra. Hann segir að
það væri nú ekki mikið á vegunum eins og
þeir eru í dag og á þeim bílum sem nú eru,
en hann segir líka að hann vilji engum það
illt að þurfa að aka allt það sem hann ók
við misjöfn skilyrði. En hvað fór hann að
gera þegar hann hætti að keyra olíu og
bensín?
„Árið 1954 fór ég alfarið í viðgerðirnar.
Þá voru olíukyndingarnar í uppsiglingu, ég
vann mikið við að setja þær upp og sá um
viðhald á þeim. Mest var nú að gera í við-
gerðunum á veturna og algengasti kvillinn
var að það fraus olían. Þeir voru stundum
allt upp í 40 staðirnir sem við þurftum að
þíða á yfir daginn. Það var ekki verið að
spyrja að því hvaða dagur var, það þurfti
að fara út og þíða ef fraus. Oft var maður
að langt fram á nótt.“
Jólasteikin á milli atriða
- Hvernig var með jólin var frí þá?
„Nei, ég man flest eftir einum átta út-
köllum á aðfangadag. Það var ekki alltaf
friður til að sitja yfir jólasteikinni. Ég tók
hana svona á milli atriða,“ segir Lói og
hlær við.
- Var mönnum þá ekkert orðið kalt
þegar þeir hringdu í þig á aðfangadag?
„Nei, þeir hringdu nokkuð fljótt eftir að
stoppaði. Ég held að versta útkallið sem ég
fékk á jólanótt hafi verið í hús hérna inni í
Fjörunni. Húsmóðirin var að veikjast af
berklum og þoldi því ekki kulda. Þarna
var sjálfvirk kynding og ekkert til í hana.
Það sem helst bilaði var þrýstingsjafnari á
rörinu þar sem olían fer fram í gegnum
spíssann, þar voru tvær plötur og önnur
vildi brotna. Við þurftum þá að smíða
hana. Jæja, þetta bilaði eitt sinn á jólanótt
og ég var kallaður út. Ég man vel eftir því
að ég var kominn í skárri föt og álpaðist
bara í galla utan yfir. Það endaði með því
að ég fékk olíu í gegnum gallann og í bux-
urnar og þær voru ónýtar sem sparibuxur á
eftir. Ekkert annað hafði ég upp úr törn-
inni! En hitinn var kominn á um tólfleytið
um kvöldið."
Skrýtið ferðalag
Margir bæjarbúar kannast örugglega við
grænan pick-up sem lengi bar númerið
A-79 og Lói átti til fjölda ára. Þann bíl
keypti hann af Keflavíkurflugvelli, keypti
reyndar tvo bíla og bjó til einn - en það
mun eitthvað hafa fylgt meira með?
„Já, ég fékk einn með honum,” segir
Lói, „sem ferðaðist mikið með mér og
hann meira að segja er með mér enn, hann
flutti sig bara á milli bíla þegar ég seldi
þann græna. Mér var heldur vel við hann,
mér fannst ég ekki vera einn þegar hann
var með mér.“
í framhaldi af þessum umræðum segir
Lói okkur af skrýtnasta ferðalagi sem hann
man eftir að hafa farið í.
„Ég var að koma einhvers staðar að
austan og þegar ég kom upp undir tún-
garðinn á Fjöllum stoppa tvær manneskjur
mig. Ég tók þær upp í bílinn og ég sá þær
í bílnum. Ég hafði það ævinlega f\’rir sið að
stansa þegar ég kom upp á Sæluhússmúl-
ann og athuga um dekk og fleira. Ég gerði
eins í þetta skiptið en þegar ég kem aftur
inn í bílinn er fólkið horfið. Mér leist nú
ekkert á blikuna og byrja að skima í kring-
um mig en allt kemur fyrir ekki. Ég hélt
svo áfram. Morguninn eftir hitti ég sýslu-
mann á Húsavík og segi honum ferða-
söguna og jafnframt að hann skuli ekki
láta sér bregða þó einhverjir komi og klagi
mig fyrir að hafa skilið sig eftir. Sýslumað-
ur tók þessu vel og hafði bara gaman af.
En ég var aldrei klagaður!"
Margt fleira væri hægt að fá Lóa til að
rifja upp, því það hefur margt á daga hans
drifið. Hann hefur verið sívinnandi og er
enn þrátt fyrir að hann sé orðinn 75 ára.
Og enn keyrir hann. Hann sér samt fram á
það að fá frí á jólunum núna, hitaveitan
bjargaði honum frá útköllum vegna
frosinnar olíu. - ám.
A-79, Ford ’37. Þennan bíl keyrði Lói í ein 16 ár og það var með þessum bfl sem Lói var „seldur“ til Olíuverslunar íslands.