Dagur - 30.12.1985, Side 7

Dagur - 30.12.1985, Side 7
30. desember 1985 - DAGUR - 7 kennarafélagi sem horfiö höfðu frá störfum sínum samþykktu að hefja störf að nýju og var sú ákvörðun tek- in í ljósi loforða ráðherra um að launamál þeírra yrðu tekin til endur- skoðunar. 25. „Raðsmíðabátarnir eru í sjálf- heldu“ sagði Gunnar Ragnars for- stjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri. Gunnar sagði að margir hefðu sýnt því áhuga að kaupa bátana. Hinsveg- ar væri ekki hægt að selja þá fyrr en fyrir lægi hvernig stjórnvöld hygðust ganga frá þeim lánum sem á þeim hvíldu. 27. Átta manns sóttu um for- stjórastólinn í Kísiliðjunni sem senn yrði auður. Fóru leikar svo að Ró- bert Agnarsson hreppti stólinn. 27. Margir vildu hefja framleiðslu á dömubindum en ekki er markaður hér á landi það stór að margir geti sinnt þessu hugðarefni sínu. Síðla árs hóf svo Sjöfn framleiðslu á „Sjafnar- bindum" sem margir vildu að kölluð yrðu „Sjafnaryndi“ Aprfl 1. „Pað var mjög óhuggulegt að detta þarna niður því mér fannst ég vera mjög lengi að hrapa,“ sagði Kristján Hálfdánarson, Akureyringur sem féll í jökulsprungu ofan Kverkfjalla í Vatnajökli. Kristján var þar á ferð ásamt tveimur félaga sinna og mátti hann dúsa í jökulsprungunni í 32 tíma áður en tókst að ná honum upp. *3. „Bætum við 30 manns strax ef bjórinn verður leyfður," sagði Ragn- ar Tryggvason hjá Sana, en bjórmál- ið fræga var þá statt í sölum Alþingis. Þar náði lagafrumvarp um heimild til bruggunar og sölu á áfengu öli ekki fram að ganga og Saria fjölgaði ekki hjá sér um 30 manns. 10. Atvinnumálanefnd Akureyrar lét kanna grundvöll fyrir rekstri rað- smíðabátanna svokölluðu og var niðurstaðan sú að hægt væri að gera bátana út frá Akureyri á hagkvæman hátt ef þeir fengjust á viðunandi kjörum. „Ég er ekki bjartsýnn á að Útgerðarfélag Akureyringa hf. kaupi og hefji útgerð á þessum bátum,“ sagði Gísli Konráðsson annar for- stjóra ÚA en rætt hafði verið um að ÚA yrði aðili að útgerð bátanna. 10. Uppsetning var hafin á nýjum hitaveitumælum enda fyrirhugað að Hitaveita Akureyrar breytti inn- heimtuaðgerðum sínum. Illa gekk að fá akureyrska pípulagningamenn til starfa við þetta verkefni þótt góð laun væru í boði en reykvískir starfsbræður þeirra vildu ólmir fá vinnu. 12. „Ef við gefum okkur það að þorskurinn sem skipið aflaði yrði unninn um borð, þá yrðu áhrifin sem það hefði á atvinnuástandið í landi skelfilegt að ýmsu leyti,“ sagði Val- týr Sigurbjarnarson bæjarstjóri á Olafsfirði en breytingar stóðu þá yfir á Ólafsfjarðartogaranum Sigur- björgu hjá Slippstöðinni á Akureyri og var skipinu breytt í frystiskip. 15. Hrafnhildur Hafberg var kjör- in „Ungfrú Akureyri" á mikilli hátíð í Sjallanum. Blómunum rigndi, fólk- ið fagnaði og Hrafnhildur var að sjálfsögðu í sæluvímu þótt ekki sé okkur kunnugt um að tár hafi fallið eins og svo oft fylgir titlaveitingu sem þessari. 19. Stórsöngvarinn Kristján Jó- hannsson frá Akureyri sló í gegn í Bandaríkjunum. Blaðið „Daily Okla- homa“ sagði um hann: „Fyrsta flokks tenór“, en það vissu reyndar margir fyrir. 22. Bændur á Norðurlandi spör- uðu miklar upphæðir vegna minni áburðarnotkunar í kjölfar undan- gengis góðæris. Voru mörg góð „mánaðarlaun opinberra starfs- manna“ spöruð eins og það var orð- að í Degi. 24. Ungur aðkomumaður var „flottur á því“ í heimsókn á Akur- eyri. Hann var með stolið ávísana- hefti og falsaði grimmt ávísanir úr heftinu. Þegar nóg var komið á Ak- ureyri hélt hann austur á Firði í lúx- usreisu sinni en þá var lögreglan komin á sporið og handtók kauða. framleiða og selja fóður fyrir lax- eldisstöðvar og loðdýrabú. Fram- leiðsla hefst á næsta ári eða í ársbyrj- un 1987. Juní 10. Læknisleysi á Þórshöfn. Þórshafnarbúar hafa mátt búa við það iengi að hafa ekki fast- ráðinn lækni á staðnum. og höfðu 10 læknar þjónað þar á undan- gengnu ári. Síðar á árinu varð svo læknislaust á Vopnafirði er læknirinn þar hélt í levfi til Sví- þjóðar. 12...íbúarnir hafa sýnt okkur mikla biðlund. en því miður hef- ur dregist að Ijúka þessu" sagði Gísli Eyland stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri. en þá höfðu bæir í Hörgárdal og Öxnadal fengið sjálfvirkan síma. Síðar í sumar var svo lokið við að koma upp sjálfvirkum símum á bæjum í Fnjóskadal sem einnig tilheyrir Akureyrarstöðinni. 14. ..Ég er mjög ánægður með ferðina og finn ekki fyrir þreytu" sagði göngugarpurinn Reynir Pétur er hann kom við í Hótel Reynihlíð á leið sinni eftir hring- veginum. 19. Konur á Akureyri voru einnig kátar á lokaári kvennaára- tugar. Þær tóku sig til og gróður- settu 7 þúsund plöntur í bæjar- landinu. eða eina plöntu fyrir hverja konu í bænum eða því sem næst. 24. Hnífar á lofti í miðbæ Akureyrar. Til átaka kom eftir dansleiki helgarinnar og „voru menn að" fram á morgun. Þrír veittust að einum við BSO og var sá fluttur á sjúkrahús enda bar hann að þremenningarnir hefðu beitt hnífum. Fjölmennt var á „hóteli" lögreglunnar. 26. Endanleg ákvörðun var tekin um jarðgöng í Ólafsfjarðar- múlann. og verður ráðist í þá miklu framkvæmd innan þriggja ára. síðan á að gera jarðgöng á Aust- og Vestfjörðum. 28. Bæjarstjórn Akureyrar tók ákvörðun um nýtt sölufyrirkomu- lag Hitaveitu Akurevrar. „Það voru allir sammála um að það væri rétt ákvörðun að brevta úr hemlum yfir í mæla. Tfminn verður svo að leiða í ljós hvernig þetta kemur út og hvort ein- hverju þarf að breyta" sagði Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir bæjarfull- trúi. Jnlí 1. „Þetta verður eflaust erfitt fyrsta árið en ánægjan hlýtur alltaf að verða erfiðinu yfirsterkari svo ég kvíði ekki framtíðinni." sagði Jóhanna Birgis- Frá aðalfundi KEA sem haldinn var í maí. 24. Fjölmargir voru á atvinnu- leysisskrá á Akureyri. Þrátt fyrir það vantaði víða fólk til vinnu. M.a. sagði Gunnar Aspar hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. að félagið gæti bætt við 40-50 konum til fiskvinnslu. Á sama tíma var mikill skortur á iðn- aðarmönnum og sagði Gunnar Skarphéðinsson starfsmannastjóri Slippstöðvarinnar að engir járniðn- aðarmenn væru til á Akureyri. 29. „Við vonum að þetta verði sannkallaður gullkrani," sagði Þórar- inn Sveinsson mjólkursamlagsstjóri á Akureyri en vatnspökkunarfyrir- tækið AKVA sf. hafði verið stofnað. Vatnið sem pakka átti í neytenda- umbúðir skyldi selt erlendis og yrði það tekið úr krana í Mjólkursamlag- inu. Af þessu máli er það svo að frétta að þessa dagana er vatns- pökkunin að hefjast og hafa náðst góðir samningar um vatnssölu til Danmerkur. Maí 6. Aðalfundur KEA var haldinn á Akureyri. í Ijós kom að árið 1984 hafði verið hagstætt ár í rekstri fé- lagsins. Heildarveltan var 2.723 millj- ónir króna og hafði aukist urn 27% í krónutölu frá árinu á undan. Rekstrarreikningur félagsins sýndi hagnað að upphæð 20,9 milljónir króna. 6. Fálkaeggjaþjófar voru komnir á kreik í Aðaldal. Lögreglan á Húsa- vík komst fljótlega á slóð eins þjófs- ins sem reyndist vera „gamall kunningi" sem ferðaðist utn á fölskum skilríkj- um. Var manninum þó sleppt úr landi enda fannst ekkert í farangri hans, og þótti Ijóst að hann hefði haft hjálparmann hérlendis og komið eggjunum úr landi á annan hátt. 8. Þunnhærðir gengu um með breitt bros enda var nú hafin skalla- uppgræðsla á Akureyri. Vonandi er að betur hafi gengið við að græða upp skalla Norðlendinga en hálend- ið. 10. Samvinnuferði-Landsýn tóku við rekstri Hótels Húsavíkur. Helgi Jóharinsson forstjóri SL sagði að það væri sorglegt að horfa upp á jafn gott hótel og það á Húsavík í jafn erfiðri stöðu og því ætti að reyna aö bjarga málunum viö. 10. „Ég sæki það af hörku að álver verði sett upp í Arnarneshreppi í Eyjafirði," sagði Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra. Síðar á árinu hafði Sverrir svo stólaskipti eins og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og nú einbeitir hann sér að háskóla- kennslu á Akureyri og varðveislu (z) tungunnar. 13. „Ég hef það á tilfinningunni að við séum a.m.k. hættir að rnissa fólk úr bænum og það byggi ég á því að við séum búnir að finna fyrir botn- inum hvað varðar atvinnuástandið hér í bænum" sagði Úlfar Hauksson hagsýslustjóri Akureyrarbæjar. 15. Þau orð hitaveitustjóra á Ak- ureyri að niðurgreiðslur eða einhvers konar inngrip ríkisvaldsins í veituna kæmi ekki til greina vöktu mikla at- hygli. Iðnaðarráðherra hafði þá skömmu áður sagt að nokkrar hita- veitur landsins væru það illa staddar fjárhagslega að þær þyrftu aðstoð frá hinu opinbera. 15. Öflug sprenging varð á Akureyri. Engin meiðsli urðu á fólki enda sagði í fyrirsögn Dags að hér hefði um „gróðursprengingu" að ræða. Hitinn var kominn uppundir 20 stig og lauftré í bænum sem stóðu eyðileg að morgni voru orðin fagurgræn að kvöldi. 20. „Dagur verður dagblað" sagði í forsíðufyrirsögn. Skýrt var frá því að með haustinu yrðu útgáfudagar blaðsins fimm í hverri viku og kom þetta til framkvæmda í október. 20. Mikið var að gerast í hótelmál- um á Akureyri, og fannst víst mörg- um tími til kominn. Nýtt hótel var tekið í notkun. Hótel Stefanía, og Hótel KEA tók í notkun 12 ný her- bergi og áfram var unnið að stækkun hótelsins og öðrum endurbótum á hótelinu. 22. Þróunarnefnd Háskóla íslands sýndi því skilning að háskólakennsla hæfist á Akureyri. er nefnd á vegum bæjarráðs kynnti nefndinni tillögur sínar. Enn er málið „í kerfinu" og ekki séð fyrir endann á því hvernig það verður afgreitt. 29. Hret að vorlagi á Akureyri hafa oft verið nefnd KEA-hretin, enda hafa veðurguðirnir oft minnt á sig er aðalfundur KEA hefur farið fram. Eitt slíkt hret í maí fékk þó nafnið „Dags-hretið" enda hafði veðurspámaður Dags sagt fyrir um þetta hret og Dagsmenn glottu út í annað. 29. „Tímamótasamningur" sagði í flenni fyrirsögn á forsíðu Dags. Sagt var frá samningi Slippstöðvarinnar á Akureyri við kanadískt fyrirtæki um að breyta og kassavæða tvo af togur- um fyrirtækisins og skýrt frá því að væntanlega fylgdi meira á eftir eins og raunin varð á. 31. Verkmenntaskólinn útskrifaði fyrstu stúdenta sína við hátíðlega athöfn. 31. Lengningaraðgerð á ungum manni var framkvæmd á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Það var Halldór Baldursson læknir sem frarn- kvæmdi aðgerðina. 31. Stofnað var hlutafélagið ÍS- TESS hf. en tilgangur þess er að Halldór Baldursson læknir á FSA framkvæmdi „lengingaraðgerð" á ungum manni, hina fyrstu sem franikvæmd er hér á landi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.