Dagur - 30.12.1985, Side 5

Dagur - 30.12.1985, Side 5
30. desember 1985 - DAGUR - 5 ANNALL Janúar 4. „Ég átti von á nýársbarni,“ sagði hamingjusöm móðir, Dóra Margrét Ólafsdóttir er hún hélt á nýfæddu stúlkubarni sínu. Dóttirin sem á föðurinn Árna Frey Antonsson skaust í heiminn klukkan rúmlega eitt á nýársnótt og var fyrsta barnið sem fæddist hér á landi á þessu ári ef minni mitt er rétt. 4. „Það er búið að eyðileggja höfnina hérna en hún var einu sinni sú besta á Norðurlandi en er nú ekki mönnum bjóðandi eða skipum þeirra," sagði Bjarni Bjarnason skip- stjóri á Súlunni og var reiður. Lái honum hver sem vill en skip hans, Súlan EA-300 hafði skemmst mikið er óveður gekk yfir Akureyri skömmu fyrir áramótin. Súlan og Núpur ÞH sem lágu saman við Torfunesbryggju stigu villtan dans á öldutoppunum er óveðrið gekk yfir og skemmdust bæði skipin mikið. Súlan þó mun meira og var frá vinnu í margar vikur. Hins vegar var gert við Núp til bráðabirgða og að því — í máli og myndum loknu hélt hann í söluferð til Hull og seldi þar 73 tonn af þorski fyrir um 2,6 milljónir króna. 4. Rússarnir komu og fóru aftur - með rækjuna sem þeir höfðu ætlað að selja Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri. Rækjan reyndist nefnilega skemmd Þegar henni var skipað upp á Akureyri og máttu þeir sovésku því skipa henni um borð aftur og sennilega hafa þeir svo fengið skipun um að koma með skip sitt heim til Sovét en hvað gert var við rækjuna þar vitum við því miður ekki. 9. „Ég reyni að ná bátnum upp í vor,“ sagði Heiðar Baldvinsson eig- andi Þórunnar ÞH sem sokkið hafði skammt utan Ólafsfjarðar síðla árs 1984. Þórunn var 12 tonna bátur og saknaði eigandi hennar Þórunnar sem vonlegt var. Heiðar lét svo til skarar skríða, tókst að koma vír um bátinn þar sem hann var á um 130 metra dýpi og þegar kom fram á haustið var last til atlögu. En því miður. Þegar Drangur hóf að hífa bátinn frá hafsbotni slitnaði vírinn. Súlan EA-300 í slipp á Akureyri, en skipið skemmdist mikið í höfn á Akur- eyri um síðustu áramót. Heiðar tók þessu með jafnaðargeði, bölvaði að vísu hressilega í talstöðina áður en hann hélt til hafnar, ákveð- inn í að reyna síðar og vera þá með sverari vír um bátinn. 14. Gunnar „Sót“ Haraldsson bílasali var orðinn leiður á braskinu og hætti. „Ég er orðinn hundleiður á þessu enda er ég búinn að vera í braskinu síðan 1948,“ sagði hann. Gunnar bætti því við að hann myndi örugglega finna sér eitthvað að gera enda hefði hann ekki verið vanur því að sitja með hendur í vösum. 16. Nú hófust umræður um kaví- arverksmiðju á Ólafsfirði. Athuganir á hagkvæmni slíkrar verksmiðju höfðu reynst jákvæðar. Eftir miklar framhaldsathuganir síðar á árinu var þó málið „saltað" um stund a.m.k. og við verðum því að vera án Ólafs- fjarðarkavíars enn um sinn. 23. Það er óskemmtilegf að róa til fiskjar og fá bara fiskhausa á öngla sína, það fengu þeir að reyna sjó- ntenn við Eyjafjörð. Selir voru komnir í fjörðinn og þessir svndaselir hreinsuðu fiskinn af færum sjómann-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.