Dagur - 30.12.1985, Síða 8

Dagur - 30.12.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 30. desember 1985 17. „Petta er áhættubúskapur og því reiknað með áföllum," sagði Sveinbjörn Magnússon stöðvarstjóri hjá Fiskeldi hf. á Húsavík en mikið tjón varð í stöðinni af völdum óveð- urs. Sjókví eyðilagðist og úr henni sluppu 22 þúsund seiði, en seiðin voru metin á 1,6 milljónir króna. 22. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti að selja Landsvirkjun hlut sinn í Kröfluvirkjun með öllum gögnum og gæðum og var kaupverð- ið 1.170 milljónir króna. 24. „Ég er búinn að starfa við byggingariðnaðinn síðan 1962 og man ekki eftir svona ástandi,“ sagði Aðalgeir Finnsson byggingameistari á Akureyri, en fyrirtæki hans hafði sagt upp 12 smiðum. Önnur fyrirtæki þurftu einnig að segja upp mannskap og er víst ekki bjart framundan í byggingariðnaði í bænum. 26. Veðurfarið á Norðurlandi sagði til sín á margvíslegan hátt. 10. Togararnir veiddu einnig vel og má reyndar segja að um mokveiði hafi verið að ræða hjá þeim. Þannig kom Sauðárkrókstogarinn Hegranes með 190 tonn af þorski eftir 5 daga veiðiferð, og í þeirri ferð fengu skip- verjar m.a. tvívegis 40 tonn í einu hali. Þessi myndarlegi hópur blaðburðarbarna Dags prýddi forsíðu kynningarbæklings sem blaðið gaf út fyrir tveimur árum. Flest hafa þau nú vaxið upp úr blaðburðarstarfinu og ný tekið við. Verkefni þeirra uxu til muna á árinu með tilkomu dagblaðsins. I baksýn er hús það sem Dagur og Dagsprent hafa starfsemi sína í. Hrafnhildur Hafberg var kjörin Ungfrú Akurcyri. Hér sést hún (3. f.v.) ásamt hinum stúlkunum sem tóku þátt í keppninni. dóttir á Akureyri, en hún og maður hennar Haildór Halldórsson eignuð- ust þríbura 29. júní. Þríburarnir voru tvær eineggja stúlkur og einn dreng- ur og voru þau öll 8-9 merkur að þyngd. 1. Norðurlandsleikar æskunnar voru haldnir á Sauðárkróki um mán- aðamótin. Þangað mættu um 1000 börn og unglingar og kepptu í fjölda íþróttagreina. 1. Frystitogarinn Akureyrin setti hvert metið af öðru hvað snerti afla- verðmæti. Nú kom skipið að landi eftir 24 daga veiðiferð, og nam afl- averðmæti 22,5 milljónum króna. 5. „Hundadagahátíð“ var haldin á Akureyri með pomp og prakt. Var mikið um dýrðir en veðurguðirnir voru ekki sem samvinnuþýðastir. 1 tengslum við hátíðina var rekið út- varpið Siríus og voru þar margir skondnir þættir eins og „Nektarný- lendan“ og „Mannbætandi“ á dag- skrá. Heyskapur gekk ákaflega erfiðlega eins og áður hefur verið minnst á og á Mývatni voru íslenskir ferðamenn sjaldséðir gestir. „Útlendingar hafa hins vegar skilað sér,“ sagði Arnald- ur Bjarnason sveitarstjóri þar í sam- tali við Dag. 29. Akureyrin setti enn met. Nú kom togarinn að landi með 230 tonn af frystum þorskflökum. „Þetta var þrælavinna og það lögðu allir mikið á sig,“ sagði Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri, en aflaverðmætið úr þess- ari veiðiferð var um 27 milljónir króna. 31. Bílaþjófar voru á ferð á Akur- eyri. Stálu þeir bíl sem þeir skildu eftir við Þelamörk, en þar stálu þeir öðrum og héldu til Akraness. Þar tóku þeir Akraborgina til Reykjavík- ur en sofnuðu um borð og fóru víst margar ferðir með skipinu. Vegna þess að enginn tók bílinn úr skipinu fóru menn að athuga málið og voru þjófarnir sem voru 14 og 16 ára þá handteknir í „koju“. Agust 7. Með nýju skipulagi á innheimtu- aðgerðum Hitaveitu Akureyrar hafði dregið verulega úr vatnsnotkun. Wil- helm Steindórsson hitaveitustjóri sagði að enn mætti gera betur í stýr- ingu á ofnakerfum og þar með nýt- ingu vatnsins. 9. Á Ólafsfirði lagðist niður nær öll fiskvinnsla þar sem kvótar togar- anna voru svo til búnir. Á sama tíma var verið að flytja út fisk í gámum frá stöðum þar sem vinnuaflsskortur var og sagði Ágúst Sigurlaugsson for- maður Olafsfjarðardeildar Einingar að það ætti að vera hægt að stjórna þessum málum mun betur. 19. í Hrísey var unnið að varan- legri gatnagerð. Þar var unnið fyrir 4 milljónir króna og var það mikil framkvæmd í ekki stærra byggðar- lagi. Áætlað er að ljúka verkinu næsta sumar. 30. Mikill einhugur var á Fjórð- ungsþingi Norðlendinga sem haldið var að Laugum í Þingeyjarsýslu um háskólakennslu á Akureyri. Þingið skoraði á menntamálaráðherra, alþingismenn og stjórnendur Há- skóla íslands að hrinda nú þegar í framkvæmd áformum um háskóla- kennslu á Akureyri þannig að ekki síðar en haustið 1986 verði hægt að hefja þar háskólanám. Á „Hundadagahátíð“ gerðu menn sér ýmislegt til skemmtunar. Frystitogarinn Akureyrin aflaði mjög vel á árinu og setti fjöida meta í veiðiferðum sínum. Hér sést Þorstcinn Vil- helmsson skipstjóri við skip sitt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.