Dagur - 18.12.1985, Blaðsíða 27
18. desember 1985 - DAGUR - 27
Hér sést yngri kynslóðin glíma. Bragðið er mjaðmahnykkur. Mikil aðsókn
hefur verið að glímunámskeiðum Armanns í vetur.
austur fyrir Sléttu. Um 240 þús-
und mál höfðu borist til Siglu-
fjarðar, saitað var á öllum
plönum. Sprettutíð var allgóð á
Norðurlandi, en þurrkar stopulir.
Kal var óvíða.
„Einn dagur á Akureyri hefur
aukið trú mína á íslenskan
iðnað,“ sagði Gylfi P. Gíslason í
viðtali við Dag í ágúst.
Fyrsta fegurðarsamkeppni
karla var haldin í Tívolí í
Reykjavík. Sigurvegari, Helgi
Viðar Ólafsson.
Fyrsti snjór féll þann 21. októ-
ber og var nokkur snjór og hálka
á heiðarvegum.
íslenskur ostur var sendur á
erlendan markað í fyrsta sinn.
Ostur frá Mjólkursamlaginu á
Akureyri var sendur á markað í
Þýskalandi. Líkaði hann mjög
vel og var fyrirhugað að senda
meira fyrir áramótin, en áður
höfðu um 50 smálestir verið
sendar til Pýskalands. íslenskt
lambakjöt fékk góða dóma í
Svíþjóð. Um það sagði málsmet-
andi kona þar í landi: íslenska
lambakjötið er lostætt, maður
finnur aldrei neitt ullarbragð.
Jólamynd Borgarbíós var „Pú
er ástin mín ein“ en í Nýja bíói
var Austan Eden sýnd um ára-
mótin.
1961
Aðalfundur félags áfengisvarna-
nefnda við Eyjafjörð harmaði að
Hótel KEA á Akureyri hafi tekið
upp áfengisveitingar og taldi
fundurinn að það yrði óheilla-
vænlegur skóli í drykkjutísku í
bæ og héraði.
íslenska glíman er karlmann-
leg íþrótt - Pessari íþróttagrein
hefur ekki verið sinnt sem skyldi
á undanförnum árum. Lengi
framan af voru Norðlendingar
miklir glímumenn.
I frétt um hina karlmannlegu
íþrótt, segir að glímufélagið
Armann hafi gengist fyrir tveim-
ur námskeiðum og áhugi sé mikill
í Reykjavík, „æskumönnum þyk-
ir gaman að reyna krafta sína og
lipurð í þessari karlmannlegu
íþrótt.“
Síðar segir: „Norðlendingar
voru miklir glímumenn á árum
áður. íslenska glíman þykir hin
karlmannlegasta íþrótt og vel
fallin til þess að efla drengskap
og þroska skapgerð manna, fram
yfir það sem hópíþróttir gera.
Spurningin er þessi: Hve al-
mennur er áhuginn á þessari
íþrótt? Er rétt að reyna að endur-
vekja hana?“
Þriðja verkefni Leikfélags Ak-
ureyrar bar hið léttúðarfulla
nafn, Biðlar og brjóstahöld. í
leikdómi segir m.a. „Verkið fell-
ur í góðan jarðveg hjá þeim leik-
húsgestum sem vilja skemmta sér
í leikhúsinu og hlæja mikið.
Tæplega fara menn að íhuga
dýpri rök tilverunnar á meðan á
leiknum stendur, svo vitlaus er
hann, hraður, slunginn óvæntum
atburðum og spennandi."
Á Litla Barnum kostuðu ný-
orpin hænuegg 30 krónur kílóið,
trúlofunarhringar voru afgreiddir
með einnar stundar fyrirvara hjá
Sigtryggi og Pétri, nýjar tegundir
af brjóstahöldum, síðum og stutt-
um með færanlegum hlýrum og
stoppuðum skálum voru til sölu
hjá Önnu og Freyju.
Á sumardaginn fyrsta var stór-
myndin Laila sýnd í Nýja bíói.
„Fögur, góð, sænsk stórmynd í
litum og með dönskum texta.
Sýnd kl. 5 til að gefa utan-
bæjarmönnum tækifæri til að sjá
myndina."
Assis ávaxtadrykkur frá ísrael
kostaði 17 krónur flaskan og ný-
lenduvörudeild KEA auglýsti
laxahjól og laxastöng á tækifæris-
verði. Þann 25. maí var ökkla-
snjór á Dalvík. Sumir bændur
búnir að sleppa fé sínu, en engar
fréttir höfðu borist af lamba-
dauða. Spáð var batnandi veðri.
Samt sem áður urðu hátíðarhöld-
in 17. júní endasleppt vegna ill-
viðris.
Færum okkur þá nær jólunum.
Þann 15. nóvember var byrjað að
auglýsa jólahangikjötið. Og því
var pakkað í plastumbúðir fyrir
yður.
Þann 1. desember sendi Dagur
út af örkinni mann sem hafði yfir
bíl að ráða til að telja fána bæjar-
búa. Athugunin bar þennan ár-
angur: Fánar blöktu á KEA, (ís-
lenskur og sænskur fáni) á skrif-
stofu þýska ræðismannsins,
Barnaskóla Akureyrar og
Menntaskólanum og á Eiðsvelli.
Þar með er það upptalið, sagði í
ÍÐUNNÁR-SKÖR!
TÍZKAÍf 1961
[llöfuin fengiö fjölmargnr gerÖir af hæla
háum KVENSKÓM frá löunn.
fflýjar geröir. - Nýir litir. - Nýjasta ihka.
VerÖiÖ lang hagstæÖast, aÖeins kr. 317.00.
Rock and ReD
[ Etonií htogað «1 Norðurtai. 1
Lrast straumar hina nýja ttoto.
f«ton margumtalati Boolt ■ and
poil, e«a hristingur «* ud‘a’H
U oklai leníur avaipaSur tof»-
Ijbláma J
Degi. Og þótti miður hversu
bæjarbúar voru lélegir að flagga á
þessum hátíðisdegi.
í happdrætti framsóknar-
manna var fyrsti vinningur
þriggja herbergja fokheld íbúð í
Reykjavík og annar vinningur
var mánaðarferð til Rússlands.
Lausafregnir hermdu að hækka
ætti bensínið upp í sex krónur og
fimmtíu aura. Ingibjörg Sigurð-
ardóttir sendi frá sér tvær bækur
þetta árið: Sýslumannsdótturina
og Bylgjur, þær kostuðu 85
krónur. Kurteisi var áfátt í strætis-
vögnum bæjarins. margar um-
kvartanir höfðu borist blaðinu
um óviðeigandi hegðun unglinga
í strætó. Drengir fljúgast þar á
svo að þess verður að krefjast að
í fargjaldinu sé innifalin sú lág-
markskrafa að skríll sé fjarlægð-
ur úr almenningsvögnum."
Jólamyndirnar: Nýja bíó sýndi
amerísku stórmyndina Dagbók
Önnu Frank, í Cinema-Scope.
Og í Borgarbíó var það Tungl-
skin í Feneyjum, sérstaklega
skcmmtileg og falleg ný þýsk
söngva- og gamanmynd í litum.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GI'SLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. PÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF
Lausnir
1) Vatn (H20, H tveir O).
2) Austur.
3) Líklega er sanngjarnast að
skipta greiðslunni með tilliti
til framlags hvors fyrir sig til
„máltíðar“ ókunna
mannsins. Sennilega hafa
þeir skipt kökunum jafnt á
milli sín og því hefur hver
þeirra borðað 4. Þar með
ætti sá sem átti 5 kexkökur í
upphafi að fá 3 gullpeninga,
en hinn, sem gaf 3 kexkökur
ætti að hljóta 9 gullpeninga.
(Aðrar lausnir eru hugsan-
legar, en þær eru ekki stærð-
fræðilegs eðlis.)
4) Eina skýringin er sú að Jón
hafi reist sér hús á Norður-
pólnum.
5) Ekki er hægt að grafa hálfa
holu!
6) AÐEINS EITT ORÐ.
7) ÚLFÚÐ. Reglan er stafróf-
ið. Tvö p, tvö r. tvö s, tvö t,
tvö u og tvö ú.
8) AUSUNA. Sex stafa orð
með einum, tveimur, þrem-
ur og fjórum sérhljóðum.
9) DÓMUR. Samhljóðar og
sérhljóðar skiptast á. Fyrsta
orðið endar á samhljóða og
það næsta byrjar á sérhljóða
og svo koll af kolli. Sam-
hljóði, sérhljóði . . .
10) Að 72 stundum liðnum er
aftur komið miðnætti og þá
skín sólin örugglega ekki.
11) Asninn var með 5 böggla en
hesturinn 7.
12) 30. Hver ör hækkar töluna
um tvo.
13) Með því að færa eina eld-
spýtu fram um millimetra
myndast örlítill ferningur.
(Það var aldrei tekið fram að
hann þyrfti að vera stór!)
14)
\----------------------------
Lausnarseðill jólakrossgátu
n
Lausn:
Nafn:
Heimilisfang:
Sími:
Utanáskriftin er: Dagur - (krossgáta)
Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri
_J
Dregið verður úr réttum lausnum en í boði eru stórkostleg verðlaun,
Onkyo-hljómflutningssamstæða að verðmæti 55 þúsund krónur, frá
versluninni Hljómver á Akureyri. Þetta eru langglæsilegustu verð-
laun sem nokkurn tíma hafa verið veitt fyrir rétta lausn á Jólakross-
gátu í dagblaði hér á landi.