Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 9
20. desember 1985 - DAGUR - 9
^JkoII — hnýsa_______
Gabb og göbb
Á síðasta ári las ég grein um
svokölluð tryggingasvindl í
Svíþjóð. Ég man ekki nákvæm-
lega tölu eða prósentu lengur,
en það man ég að t.d. töldu
tryggingafræðingar að meira en
helmingur bílabruna væru
svindl þó ekki hafi tekist að
koma upp um nema hluta af
þeim. Ekkert benti til þess að
þetta væri eitthvert sérsænskt
fyrirbæri, síður en svo. En er
þetta þá ekki bundið við nútím-
ann? Varla, ýmislegt bendir til
þess að þetta sé jafn gamalt
tryggingafélögunum.
Nú í marsmánuði vann ég við
uppgröft í miðri Gautaborg, í
elsta hluta borgarinnar. Áður
en við hófum sjálfan uppgröft-
inn leituðum við fanga í ýmsum
rituðum heimildum. Meðal
annars komust við að því að á
uppgraftarstaðnum bjó fyrstur
allra Johan nokkur Prinz, bak-
ari með meiru. Hann mun hafa
byggt hús sitt mjög nálægt 1640.
Prinz var þekktur fyrir ribbalda-
hátt, uppivöðslusemi, drykkju-
semi og stóran munn m.a. Hann
dvaldi reglulega í tugthúsi borg-
arinnar, t.d. gerðist hann svo
grófur í munni við hollenskan
kaupmann, sem reyndi að selja
honum ónýtt mjöl, að hann
Bjarni
Einarsson
skrifar.
kallaði kaupmanninn
berghund. Fyrir það var honum
stungið inn í nokkra daga. Þess
má geta að Hollendingar nutu
mikilla fríðinda í Gautaborg,
þeir byggðu borgina og versl-
uðu þar tollfrjálst, en borgin var
fríhöfn lengi framan af.
Samkvæmt hinum rituðu
heimildum átti hús Johans að
hafa brunnið eitt tiltekið árið.
Einhverju áður hafði konungur
fyrirskipað að ný hús í hverfinu
skyldu hafa eina hliðina úr
steini til að hamla útbreiðslu
bruna, en brunar voru einstak-
lega tíðir. Samkvæmt fyrirskip-
an konungs átti þetta einnig við
um allar endurbætur á húsum.
Nú var það svo að við uppgröft-
inn komu engin merki bruna í
ljós sem hægt var að heimfæra
upp á húsið hans Johans. Ekki
heldur gátum við fundið að
steinveggur hafi verið byggður.
En við vitum að Johan tilkynnti
brunann og fékk næsta örugg-
Iega fé úr hendi yfirvaldsins til
lagfæringa á húsinu sínu og til
að reisa steinvegg í kring um
ofninn sinn.
Hvað varð um féð? Ætli Joh-
an hafi látið það renna að ein-
hverju leyti í vasa nágranna
síns, sem bjó á móti honum. Sá
hafði atvinnu af því að brugga
öl. Bruni Johans virðist ekki
vera neitt einsdæmi í Gauta-
borg frá þessum tíma.
Nokkur hundruð metrum frá
húsi Johans var grafið ári áður.
Þar var sama sagan upp á ten-
ingnum, skjalfestur bruni en
hvorki tangur né tetur ofan í
jörðinni. Þeirri tilgátu hefur
verið fleygt fram óopinberlega
að hér hafi verið um skipulagt
svindl að ræða, enda tiltölulega
auðvelt. Erindrekar yfirvaldsins
komu af ýmsum ástæðum sjald-
an inn í borgina og yfirvaldinu
var í mun að styggja ekki versl-
unarstéttina um of.
Hafa tímarnir breyst?
Bjarni Einarsson.
1.ÁTIÐ FRIÐARLJÓSlf)
I^ÍSA UPP JOLAHATíf)I/y^
Agóði sölunnar rennur
óskiptur til
Hjálparstofnunar kirkjunnar
Gleðileg jól!
6
jj^Xjörbúðir)
Eldridansaklubburinn
Dansleikur verður í Húsi aldraðra, sími 23595, laugardaginn
28. desember.
Húsið opnað kl. 21. Miðasala við innganginn.
Allir velkomnir. i stjórnin.
Jólatrésfagnaður
íþróttafélagsins Þórs
verður haldinn sunnudaginn 29. desember nk. í
Sjallanum kl. 15-17.
Jólasveinar koma í heimsókn og
færa börnunum gjafir.
Félagar fjölmennið.
Tilboð
Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem
skemmdar eru eftir umferöaróhöpp.
Mazda 323 station ..............árg. 79
Toyota Corolla 1600 ............árg. ’84
vDaihatsu Charade.................árg. 79
Colt ...........................árg. ’82
Bifreiðarnar eru til sýnis hjá umboðinu Glerárgötu 24.
Tilboðum sé skilað fyrir föstudag 27. þ.m.
Brunabótafélag íslands
Glerárgötu 24, Akureyri.
☆
Dynasty
skartgrípirnir
eru komnir.
Ný sending af CLINIQUE
OG
ESTÉE LAUDER
snyrtivörum og ilmvörum.
Private Collection, Cinnabar, Estée, Wliite Linen,
Youth-Dew, Aliage.
Einnig ilmur fyrir herra.
Ný sending af
döttmdáíd 2. fuzðj sími 21730.
Heilsugæslustöðin á Grenivík
Staða hjúkrunarfræðings
við Heilsugæslustöðina á Grenivík er laus til um-
sóknar. Um fullt starf er að ræða.
Ýmis fríðindi fylgja þessu starfi.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1986.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á
Heilsugæslustöðinni á Akureyri í síma 96-22311
kl. 11-12 daglega.