Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 3
20. desember 1985 - DAGUR - 3 Síðasta bindið af Dalvíkursögu komið Dalvíkingar hafa staðið myndarleg að ritun ,Sögu Dalvíkur‘ Fjórða og síðasta bindið af sögu Dalvíkur er komið út. Það er Kristmundur Bjarnason frá Sjávarborg, sem skráð hef- ur söguna, sem orðin er víðfem og myndarleg, og Kristmundur kemur víða við. Það er Dalvík- urbær sem stendur að útgáf- unni og mætti það framtak bæjarfélagsins verða öðrum bæjarfélögum til eftirbreytni. Ráðamenn Akureyrarbæjar gætu til að mynda af þessu lært, þar sem „Saga Akureyr- ar“ hefur lítið sem ekkert verið rituð með skipulögðum hætti. Kristmundur Bjarnason skrifar formála fyrir síðasta bindinu og segir þar m.a. Með þessu bindi lýkur riti mínu um sögu Dalvíkur. Verkið var hafið á miðju sumri 1975 og síðan verið að því unnið. Margir voru kvaddir fram á söguvettvanginn, þó eru fleiri í skugganum. Því má vænta þess, að ýmsir verði fyrirvonbrigðum. Ég hefði raunar kosið að hafa rit- ið nokkuð á annan veg, nafn- greina mun færri. Sjálfsagt fannst mér þó að koma tii móts við óskir heimamanna að nokkru marki. Hér er því margt smátt í vettling manns, vikið að mönnum og mál- efnum, sem trúlega eiga helzt er- indi við þá Svarfdæli, sem nú eru uppi. Ég hef hins vegar leitazt við að tengja svarfdælska sögu þjóð- arsögunni, þó einkum norðlenzk- um félags- og atvinnumálum; mun ýmsum þykja ég hafi farið Höfundur ásamt útgáfunefnd og Ijósmyndara, talið f.v.: Kristmundur Bjarnason, Júlíus Kristjánsson, Steingrímur Þorsteinsson og Jónas Hall- grímsson. langt úr götu til þess. En hér er á það að líta, að án samanburðár af slíku tagi er vant að sjá, hver hlutur Svarfdæla var og er. Enn- fremur: Þar eð Dalvík var til skamms tíma aðeins byggðarlag innan hreppsins („byggðar- kjarni“), reyndist torsótt að sleppa því að rekja sögu sveitarfé lagsins alls í stórum dráttum. Þó voru hafðir uppi tilburðir til að segja fyrst og fremst frá lífi og starfi Upsströndunga og Dalvík- inga. Þeir voru sér um sig á marg- an hátt; leiddi það til stofnunar Dalvíkurhrepps. En þar lýkur sögunni, er sveitarfélaginu er Veitingahús um jól og áramót: „Höjum áhuga á að hafa opið a - að kvöldi 2. dags jóla, á gamlársdagskvöld og á nýársdagskvöld - segir Jóhannes Fossdal hjá veitingastaðnum Laut „Ef við fáum viðbrögð og ein- hverjar pantanir, þá höfum við áhuga á því að bjóða fólki upp á mat að kvöldi 2. dags jóla, á gamlársdagskvöld og á nýárs- dagskvöld,“ sagði Jóhannes Fossdal hjá Veitingastaðnum Laut á Akureyri er Dagur ræddi við hann. „Það hefur ekki tíðkast veitingahúsum á Akureyri hafa opið þessi kvöld og verður ekki að þessu sinni hjá að svo hjá Bautanum, Smiðjunni og Hótel KEA. Hins vegar er opið fyrir matargesti í Sjallanum að kvöldi 2. dags jóla og á nýársdagskvöld er þar mikill fagnaður. Jóhannes Fossdal sagði að hugsunin á bak við það að reyna að hafa opið þessi kvöld væri að gefa t.d. einstæðu fólki og öðrum sem hafa áhuga á því að fara út að borða kost á því. Hvort af því yrði færi hins vegar eftir því hvort einhverjar pantanir myndu ber- ast í mat þessi kvöld. skipt. Þó eru nokkrur þættir rakt- ir lengra í bókarauka og vísast til formála að honum. Þeir eru orðnir fleiri en svo, sem ég á þakkir að gjalda, að tök séu að telja þá alla hér. Þó skal þeirra getið, sem mest og bezt greiddu götu mína frá upphafi verks til loka. Nefni ég þá fyrstan Hannes Pétursson skáld, sem sýndi mér það vinarbragð að lesa handrit þessa bindis sem hinna fyrri og benti á fjölmargt, sem til bóta horfði, las aukinheldur 1. próförk. Áhugi hans var sívökuli og mér dýrmætur. Ég hafði útgáfunefnd mér til stuðnings; hana skipuðu Júlíus Kristjánsson, Steingrímur Þor- steinsson og Þorgils Sigurðsson, og er að þessu vikið í fyrri bindum. Þorgils mun þó ekki hafa starfað eftir útkmu II. bindis. Samstarf okkar Júlíusar hefur orðið langmest. Kom þar til, að hann var formaður nefnd- arinnar, sá alfarið unt myndaval í ritið ásamt Jónasi Hallgrímssyni, sem annaðist allar eftirtökur, og síðast en ekki sízt: Hann hefur verið stjórnaraformaður Héraðs- skjalasafns Svarfdæla, Dalvík, frá stofnun þess 1980. Skjalasafnið þar geymir nú meiri hluta þeirra gagna, sem notuð voru við samn- ingu ritsins. Það var mikið verk að koma safninu á laggir og viða svo vel að því á nokkrum mánuð- um. Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur Verið velkomin og kynnist þvi hvernig hægt er aö matrei&a allan venjulegan mat i Toshiba örbylgjuofiíinum ó ótrúlega stuttum tima. Hvers vegna margir réttir veróa betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavélinni. Og þér er óhætt aó láta bömin baka. Og siðast en ekki sist. Svo þú fáir fullkomið gagn af ofninum þinum höldum við matreiöslunamskeið fyrir elgendur Toshiba ofna.________________________ Nýkomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna. SIEMENS Pvottavelar, eldavélar, isskápar og fleira, einnig smá heimilistæki i úrvali til dæmis: Hitateppi: Tilvalin gjof handa pabba og mömmu eöa ata og ömmu. Einnig kaffikönnur, handhrærivélar ásamt fylgi- hlutum, brauðristar með hita- grind, eggjasjóðarar, straujárn með og án gufu, hraðgrill og ótal margt fleira. Blomberq þvottavélar, ísskápar og eldavélar. Viðurkennd gæðavara. 2ja ára ábyrgð. Búsáhöld í úrvali Tótu barnastóllinn Serstaklega hentugur og þægilegur i flutningi. PETRA smá heimilistæki i urvali. Nyjung t.d. hradsudukanna, nytsöm til margra hluta. 0 NYLAGNIR VIOGEROIR VERSIUK Kaupangi v/Mýrarveg. simi 26400 Verslið hjá fagmanni. íþróttir helgarinnar Jólin nálgast óðfluga og flestir íþróttamenn komnir ■ frí. Þrátt fyrir það ætla judomenn að tuskast í Höllinni um helgina og Þórsarar fara suður og keppa í körfubolta. Hið árlega Ýlismót í judo fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Keppt verður í kvöld kl. 19.30 í þyngri flokkunum og á morgun laugardag kl. 13.30 í léttari tlokkunum. Keppendur á þessu móti verða frá Akureyri og Dalvík. Má búast við skemmti- legum viðureignum, því margir af þeim keppendum sem þarna verða eru mjög snjallir judo- menn. Þórsarar fara suður og keppa í 1. deildinni í körfubolta, í kvöld við Reyni í Sandgerði kl. 20 og á morgun laugardag við UBK í Kópavogi kl. 14. Schiesser® Náttsloppar frotté og velúr í úrvali. - ☆ - Náttkjólar Undirfatnaður - ☆ - Joggingfatnaður Schiesser^ merkið tryggir gæðin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.