Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. desember 1985 mannlíl Steinþór Gíslason fyrirliöi 5. flokks. Mynd:KGA Pað var mikið lífí Glerár- skóla um daginn þegar blaðamaður Dags leit inn á æfingu hjá 5. flokki Þórs í handbolta. Strákarnir hafa staðið sig vel í vetur og sýnt miklar framfarir. Á þessti æfingu voru mættir 29 ungir og efnilegir hand- boltamenn og gekk ýmislegt á. Æfingin hófst á léttri skotæf- ingu og síðan æfðu strákarnir boltameðferð með því að rekja boltann um allan salinn. Árni Stefánsson þjálfari stjórnaði æfingunni af mikilli röggsemi og strákarnir gerðu það sem fyrir þá var lagt. Árni lét síðan æfa hraðaupphlaup enda mik- ilvægt í handbolta að skipta fljótt úr vörn í sókn. Strákarnir fengu síðan að spila í lokin á æfingunni. Blaðmaðurinn fékk leyfi til að tefja fyrirliða liðsins Stein- þór Gíslason á miðri æfingunni og spjalla lítilega við hann. Steinþór var fyrst spurður hvort 5. flokkurinn tæki þátt í íslandsmótinu? „Já við gerum það og ætlum okkur að verða íslandsmeistar- ar. Til þess að komast í úrslit þurfum við að vinna KA og eigum að geta það léttilega. Mér finnst KA-menn lélegir í 5. flokki.“ - Hvað æfið þið oft í viku? „Við æfum þrisvar í viku en æfingarnar mættu vera fleiri. Mér finnst æfingarnar ekkert erfiðar, bara svona meðal. Árni er mjög góður þjálfari og það er gaman á æfingum hjá honum. Samt finnst mér skemmtilegra í fótbolta heldur en handbolta.“ - Hafið þið spilað eitthvað í vetur? „Við erum búnir að spila við KA í Haustmóti HKRA og einu sinni í íslandsmóti og unnum þá í báðum leikjunum. Við höfum verið að spila æf- ingaleiki við eldri flokkana í Þór og unnum um daginn 2. flokk kvenna ör.ugglega Það sem okkur vantar eru fleiri æf- ingaleikir við okkar jafn- aldra,“ sagði Steinþór um leið og hann stökk inn á gólfið aftur. Kcppnisliö 5. fl. Þórs ásamt Árna Stefánssyni Mynd:KK „Við œtium að verða íslandsmeistararu - Litið inn á æfingu hjá 5. fl. Þórs í handbolta Mynd:KGA Þessi fríði flokkur var mættur á æfinguna sem Dagsmenn litu á um daginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.