Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 14

Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 20. desember 1985 uð stjórntæki fyrir miðstöð og loftræstingu. Accord er nokkuð rúmgóður og farangursgeymsl- an er óvenjulega stór. Vélin í Honda Accord er 1850 rúmsentimetrar, og hefur 3 ventla við hvern hinna 4 strokka. Hlutverk þeirra er að bæta eldsneytisnýtinguna og ná rneira afli út úr vélinni án þess að til þurfi að koma mikill snún- ingshraði. Honda var á sínum tíma brautryðjandi á þessu sviði og voru vélar frá Honda ein- hverjar þær fyrstu með fleiri en 2 ventla við hvern strokk sem notaðar voru í venjulegum fjöl- skyldubílum. Árangurinn er góður því vélin er kraftmikil og skilar bílnum vel áfram, enda þótt hann sé nokkuð stór og þungur og sjálfskiptur í þokka- bót. Sjálfskiptingin er reyndar mjög skemmtileg. Hún hefur 4 þrep og er það talsverð framför frá upprunalegu Honda-matic skiptingunni. Efsta þrepið er nokkurs kon- ar yfirgír. Skiptingarnar voru óaðfinnanlegar. Fjöðrunin er góð, nokkuð stíf en þó alls ekki óþægileg á nokkurn hátt. Ein- angrun frá vegi er góð og bíllinn er allur hljóðlátur. Hjálpar þar að vélin er mjög þýðgeng enda býr Honda að reynslu í því hvernig á að fá vélar til að ganga þýðlega í mótorhjólum. Ekki verður hjá því komist að hæla vökvastýrinu, en virkni þess er háð hraða. Stýrið er fis- létt í kyrrstöðu og á lítilli ferð en þyngist svo með vaxandi hraða (nei nei það verður aldrei svo þungt að maður geti ekki snúið því) og er þá mjög ná- kvæmt og skemmtilegt. Akst- urseiginleikar bílsins eru í betra lagi. Hann er mjög léttur og auðveldur í akstri innanbæjar og á malarvegunum er hann stöðugur og rásfastur og ofurlít- ið undirstýrður ef ekið er greitt í beygjum. Bremsurnar eru góðar. Bíllinn hegðar sér sem sagt alveg eins og vandaður framhjóladrifinn fólksbíll á að gera, og er alveg laus við að hrekkja ökumann með óvæntu framferði. Fínn bíll og ætti að geta fallið í geð hinum kröfu- hörðu, jafnt á íslandi sem í landi Benzanna. Honda Accord kom á markað- inn árið 1981 í núverandi mynd, en verksmiðjurnar höfðu þá haslað sér völl í bílaframleiðslu, auk þess að vera orðnar lang- stærsti mótorhjólaframleiðandi í heimi. Ég minnist þess þegar ég fyrst sá létt bifhjól af Honda- gerð og hvílíkur reginmunur þótti á þeim og því sem í þá daga gekk undir nafninu „skelli- naðra“. Mikið vatn hefur einnig til sjávar runnið frá því að fyrstu japönsku bílarnir birtust hér á götunum. Eftir að Japanir fóru fyrir alvöru að flytja út bíla og keppa við vestrænar þjóðir í þeim efnum eins og öðrum svið- um tækninnar urðu stórstígar framfarir í framleiðslu þeirra, a.m.k. hvað varðaði útlit og búnað bílanna. Japanskir bílar hafa reyndar margir hverjir ver- ið hlaðnir blikkandi ljósum, raf- magnsrúðum, sóllúgum og alls kyns „græjum" en hins vegar oft minni áhersla lögð á fjöðrun, aksturseiginleika og fleira þess háttar. Með vaxandi áhuga og áherslu Japana á sölu á Evrópu- markaði virðist þó hafa orðið breyting á þessu. Honda ætlar Accordinum að keppa á Evrópumarkaði við bíla á borð við Audi 90 og BMW 320i. Par er nokkuð í fang færst, og lýsir sjálfstrausti Honda, einkum ef tillit er tekið til þess að Accordinum er ætlað að keppa við Evrópubílana á sviði véia, fjöðrunar- og akst- urseiginleika, frekar en með blikkljósum, klukkuspili og digital-mælaborðum. Þar að auki eru Honda bílar fremur dýrir samanborið við aðra jap- anska bíla. Síðustu árin hefur verið nokkur uppgangur hjá Honda og salan aukist hröðum skrefum. Accordinn er fremur smekk- legur bíll utan frá séð, um það eru sjálfsagt flestir sammála. Að innan er hann ríkulega klæddur í hólf og gólf. Frágang- ur er mjög góður, e.t.v. einhver sá besti sem við höfum séð í bíl frá landi hinnar rísandi sólar, og er þá talsvert mikið sagt. Bíllinn sem við ókum var „venjulegur“, þ.e. hann var sjálfskiptur, með vökvastýri, sóllúgu, rafmagns- rúðum og rafmagnslæsingum. Til er íburðameiri útgáfa af Accordinum og í henni er, auk þess sem upp var talið, ALB- bremsukerfi og hraðastillir svo eitthvað sé nefnt. Sætin eru góð og stillanleg á alla vegu, stjórn- tækin eru vel staðsett, enda dugir varla annað en skynsemi ef keppa á við þá bíla sem nefndir voru hér að framan. Einkum þóttu okkur vel heppn- Umsjón: Úlfar Hauksson Gerð: Honda Accord, 4 dyra, 5 manna fólksbifreið, vél að framan, framhjóladrif. Vél og undirvagn: 4 strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensínvél; yfirliggjandi knastás; 5 höfuðlegur; 1 blöndungur; 3 ventlar við hvem strokk; borvídd 80 mm; slaglengd 91 mm; slagrými 1830 cm3; þjöppun 9:1; 100 hö. (73,5 kW) 5800/mín.; 15 mkp (147 Nm) 3500/mín. Sjálfbcrandi yfirbygging. Sjálfskipting, 4-þrepa. Sjálfstæð fjöðr- un á öllum hjólum með þverarmi að neðan og gomilegg að ofan við hvert hjól; jafnvægisstöng bæði að framan og aftan; afl- bremsur, diskar að franian, skálar að aftan; handbremsa á aftur- hjólum; aflstýri; drifhlutfall 3,875:1; hjólbarðar 165 SR13; elds- neytisgeymir 60 l. Mál og þyngd: Lengd 445,5 cm, breidd 166,5 cm, hæð 137,5 cm, hjólahaf 245 cm, sporvídd 145,5/142 cm, fríhæð 16,5 cm, þyngd ca. 950 kg. Hámarkshraði ca. 170 km/klst. Viðbragð 0-100 ca. 11,0 sek. Framleiðandi: Honda Motor Co. Tokyo, Japan. Verð: U.þ.b. kr. 740.000.- (Áætlað verð á árgerð 1986 sem er reyndar nokkuð brcytt frá fýrri árgerð.) j/ísnaþáttuc „... Yndisþóttur vers og vífs“ Þegar bók Gunnars Benediktssonar Niður hjarnið kom út, var þessi vísa kveðin, en ekki veit ég höfund- inn: Séra Gunnar saman tók sögu á þessum vctri. Hef ég enga hórdómsbók heyrt né lesið betri. Þá koma næstum því fallegar vísur og eru þó heimagerðar: Eins og bam ég gleðst af gjöfum. Gríp ég fegins hendi við þegar Ijóðið létt í vöfum læðist inn í hugskotið. Petta hendir helsti sjaldan. Harkalega kveður við þegar kalda aðfallsaldan öllu skolar fram á mið. Gott á skáld sem getur látið góðu fólki Ijóð í té. Huggað það sem gengur grátið. Grein því rétt af lifsms tré. Gísli Jónsson, Saurbæ í Vatnsdal, kvað: Ámælið er ýmsum tamt, yfir mörgu er klagað. Þótt mér sé í geði gramt, get ég stundum þagað. Ekkert breytist aldarfar, enn er hugsun mögur. Ganga um sveitir ginnkeyptar Gróu - Leitis - sögur. Sagt er, að sunnarlega á Sprengi- sandi standi steinn allmikill og er kenndur við Starkað nokkurn er þar leitaði skjóls og varð úti, á suðurleið. Kom hann síðan inn í draum unnustu sinnar sunnlenskrar og kvað: Angur og mein fyrir auðarrein ýmsir hafa þegið. Starkaðs bein undir stórum stein um stund hafa legið. Guðmundur Guðmundsson bóndi og hreppstjóri að Þúfnavöllum hlaut á sínum tíma Dannibrogs- orðu. Mun hann hafa átt skilið að fá merkið, engu síður en þeir sem nú bera fálkaorðuna. Þó kastaði Frið- björn Björnsson í Staðartungu þessari vísu fram, af nefndu tilefni: Karli mjög um krossinn fannst. Frá kónginum var hann fenginn. En fyrir hvað sú vegsemd vannst, vissi nú bara enginn. Markús Hallgrímsson hefur þetta að segja um ástina: Ást er háttalykill Iffs, ljós frá máttargrunni, yndisþáttur vers og vífs, vor í náttúrunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.