Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 20.12.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 20. desember 1985 I lippi merkí Jons forseta Með séra Ágúst Sigurðssyni, sendiráðspresti í Kaupmannahöfn „Pað hefur nú oft verið sagt um íslendinga, stúdenta sem koma hér og einnig eldrafólk, að það læri aldrei almennilega dönsku og það stafi fyrst ogfremst afþví að þeir vilji ekki tala hana. Ég er ekki frá því að það sé mótþrói í íslendingum að þessu leyti og sumt gamlafólkið talar hana verulega illa. EfDanirnir ekki skilja dönsku Islendinganna, þá verður það gjarnan til að herða á skandinavískum framburði. Ef maður hefur ekki alveg sömu áherslur og takta og þeir þáfara þeir að horfa grunsamlega á mann og vilja láta endurtaka. Ég hugsa að þetta geti verið einhver þjóðernisrembingur í íslendingum gagnvart Dönum. Ég hef heyrt marga roskna menn tala um það, að þó að Hafnarstúdentarnir og Hafnaríslendingarnir séu orðnir margir í gegn- um árin, þá hafi þeir aldrei talað almennilega dönskuna, nema ein- stakir menn. “ Prestsfjölskyldan í Jónshúsi, Lárus, Ágúst, María og Guðrún. Á veggnum er málverk af Akureyri sem mun vera eftir Jón Þorláksson. Myndir: HS Það er Ágúst Sigurðsson, sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn, sem er í viðtali við Dag. Hann getur þess að það sé eins og ofurlítið fattleysi í Dönunum. T.d. hafi hann pantað lestarferð fyrir konuna sína, Guðrúnu Ás- geirsdóttur, og hún hafi lent í karlaklefa - þeir hafi sem sagt látið sig hafa það að telja As- geirsdottir karlmann, aðeins vegna þess að farið var pantað af karlmanni. Orðin datter og dóttir eru þó ekki svo ólík auk þess sem nafnið Gudrun er til í dönsku. Þetta skilningsleysi fer dálítið í taugarnar á mörgum íslendingum og þess vegna eru þeir eins og að hefna sín svolítið með því að tala verr dönskuna en þeir e.t.v. gætu, segir Ágúst. Séra Ágúst Sigurðsson gerðist sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn 1. apríl 1983. Hann býr nú í Jónshúsi ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonunni Guðrúnu, dóttur- inni Maríu, sem er að ljúka menntaskólanámi oger jafnframt við nám í orgelleik, og syninum Lárusi. Hann er reyndar nokkr- um fjarvistum að heiman, því hann stundar verkfræðinám í Lyngby og hefur þar heimavistar- aðstöðu. Það má eiginlega segja að þarna sé um að ræða eins kon- ar fjölskyldufyrirtæki, því Guð- rún tekur geysimikinn þátt í starfi bónda síns. Hún syngur í safnað- arkórnum sem dóttir þeirra æfir, stjórnar og leikur undir hjá, og Lárus er meðhjálpari við íslensk- ar messur í Kaupmannahöfn. „Hér líkar okkur vel“ „Hér líkar okkur ákaflega vel og ekki er hægt að segja að neinir sérstakir aðlögunarerfiðleikar hafi gert vart við sig,“ segir Ágúst, en hann var áður prestur á Mælifelli í Skagafirði í ellefu ár. Segja má að sóknarbörn hans nú séu öllu fleiri en í Skagafirðinum, því talið er að upp undir tvö þús- und íslendingar búi í Kaup- mannahöfn einni. En þar eins og hér heima á íslandi eru ekki allir virkir safnaðarmeðlimir, að sjálf- sögðu. Töluvert lífleg starfsemi er í Jónshúsi. Þar er félagsheimili og veitingasala og ýmsar uppákom- ur sem ekki verður farið ná- kvæmlega út í hér. Opið er sex daga vikunnar mest allt árið og mest er það ungt skólafólk sem sækir þangað. Einnig kemur þangað mikið af ferðafólki yfir sumartímann. Kvennakvöld eru mánaðarlega og til skamms tíma var félagsvist einu sinni í mánuði. Einnig eru skákkvöld og list- kynningar svo eitthvað sé nefnt. Oft heyrast sögur frá Kaup- mannahöfn um ungt fólk sem lendir í erfiðleikum vegna eitur- lyfjaneyslu og annarrar óreglu. Við spyrjum Ágúst út í þau mál: Að hjálpa Islendingum heim „Þetta fólk kemur ekki mikið hingað, það fer í Kristjaníu, hef- ur svona heldur beyg af landan- um og virðist óttast að þá verði eitthvað farið að rekast í því. En ógurlega mikill tími í þessu prestsstarfi hérna fer í að hjálpa Islendingum heim, og það er ekki endilega svo ungt fólk. Þeir eyða öllum peningunum og hafa enga farmiða til baka. Venjulega heyr- ir maður skýringar á borð við þá að þeir hafi verið rændir, en þá vill gjarnan svo undarlega til að þeir hafa passann sinn og önnur skírteini, sem oftast eru höfð í peningaveskjum með peningun- um. Oft er þetta fólk að koma frá Amsterdam eða einhvers staðar sunnan úr Evrópu. Þetta er oft mjög grunsamlegt fólk og því gengur illa hérna. Þegar hringt er heim til foreldra þess, þ.e. þegar um ungt fólk er að ræða, þá neita foreldrarnir undantekningalítið að borga far- miðann undir það heim. Oftast eru þetta ungir karlmenn, sem foreldrarnir eru orðnir algjörlega uppgefnir á. Það er því miður mikið um svona mál sem koma upp á. Himmelexpress Þrautalendingin er oft sú að senda þetta fólk á stofnun rétt við járnbrautina sem kölluð er Himmelexpress og var stofnað til af góðgerðarfélagi. Þar er hægt að fá fría gistingu, dálítinn kvöld- matarbita og einnig árbít. Skil- yrði er hins vegar að gestirnir verði farnir út úr húsinu klukkan átta á morgnana og komi ekki til baka fyrr en eftir sex á daginn. Þetta er einkum gert til að gera reksturinn ódýrari. En margir telja sig ekki vera neitt upp á það komna að þiggja þessa þjónustu - finnst þetta ekki nógu gott. Þó er þarna mjög vistlegt og hreint, sjónvarp, tennisborð og fleira." „Stöðugt að slá peninga“ „í bók Njarðar P. Njarðvík, Ekkert mál, er fjallað um ís- lenska eiturlyfjasjúklinga í Kaup- mannahöfn. Finnst þér sú saga vera raunsæ?“ „Þar er að finna mjög sláandi sannleik, finnst manni eftir að hafa kynnst þessu nokkuð af eig- in raun. Þetta er voðalegt bæli þarna fyrir neðan járnbrautar- stöðina og ég myndi ekki ráð- leggja neinum að vera þarna ein- um á ferð á kvöldin. Ég verð allt- af stöðugt var við íslendinga sem hafa lent í einhverjum vandræð- um og þeir hringja hingað - biðja um að þeim sé útveguð gisting eða matur - og eru alltaf stöðugt að slá peninga. Þeir sem það gera eru oftar en ekki ofan við meðal- aldur og þeir borga aldrei til baka það sem þeim er lánað. Koma tveimur eða þremur dögum seinna og biðja um meira. Þegar svo er komið fer ég venjulega með þá í útlendingaeftirlitið og þá borga Danirnir fyrir þá heim. Þetta er ógurlegt stapp.“ „Hvar færðu peninga til að hlaupa undir bagga með þessum hætti.“ Óskilvísi „Ég fæ enga peninga til þess og verð að lána af mínum eigin pen- ingum. Ef ekki væri nú nema svo sem helmingurinn sem stæði í skilum þá væri þetta hægt. Það er ekki þægilegt að komast undan þessu því maður vill ekki hafa það á samviskunni að þetta fólk svelti í hel. Það hefur verið kvart- að svo mikið undan þessu í sendi- ráðinu, að nú í sumar hefur verið veitt úr gömlum líknarsjóði til þessa verkefnis. Þá eru íánaðar 300 kr. danskar svona í tilrauna- skyni, alveg hámark. Það þýddi ekki að lána meira því þá yrði um að ræða milljónir á ári - heimtu-. frekjan er svo svakaleg. Mest svekkjandi er nú eiginlega að verða var við svona mikla óskil- vísi.“ Hluti safnaðarkórsins á æfingu í Jónshúsi. Raunar kalla kórfélagar hann kirkjukór Kaupmannahafnar, hvorki meira né minna. María Ágústsdóttir, sem er 17 ára, æfir kórinn og stjórnar honum og tekur einnig virkan þátt í söngnum, eins og sjá má. Fáir voru mættir þegar þessi mynd var tekin, en um 25 manns eru virkir félagar í kórnum. Bæði Guðrún og séra Ágúst taka þátt í þessu starfi sem öðru er viðkemur söfnuðinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.