Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 20. desember 1985 -poppsíðan Umsjón: Tómas Gunnarsson Sólarsalur 27.-28. des. dansleikir Til jólagjafa í Esso-nestunum Konfektkassar * Alls konar sælgæti ★ Skrautkex í boxum * Ódýr glasasett, 2 gerðir. 4 glös í kassa kr. 290,- ★ Leikfangabensínstöðvar, ódýrar kr. 1.110,- ★ Snjósleðahanskar ★ Nuddtæki kr. 1.450,- ★ Hárþurrkur kr. 1.450,- ★ Ódýrar videóspólur, 3ja tíma VHS kr. 495,- £sso. Veganesti Glerárhverfi, Essostöðin Tryggvabraut, Krókeyrarstöðin. JENNIFER RUSH 20. des. diskótek frá kl. 23-03 21. des. diskótek frá kl. 22-03 26. des. stórdansleikur frá kl. 21-02 Hljómsveitin Áning og diskótek. frá kl. 20.00 matur framreiddur til kl. 22.00 Dansað til kl. 03. 29. des. diskótek frá kl. 22-01 Lög sem bera nafnið Power of Love, hafa notið mikilla vin- sælda nú undanfarið ár. Þar má minnast lags Frankie Goes to Hollywood, Huey Lewis, Rick Springfield og svo að sjálfsögðu lags Jennifer Rush, en það er einmitt hún sem er fjallað um á poppsíðunni í dag. Þaö er löng leið frá Dickie’s Drive In aö toppi vinsældalist- anna. En Jennifer Rush hefur farið alla leið. Hér er ferðasagan sögð í stuttu máli. „Ég held að ég hafi mjög góða rödd. Margir söngvarar eru ekk- ert þjálfaðir, svo að þeir vita ekki hvernig á að nota röddina, en ég get sungið 20 kvöld í röð og samt talað eðlilega." Þetta vill hin tuttugu og fimm ára New York-stúlka Jennifer Rush meina, að sé skýringin á skjótum frama hennar. Með lag- inu Power of Love varð hún fyrsta konan til að selja yfir millj- ón eintök af smáskífu í Bretlandi, en samt er ákaflega lítið vitað um hana. Hún segir að það litla sem þegar hefur verið skrifað um hana sé ekki virði pappírsins sem það var skrifað á. „Ég elska að lesa þessar greinar, einfaldlega af því að þær eru ekki sannar. Heimili mitt er Ameríka, en ég eyddi þremur árum æsku minnar í Þýskalandi. Fjölskylda mín var mjög músík- ölsk, faðir minn er óperusöngv- ari, þannig að við vorum alltaf á ferðinni. Ég fór í 12 skóla. En það var alltaf tónlist heima - tveir eldri bræður mínir eru báðir tón- listarmenn - en mig langaði aldrei til þess. Ég sá of mikið af föður mínum áður en hann fór inn á sviðið.” Samt sem áður tók Jennifer háa gráðu, stundaði söng, píanó- og fiðluleik í tónlistaraka- demíu New York. „Þá byrjaði ég að syngja á litl- um skemmtistöðum á kvöldin og með big-bandi um helgar. En um leið var ég í mörgum hlutastörf- um á daginn. Ég var ritari og ég vann jafnvel á Dickie’s Drive In - nokkurs konar MacDonald-stað. Ég vann mjög mikið. Vann líka heilmikið í bakröddum, aðallega fyrir fólk sem enginn hefur heyrt um. Og ég vann líka mikið við auglýsingar, bara fyrir pening- ana... bara til að borga leiguna.” En það var ekki fæðingarland hennar Bandaríkin - land tæki- færanna - sem gaf Jennifer stóra tækifærið. „Ég var í hljómsveit í New York og þvældist um með prufu- upptökur allan daginn. Við fórum til allra risanna í hljómplötuút- gáfu, og þeir sögðu allir: Kannski næsta ár. Svo ég vissi ekki hvað ég ætti að gera, þvælast um New York eða að fara til Evrópu. Ég ákvað að prófa Vestur-Þýska- land, og það gekk mjög vel.“ Þar hefur Jennifer átt fjóra smelli, átt tvær metsölubreiðskíf- ur og slegið rækilega í gegn hjá vestur-þýskum almenningi. Þrátt fyrir það er ástæða til að taka eft- ir þeirri frábæru móttöku sem hún hefurfengið í Bretlandi, með aðeins eina smáskífu að baki. „Það er frábært, þetta er það mark sem ég setti mér. Allir vegir liggja til Englands og þaö er svo skemmtilegt að þetta hafi gengið svona vel. England er svo mikil- vægt, tónlistarlega séð.“ Að sjálfsögðu er Jennifer Rush ákaflega ánægð yfir þeim breyt- ingum sem hafa orðið á lífi hennar, eftir að hafa slegið í gegn eftir margra ára tilraunir. Svo ekki sé á það minnst að ný- lega trúlofaðist hún þýskum bassaleikara. Svo það virðist vers stæll á þessu. „Ja, víst er lífið skemmtilegt, en ég veit ekki hvort þaö er ein- hver stæll á því. Fólk hugsar jú um ánægjuna af því að gista á glæsilegum hótelum, en þegar þú hefur verið á tónleikaferðalagi í langan tíma, verður það bara leiðinlegt að þurfa að kalla á ein- hvern til aó geta fengið tesopa.” Svo mörg voru þau orð. Jölatilboð Ping Pong Keysur 1 a uumui ug i ici i a 11 a m . x.cuu,- Herraskyrtur frá kr. 1.100,- — ★ — Höfum einnig rúskinnsskó, 5 gerðir. Töskur, margir litir. Ping Pong Strandgötu 11, sími 265 ísienska hjálparsveitin Hjálpum þeim Þetta er kannski ekki mitt whiskeyglas, en þó vil ég mæla með þessu. Flestir ættu að geta raulað með, verið sam- mála textanum og átt ánægju- lega stund. Svo er þetta náttúr- lega pottþétt málefni. Eddie Murphy Party Ali The Time Kvikmyndastjarna í popp- stjörnuleik. Eddie hefur Rick James á bak við sig, og það besta sem er hægt að segja _____smáskífur._ um þetta lag er það að það sé skaðlaust. Paul McCartney Spies Like Us Rugl. Þetta nær varla nokkurri átt! Level 42 Something about You Þetta er lag sem venst ótrúlega vel, Level 42 undir öruggri handleiðslu Wally Badarou. Þetta lag hirðir titilinn smá- skífa vikunnar þótt auðveldast hefði verið að sleppa þeim titli alveg að þessu sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.