Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 16
' r - fKJrjAC! •* r}$C' •’ K-.otr.sv-yo
16 - DAGUR - 20. desember 1985
JÓI ★ JÓI ★ JÓI
Jolastemmningin er hjá okkur
» Goðartrévörur ★ Kerti og serviettur
* Speglar ★ Jólakort
* Baststólar Jólapappír
* Bastborð Bönd og límmiðar
* Korfurá hjól * Jólaskraut
* Hvitt postulíns stell ★ Diskamotturúrbastiog kork
* Bakkar ★ Teborð
« Vinglös ★ Eldföstföt
» Vatnsglös ★ Kjötbretti
* Plaköt ★ Korktöflur
Leirmunir eftir Margreti oq Hinrik
Leirmumr eftir Knstjonu
KOMPAN
SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI SIMI 96 25917
Óska eftir að kaupa fisk af
einum eða tveimur neta-
bátum eftir áramót.
Góö aðstaða með góðum kjörum.
Uppl. í síma á vinnustað 96-71407 og heima
96-71409.
Fiskverkun sf. Siglufirði.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar á dvalar- og sjúkradeild Horn-
brekku Ólafsfirði.
Umsóknarfrestur til 5. janúar 1986.
Upplýsingar gefur forstöðumaðurinn í síma
96-62480.
Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu hf.
vantar nokkrar
stúlkur í vinnu
Þær verða að vera reglusamar og hraustar.
Aldur 20-40 ára.
Upplýsingar gefur Guðrún Gunnarsdóttir í síma
22800 milli kl. 9 og 17.
Húsavík -
Blaðberar
Dagur óskar eftir blaðberum frá áramótum í
norðurbæ og miðbæ á Húsavík.
Upplýsingar gefur umboðsmaður.
Skrifstofusímar 96-41225 og 41585,
heimasími 41529.
Fyrsta gamlárskvöldið
hér var áfall“
- Jónína Olafsdóttir í London á línunni
Síminn er 90441-748-06 og tveir
stafir til viðbótar. Á hinum enda
línunnar er svarað og það er
Jónína Ólafsdóttir sem er þar.
Þessi umtalaði endi er í London.
- Er orðið jólalegt ístórborg-
inni?
- Það er nóg af skrauti og
slíku. En það er ekki jólalegt
eins og við íslendingar viljum
hafa það. Hér er búið að vera
mjög gott veður og hlýtt. Það
vantar allan snjó. Það er heið-
skýrt núna og fer kólnandi svo
það er von til þess að fá örlítinn
jólasnjó.
- Hvað er að frétta af sjálfri
þér?
- Það er allt gott að frétta.
Undanfarin tvö ár hef ég verið í
námi. Ég tók mig til á gamals
aldri og fór í skóla. Bæði var
það til að bæta við mig sem leik-
ari og einnig til að hafa ofan í sig
að éta, þegar ekki er verið að
vinna við leikhús. Annars hef ég
ekkert leikið síðan ég lék frú
Árland í kvikmyndinni Atóm-
stöðin heima á Islandi. Námið
gengur fyrir öllu.
- Hver er skólinn?
„Petta er þriggja ára nám í
svokallaðrí Alexandertækni.
Pað er byggt upp fyrir leikara og
söngvara. í stuttu máli er þetta
kennsla og líkamshegðun og
fjallar um það hvernig við beit-
um líkamanum daglega dags.
Petta er sérstaklega gott fyrir
fólk sem kemur mikið fram fyrir
almenning. Parna er kennt
hvernig hægt er að koma frá sér
sem á að gera án mikillar
áreynslu. Pessi tækni var fundin
upp af áströlskum leikara sem
hét Alexander. Hann varð oft
fyrir því að missa röddina þegar
hann las upp. Hann þróaði
þessa tækni með hliðsjón af
reynslu sinni. Petta er geysilega
vinsælt, bæði í Bandaríkjunum
og hér í Bretlandi.
- Ætlarðu svo að stunda
kennslu í þessu í Bretlandi?
- Nei aldeilis ekki, því ég er
að koma heim til íslands eftir
eitt ár, eða þegar ég hef lokið
náminu.
- Ætlarðu að flytja til
íslands?
- Já það er ákveðið. Ég og
dóttir mín Sonja sem er 13 ára
erum ákveðnar í þessu. Enda er
kominn tími til eftir 16 ára bú-
setu í Bretlandi. Fólkið mitt og
vinir heima trúðu því ekki er ég
sagðist vera að flytja. Það reikn-
uðu allir með því að ég yrði
ævilangt hér. En ósköp er ég
feginn að vera búinn að taka
ákvörðun um þetta. Við hlökk-
um mikið til að koma aftur.
- Nú er dóttir þín alin upp í
London. Verða ekki mikil við-
brigði fyrír hana að flytjast til
íslands?
- Hún var óhress fyrst þegar
við töluðum um þetta, en nú er
hún mjög spennt. Ég held að
hún sakni þess að hafa ekki
snjóinn. Hún talar oft um það.
Enda hefur hún verið tvisvar
sinnum eina námsönn í senn
heima á íslandi og jólin eru allt-
af tengd snjó í hennar huga. Við
tökum forskot á heimflutning-
inn, því Sonja á að fermast og
við látum gera það heima um
páskana. Þá fær hún vonandi
snjó.
- Hvernig ganga svo jólin fyr-
ir sig hjá ykkur íLondon?
- Við reynum alltaf að halda
jólin með eins íslenskum blæ og
mögulegt er. Að sjálfsögðu
höldum við upp á aðfangadag.
Það er svo skrýtið að suma Is-
lendinga sem eru hér hittir mað-
ur ekki nema á jólunum, þrátt
fyrir gott starf hjá íslendingafé-
laginu. Þá leitar maður þá uppi
til að fá þessa íslensku jóla-
stemningu sem þarf á þessum
tíma.
- Ertu búinn að fá hangikjöt-
ið?
- Nei reyndar ekki. En ég á
von á því fljótlega. Það er svo
gott að fá þessa íslensku hangi-
kjötslykt í húsið. Það gefur viss-
an part af stemningunni.
- Hvað verður í jólamatinn?
- Við borðum kalkún núna á
jóladag. Svo verður enskur jóla-
búðingur sem er mjög góður.
Koníaki er skvett yfir búðinginn
og kveikt í því. Þannig er búð-
ingurinn borinn logandi á borð.
Ég er viss um að enskan jóla-
búðing verð ég með þegar ég er
flutt heim.
- Er eins mikil jólastemning
yfir Bretum og íslendingum?
- Nei alls ekki. Fyrir nokkr-
um árum var bara frí á jóladag,
en nú er lengra frí þannig að
þetta er að breytast. Þeir áttu
það til að henda jólatrénu út í
tunnu strax á öðrum jóladegi.
Hins vegar skreyta þeir oft
snemma í desember og halda
partý og veislur fyrir jól. Þetta
var þannig áður fyrr, að það var
ekki frí frá vinnu á nýársdag.
Það hefði ekki verið fyrir okkur
íslendinga.
- Er gamlárskvöld jafn litríkt
og hjá okkur?
- Fyrsta gamlárskvöldið mitt
hér var ægilegt áfall. Það vant-
aði allt til alls. Engir
og brennur eins og hjá okkur
heima.
- Skjóta þeir ekki upp flug-
eldum?
- Þeir gera það, en ekki á
gamlárskvöldi. Flugeldar eru
notaðir hér 5. nóvember. Sá
dagur heitir Guy Fawkes-day.
Þá halda Bretar upp á það að
Guy nokkrum Fawkes tókst
ekki að sprengja þinghúsið eins
og hann ætlaði. Þetta er um
bil 100 ára hefð. Bretar
verið sé að gera sprengjuáras
skotið er upp flugeldum á gaml-
árskvöld.
- Nú er kominn tími til að
kveðja og segja gleðileg jól í
London.
- Takk sömuleiðis og takk
fyrir spjallið. Ég bið að heilsa
heim. • gej-