Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 20

Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 20
Vantar þig smurt brauð, snittur, cocktailsnittur, ostapinna, ostabakka, smurbrauðstertur eða rjómatertur, hafið samband við smurbrauðsstofu Bautans sími 21818 og hún uppfyllir óskir þínar fljótt og vel. 6 tilboð bárust í Kolbeinsey: Engar upplýsingar frá Fiskveiöasjóöi Dýr mistök: Byggða- lína „datt út“ Laust eftir hádegið í gær varð spennufall á Akureyri og raf- magn fór af stórum hluta bæjarins þegar byggðalínan datt út og Laxárvirkjun sat ein eftir með raforkuframleiðslu fyrir Norðurland eystra. Það vakti athygli að spennu- fallið stóð í nokkuð langan tíma, áður en rafmagnið fór af Brekk- unni og spennan komst í samt lag í öðrum bæjarhlutum. Að sögn Svanbjörns Sigurðssonar raf- veitustjóra er öryggisbúnaður sem slær út ákveðnum bæjarhlut- um til að halda uppi spennu í öðrum þegar svona óhöpp verða, en Laxárvirkjun ræður ekki við að halda uppi spennu á þessu stóra svæði. Samkvæmt uplýsingum Dags varð útslátturinn á byggðalínunni fyrir mistök starfsmanna Lands- virkjunar sem voru að störfum í stjórnstöðinni á Rangárvöllum. Það er af sem áður var þegar eng- inn kippti sér verulega upp við rafmagnstrúflanir og sem dæmi um þann skaða sem smátruflun eins og sú sem varð í gær getur valdið má nefna að dýr rafmagns- tæki geta hæglega orðið fyrir skemmdum af völdum spennu- falls. Einnig máttu margir þeir sem voru að vinna við tölvur byrja upp á nýtt á því verki sem þeir höfðu í takinu þegar raf- magnstruflunin varð þar sem tölvur eru viðkvæmar fyrir raf- magnstruflunum. -yk. Svo getur farið að rafcinda- virkjar hjá Pósti og síma og út- varpi hætti störfum um ára- mót. Getur það orðið þess .jraldandi að símakerfi og út- sendingar útvarps og sjónvarps gangi úr skorðum. Símvirkjar sögðu upp störfum sínum hjá Pósti og síma 1. októ- ber s.l. Vilja þeir sameinast Viðræður hafa verið í gangi frá því fyrir helgi á milli Verka- lýðsfélagsins Einingar og Eim- skips um breytingu á samningi hafnarverkamanna, en sá samningur er upphaflega gerð- ur árið 1974. Að sögn Sævars Frímannsson- ar formanns Einingar hafa aðal- lega verið ræddar hugmyndir um Sex tilboð bárust í togarann Kolbeinsey ÞH-10, en tilboðin voru opnuð á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs sem á skipið, í gær. Strax að því loknu hófst fundur stjórnar sjóðsins þar sem fara átti yfir tilboðin og meta þau. Þess vegna var ekki hægt að ná sam- bandi við stjórnarmenn sjóðsins, en skrifstofustjóri Fiskveiðasjóðs tjáði Degi að ekkert yrði látið Sveinafélagi rafiðnaðarmanna í stað þess að vera aðilar að Félagi íslenskra símamanna. Að sögn rafeindavirkja hjá Pósti og síma og hjá útvarpinu vilja raf- eindavirkjar hjá þessum stofnun- um sameinast í eitt fagfélag. Sím- virkjar eru þegar gengnir í sveinafélagið og greiða til þess tilskilin gjöld. Einnig eru þeir í að leggja niður svo kallað „prem- íulaunakerfi“ sem nú er við lýði og taka upp tímalaunakerfi í staðinn. „Þessar viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og við mun- um halda þeim áfram eftir 'ára- mót, en ég get ekki tjáð mig nán- ar um málið á þessu stigi,“ sagði Sævar Frímannsson. BB. uppi um innihald tilboðanna eða hverjir hefðu staðið að þeim fyrr en samið hefði verið við einhvern ákveðinn aðila um kaup á skip- inu. Þegar hann var spurður hvort fleiri en eitt tilboð hefðu borist frá Norðurlandi var svarið að ekki einungis það fengist upplýst. Bjarni Aðalgeirsson bæjar- FÍS. sem vill ekki sleppa sím- virkjum úr félaginu. Nýlega fengu símvirkjar launahækkun sem nam 4-6 flokkum, allt eftir þeim stöðum sem menn gegndu. Litu símvirkjar á þessa launa- hækkun sem blíðkun frá hinu op- inbera. Fyrst voru það 2 flokkar sem buðust. Síðan kom hinn um- talaði Albertsflokkur sem menn þekkja. 1-2 flokkar komu eftir það og síðast var það svokallaður stjörnuflokkur sem er veittur fyr- ir „sérstaka færni í starfi," eins og það er kallað. Þessi 4-6 flokka hækkun nemur um 2 þúsund krónum. Póst og símamálastjóri sendi símvirkjum bréf og bað um svar fyrir 12. desember, annars væri litið svo á að símvirkjar hættu störfum hjá stofnuninni 2. janúar 1986. Þessu bréfi var ekki svarað og allar líkur á að símvirkjar hætti störfum þann dag. Rafeindavirkjar hjá útvarpi og sjónvarpi hafa ekki sagt upp störfum. Þurfa þeir ekki nema viku uppsagnarfrest. Þeir munu stjóri á Húsavík, Tryggvi Finns- son framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlagsins á Húsavík og Kristján sem átti Kolbeinsey, voru staddir í Reykjavík. Þegar við ræddum við Bjarna í gær sagði hann að þeir þremenningar hefðu umboð til að ganga til samninga við stjórn Fiskveðasjóðs fyrir hönd íshafs hf. ef til þeirra yrði leitað. taka ákvörðun um uppsögn innan skamms, því þeir fylgja starfs- bræðrum sínum að málum. Ef til þess kemur að tæknimenn út- varps leggi niður störf, mun það lama útsendingar útvarps mikið og jafnvel alveg. Beinar útsend- ingar stöðvast fljótt, en reynt verður að halda uppi lágmarks- útsendingum. Þrátt fyrir að færri menn stöðvi vinnu hjá sjónvarpi en útvarpi, mun sjónvarp fljót- lega stöðvast, því símvirkjar hjá Pósti og síma sjá um dreifikerfi sjónvarps. Á þriðjudagskvöld var haldinn óformlegur fundur aðila sveina- félagsins, rafiðnaðarsambands- ins, útvarpsstjóra og póst- og símamálastjóra. Ekki er vitað um niðurstöður þess fundar. Á mið- vikudagskvöld var síðan haldinn félagsfundur með rafiðnaðar- mönnum og var samþykkt á þeim fundi að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði heimild til að boða til vinnustöðvunar, sem að öllum lík- indum hefst 2. janúar eins og áður sagði. Guðrún „skíðamaður ársins“ í fyrrakvöld fór fram í Reykja- vík útnefning ÍSÍ og íþrótta- blaðsins á íþróttamönnum árs- ins 1985. Það eru stjórnir sér- sambandanna sem tilnefna íþróttamann ■ hverri grein. Guðrún H. Kristjánsdóttir skíðadrottning frá Akureyri var útnefnd skíðamaður ársins. Það kemur engum á óvart, því árang- ur Guðrúnar á síðasta vetri var glæsilegur. Guðrún varð fjórfald- ur íslandsmeistari og bikarmeist- ari Skíðasambands Islands á síð- asta keppnistímabili. Þá var Auður Aðalsteinsdóttir kosin blakmaður ársins 1985, eins og áður hefur komið fram í blaðinu. Auður er Akureyringur en hefur spilað með liði ÍS síðan 1981. KK Snjó- flóðí Múlanum - Þokkalegt útlit með veður og færð um helgina Fólk á Norðurlandi ætti að geta farið allra sinna ferða á morgun, en þá er líklegt að margir hugsi sér til hreyfings í verslunarerindum. Samkvæmt upplýsingum Vega-i gerðarinnar í gær voru allir veg- ir á Norðurlandi opnir eftir að Öxnadalsheiði hafði verið rudd þá. Þó gekk á ýmsu í Ólafsfjarð- armúla, þar var rutt í gærmorg- un, síðan féllu snjóflóð á veginn, en í gærkvöld átti að opna aftur þannig að fólk kæmist til heim- kynna sinna. Á Veðurstofunni fengust þær upplýsingar í gær að veður á Norðurlandi yrði svipað í dag og á morgun og verið hefur undan- farna daga. Þó getur orðið ein- hver éljagangur þegar fer að halla í norðaustanátt. Nokkur vindur gæti orðið þótt hans ætti ekki að gæta inn til Akureyrar, og ekki er hægt að útiloka það að skafrenningur gæti sett strik í innkaupaferðir fólks sem á um langan veg að sækja. gk-- „Ha, er’ann fastur?“ Stúfur sklldi ekkcrt í því, þegar hann hugðist skreppa rúnt í bflnum krakkanna á Pálmholti. Stúfur og bræður hans voru þar á ferð í gær, og heimsóttu einnig önnur barnaheimili bæjarins. Nánar er greint frá heimsókn sveinanna til Pálmholts á bls. 6 í dag. Mynd: KGA Rafeindavirkjar Pósts og síma og útvarps og sjónvarps hætta um áramót: Stöðvast útvarp og sjónvarp? Tímakau|) í stað „premíu,,?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.