Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 2
I
2 - DAGUR - 20. desember 1985
m EIGNAMIÐSTÖÐIN
Skipagötu 14
3. hæð (Alþýðuhúsinu)
Síminn er 24606.
Góðgœtí tíl jólanna
- Herborg Þorgeirsdóttir með gimilegar jólauppskriftir.
Óskum
viðskiptavinum
okkar
gíeðtfegra
jóía
°9 farsÆkfar
d nýju ári.
Þökkum viðskiptin
á árinu
sem er að líða.
Sölustjóri:
Björn Kristjánsson.
Heimasími: 21776.
Lögmaður:
Ólafur Birgir Árnason.
Þá er það góðgætið til jól-
anna. Herborg Þorgeirs-
dóttir gefur okkur hér
uppskriftir af nokkrum
girnilegum réttum, forrétt-
um, aðalréttum og ís. Víst
er að enginn verður svik-
inn sem reynir uppskrift-
irnar hennar Herborgar,
að minnsta kosti verða
þœr að dýrlegum krásum
hjá henni, því hafa vinir
og œttingjar fengið að
kynnast.
Hörpuskelfiskur með
rœkjusmjöri
Forréttur fyrir 4 eða léttur hádeg-
isverður fyrir tvo
200 g hörpuskelfiskur
2 msk. smjör
'A tsk. herbamare salt
]h Camembertostur
4 msk. brauðmylsna.
Rækjusmjör
lA bolli brœtt smjör
lA bolli rœkjur.
Smjöriö og rækjurnar hrærð sam-
an í mixara.
Skreyting
]/'2 bolli rœkjur
1 ananashringur.
Fiskurinn er þerraður og látinn
krauma í smjörinu í 3-4 mínútur.
Saltað. Skipt í tvær litlar eldfast-
aY skálar.
Camembertosturinn skorinn í
litla bita og settur yfir fiskinn.
Brauðmylsnunni stráð yfir. Síðan
rækjusmjörinu hellt yfir og
skreytt með rækjum og ananas.
Bakað við 200° í 5-10 mín,. Borið
fram með snittubrauði.
Rœkjuhlaup
(forréttur fyrir 8-10 manns)
1 bolli mayonnes
21/'2 dós sýrður rjómi
1 lítið glas kavíar (helst ólitaður)
200 g rœkjur.
Allt hrært saman í skál og krydd-
að með kryddediki, frönsku sinn-
epi, karrý, salti og pipar
7 blöð af matarlími lögð í
bleyti í kalt vatn smástund og síð-
an brædd í vatnsbaði. Blandað
varlega saman við rækjublönd-
una. Blöndunni hellt í form og
látið í ísskáp í nokkra klukku-
tíma (eða yfir nótt). Hlaupinu er
síðan hvolft á fat og skreytt með
eggjum, rækjum, tómötum og
sítrónusneiðum.
Ofnsteiktur kalkún með
sellerífyllingu
fyrir 8-10
4-5 ke kalkún er látinn þiðna í
30% útborgun
mjög hagstætt verð
Verslun Iðnaðardeildar býður nú mokkaflíkur á mjög hagstæðu
verði, með aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar í þrennu lagi.
Þetta er tækifæri sem enginn ætti að láta ganga sér úr greipum.
Tökum við greiðslukortum. Einnig staðgreiðsluafsláttur.
VERSLUN IÐNAÐARDEILDAR
SAMBANDS VERKSMIÐJUNUM GLERÁREYRUM OPIÐ 12-17
Opið laugardaginn 21. desember frá 10-22.
VA-2 daga í ísskáp. Steikingar-
tími er 3V2-4 klst. í ofnskúffu, en
3-3VÍ klst. í steikingarpotti. Ofn-
hiti er 170°C.
í leggjum kalkúnans eru
nokkrar grófar sinar sem betra er
að draga úr með töng. Sinarnar
eru síðan settar í ofnskúffuna
með fuglinum.
Fylling:
Fóarnið, hjartað, lifrin og hálsinn
brúnað í potti. Síðan soðið ásamt
lauk.
Innyflin eru hökkuð ásamt ca.
hálfu brauði (10 sneiðar) og 3-4
leggjum af sellerí. Vætt í með
soðinu. 2 egg eru hrærð saman
við og fyllingin er krydduð með
salvíu (sage), salti og pipar eftir
smekk. Kæld.
Kalkúninn þveginn vel og þerr-
aður. Fyllingin sett í og saumað
fyrir. Smjöri eða matarolíu nudd-
að vel utan á fuglinn og hann
kryddaður með salti og pipar.
Fremsti hluti vængjanna er skor-
inn af en steiktur með. Leggirnir
bundnir upp.
Fuglinn er penslaður vel á steik-
ingartímanum með soðinu úr
skúffunni.
Sósan bökuð upp úr steikingar-
soðinu og kjúklingasoði (af ten-
ingum). Bragðbætt með rjóma,
hvítvíni eða madeira. Krydduð
eftir smekk.
Látið kalkúninn standa á borði
í 15-20 mínútur áður en hann er
skorinn. Berið hann fram með
bökuðum kartöflum eða kart-
öflustöppu, einhverju grænmeti
t.d. rósakáli eða korni.
Mjög gott að bera fram salat í
litlum skálum sem búið er til úr
sýrðum rjóma, eplum, sellerí og
söxuðum valhnetum.
Öðruvísi jólahangikjöt
Niðursagaður hangikjötsfram-
partur er settur í stóran pott og
kalt vatn látið fljóta vel yfir. í
pottinn eru einnig sett 2-3 hvít-
lauksrif og 10-12 einber og soðin
með.
Látið sjóða í 30-40 mínútur.
Borðað heitt eða kalt (þá kælt í
soðinu) með soðnum kartöflum
og jafningi sem er bakaður upp
úr aspargussoði, soði af kjötinu
og mjólk. Aspargusinn látinn út í
jafninginn. Einnig er mjög gott
að hafa með þessu rauðkál, helst
heimasoðið.
Mömmuís
]h lítri rjómi
4 egg
3A dl sykur
1 dl sherry
100 g súkkulaði (brytjað)
núggamulningur.
Núggamulningur:
xh bolli sykur og örlítið smjör
brætt á pönnu. Þegar þetta freyð-
ir eru 100 g af möndlum (söxuð-
um) hrærð saman við og þessu
síðan hellt á bökunarplötu, kælt
og mulið.
Rjóminn er þeyttur. Eggja-
rauður þeyttar vel ásamt sykri.
Hrært varlega saman ásamt
sherry, súkkulaði og núgga. Síð-
ast er stífþeyttum eggjahvítunum
bætt varlega út í. Úr þessu verða
2 lítrar af ís.
Þegar fsinn er byrjaður að
frjósa er gott að hræra upp í skál-
inni til að varna því að setjist til á
botninum.
Herborg Þorgeirsdóttir