Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 29

Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 29
18. desember 1985 - DAGUR - 29 - Oddur Ævar Guðmundsson vill veg hans meiri, eða auka hróður hans Það fer ekki leynt að blessuð jólin eru að koma. Ekki þarf að gera annað en hlusta á út- varp og horfa á sjónvarp til að sjá að það er enginn hörgull á varningi sem þykir hinn besti til jólagjafa. Jólasveinar eru óaðskiljanlegur hluti jóla. En jólasveinninn sem við flestir ís- lendingar þekkjum er af al- þjóðlegum toga. Hinn íslenski jólasveinn hefur horfíð að mestu úr hugum manna. Þessi rammíslenski hrekkjalómur, klæddur í prjónaföt, sem eru að sjálfsögðu í íslensku sauða- litunum. Jólasveinninn er sem sagt Sankti-Kláus, en við köll- um hann íslenskum nöfnum. Okkar sveinar ferðast til byggða einn á hverjum degi. Sá fyrsti kemur 13 dögum fyrir jól og síðan hver af öðrum. Það þarf ekki að nefna þá tilhlökkun sem ríkir hjá smáfólkinu fyrir þessa daga og komu þessara karla. Ætli börnin viti mikið um það hvernig hinn íslenski jólasveinn lítur út? Er ekki Kláus sá sem öll börn þekkja sem jólasvein. Árið 1932 var gefin út bók sem heitir Jólin koma. í henni eru landsþekkt ljóð Jóhannesar úr Kötlum, með myndum Tryggva Magnússonar. tVfíity Oddur Ævar Guðmundsson heldur óprúttnir og stríðnir karlar. Ef þeim var gert eitthvað illt, áttu þeir það til að hefna sín. En ef þeim var gert gott, launuðu þeir það með góðu. I skólum er það sjálfsagður hlutur að vinna jólaföndur í des- ember. Pá eru margir sem teikna mynd af jólasveininum og þá er það undantekningalítið hinn er- lendi Sankti-Kláus. Ekki er víst að kennarar geri mikið til þess að láta börnin heldur teikna hinn ís- lenska starfsbróður Kláusar. Oddur Ævar Guðmundsson kennari í Hrafnagilsskóla er undantekning. Hann hefur í mörg ár haft áhuga á að gera veg hins íslenska jólasveins meiri en nú er. Oddur hefur verið kennari í 13 ár. Teikningu hefur hann haft sem aukakennslugrein. Ann- ars eru hans aðalkennslufög handmennt og raungreinar. ,.Mér finnst ekki nógu gott að við höld- um ekki við þeirri hefð sem við gætum haft gagnvart jólasveinum eins og margar þjóðir. Norður- landabúar eiga nissana, Rússar eiga afa Frosta, Þjóðverjar hafa herra Vetur. Þess vegna eigum við að gera allt til að halda í okk- ar gömlu jólasveina." Oddur hefur haft áhuga á að gera okkar jólasveina aðgengi- legri fyrir alla með því að fara milliveg milli Sankti-Kláusar og íslensku jólasveinana. „Ég hef farið milliveginn. ís- lensku jólasveinarnir eru í þannig fatnaði að hann gefur ekki mikla möguleika í litum. Það eru þessir klassísku íslensku sauðalitir. Ég tók örlítinn lit frá Kláusi og teikna síðan myndirnar eftir ljóð- um Jóhannesar. Útkoman er þessi, sem ég er með hér. Að sjálfsögðu leitast ég við að láta séreinkenni íslenska jólasveins- ins halda sér. Mér þótti þetta skemmtilegt og ákvað að gefa þetta út á jólakortum og plak- ati.“ Eins og áður sagði eru jóla- sveinarnir farnir af stað til byggða. Það eru ekki hreinar lín- ur hvar þeir félagar eru búsettur. Við Akureyriongar höfum út- hlutað þeim heimili í Súlum. Vestfirðingar veittu þeim lóð á Breiðadalsheiði. Reykvíkingar veittu þeim Esjuna og Austfirð- ingar líklega Fjarðarheiði, eða álíka stað. Þegar Oddur var spurður hvað væri hægt að gera til að auka hróður íslenska jólasveinsins, sagði hann: „íslenskir listamenn, hvar í list sem þeir eru, eiga að spreyta sig meira í því að túlka okkar jólasveina. gej- Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæiha heim. Peir uppi í fjöllum sáust, - eins og margur veit, - í langri halarófu á leið niður í sveit. Þannig byrjar þetta skemmtilega ljóð Jóhannesar um jólasvein- ana. í lýsingu hans er um íslenska jólasveina að ræða, sem voru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.