Dagur - 30.12.1985, Page 9

Dagur - 30.12.1985, Page 9
30. desember 1985 - DAGUR - 9 23. „Kraftaverk" sögðu menn í Grímsey er 5 ára gömul stúlka slapp nær ómeidd eftir fall fram af 15 metra háum klettum þar. Stúlkan var flutt á sjúkrahús á Akureyri til rann- sóknar en reyndist óbrotin, aðeins lítillega marin. 26. Blað brotið. - „í dag er brotið blað í sögu dreifbýlis, þetta blað er brotið með því að Dagur verður að dagblaði, hinu fyrsta í dreifbýlinu sem eitthvað kveður að,“ sagði Valur Arnþórsson stjórnarformaður í Út- gáfustjórn Dags í ávarpi til lesenda er Dagur varð dagblað hinn 26. sept- cmber. Menn voru þó sammála um að fiski- fræðingar mættu alveg sýna meiri bjartsýni í tillögum sínum en þeir hafa gert ráð fyrir 300 þúsund tonna þorskveiði á næsta ári. 4. „Pað er líklega ekki fjarri lagi að ríkið skuldi Akureyrarbæ allt að 25 milljónum króna vegna skóla- framkvæmda" sagði Valgarður Bald- vinsson bæjarritari í samtali við Dag. 8. „Ég vil ekki taka þátt í því leng- ur að hafa fólk í þessum þrælabúð- um, því annað er í rauninni ekki hægt að kalla þetta. Fólk vinnur 10 tíma á dag 6 daga vikunnar og auk þess undir álagi launahvetjandi kerfis. Þetta er hreinn og klár þræl- dómur og ég tel það fyrir neðan allar hellur að verkalýðsfélögin skuli láta bjóða sér þetta“ sagði .Hákon Hákonarson formaður Félags málm- iðnaðarmanna á Akureyri í samtali við Dag eftir að tillaga hans um af- nám launahvetjandi kerfis og yfir- vinnu hafði verið samþykkt á þingi Alþýðusambands Norðurlands. 9. Upplýst var að skuldir hitaveitu Akureyrar næmu 40 milljónum bandaríkjadala eða um 1,7 milljarði króna. Nær allar þessar skuldir eru vegna lántöku erlendis. 9. „Ég trúi ekki öðru en að lausn finnist á þessu máli sem er stórmál fyrir okkur“ sagði Pórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga í haust. Þá voru skelfiskveiðar að hefjast og í ljós kom að Hvammstangabúar áttu eftir að veiða 3 tonn af kvóta sínum. Ráðuneytið hafði ákveðið þessa kvótaskiptingu í vor en gleymt að til- kynna viðkomandi aðilum. 10. Loðnusjómenn settu löndun- arbann á verksmiðjurnar í Krossa- nesi og á Siglufirði. Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að loðnuverksmiðjur landsins ákváðu að sýnataka úr förmum skipanna færi fram eftir löndun en ekki um borð í skipunum eins og venjan hafði verið. Barst engin loðna á þessa tvo lönd- unarstaði í nokkurn tíma eða þar til samkomulag náðist milli deiluaðila um hvernig standa skyldi að sýnatök- unni. 10. Plasteinangrun hf. á Akureyri samdi um sölu á 10 þúsund fiskiköss- um til Kanada og sagði Sigurður Arnórsson framkvæmdastjóri Plast- einangrunar hf. að vonir stæðu til að samningar næðust um frekari sölu til Kanadamanna. 10. Þýskir þjófar voru á ferð á Raufarhöfn og stálu borvélum og fleiri tækjum úr Fiskvinnslu Björns Hólmsteinssonar. Þjófarnir voru skipverjar á þýska skipinu Arjah sem var að lesta mjöl á Raufarhöfn. Gcysileg loðnuveiði hefur verið í haust. Myndin er frá loðnuiöndun á Sigiu- firði. 10. Svokölluð „tínusbjalla“ gerði usla í skreiðargeymslum á Húsavík og Ólafsfirði og varð að loka húsum þar um tíma vegna þessa. 11. Ólafsfirðingar fengu fyrstu loðnuna til bræðslu er Skarðsvík kom þangað með um 650 tonn, Bræðslan á Ólafsfirði afkastar 130- 140 tonnum á sólarhring. 14. „Vírinn hefur verið of grannur, helvítis helvíti" sagði Heið- ar Baldvinsson eigandi Þórunnar ÞH, 12 tonna báts sem reynt var að ná af hafsbotni út af Hvannadals- björgum. Báturinn hafði farist þar síðla árs 1984, síðar hafði tekist að koma vírum um bátinn þar sem hann lá á 130 metra dýpi en þegar hífa átti hann upp frá hafbotni slitnaði vírinn. 15. Talsvert hafði verið rætt um það að Byggðastofnun myndi flytja til Akureyrar og virtist meirihluti stjórnar stofnunarinnar samþykkur því. Stjórnin ákvað þó síðar að leita til hlutlausra aðila um að vinna að út- tekt á hagkvæmni þess að staðsetja stofnunina fyrir norðan. 15. Flugvél af gerðinni ATR-42 lenti á Akureyri. Voru framleiðend- ur vélarinnar að kynna hana hér á landi. enda eru Flugleiðatnenn farnir að hyggja að því að endurnýja flug- vélakost sinn í innanlandsflugi. 16. Byssuvargar voru á ferð á Ak- urevri. Skutu þeir tveimur skotum að vistheimilinu Sólborg. Annað skotið hafnaði í gluggakarmi en hitt fór í gegn um ytra gler og sprengdi innra gler. 16. Skinnadeild Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri og finnska fyrirtækið Friitala undirrituðu samn- ing um kaup finnska fyrirtækisins á skinnum fvrir um eina milljón doll- ara. 16. Starfsmenn útivistarsvæðisins í Kjarna settu upp 500 metra langa girðingu í landi Hamra II en ábúandi jarðarinnar fór í skjóli myrkurs næstu nótt á eftir og reif girðinguna niður. Málið var kært til lögreglu en Jón Matthíasson sem tók niður girð- inguna sagðist harma það eitt að hafa ekki haft með sér blaðamenn er hann tók girðinguna niður. 17. „Ef framlag ríkisins hækkar ekki verulega miðað við það sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. þá tekst okk- ur ekki að taka í notkun 3. áfanga Verkmenntaskólans næsta haust" sagði Magnús Garðarsson fulltrúi byggingarnefndar skólans. Magnús sagði að vonast hefði verið eftir 20 milljóna króna framlagi til verksins frá ríkinu en bætti við: „Það er skuggalegt ef við fáum ekki nema 10 milljónir króna." 18. Sviftivindur tók þakið af hlöð- unni á bænum Hæringsstöðum í Svarfaðardal og svifti því af í heilu lagi. Hlaðan var næstum full af heyi en skemmdir á því urðu litlar. 24. Flugfrevjur fóru í verkfall sem lauk fljótt með setningu bráða- birgðalaga. A meðan verkfallið stóð yfir var nóg að gera hjá Flugfélagi Norðurlands og sagði starfsmaður þar að það væri eins og jólin væru að koma. svo mikið var annríkið. 26. „Það er talsvert um riðu hér á svæðinu. í Kelduhverfi er riða mjög víða, í Aðaldal og Reykjadal er um 6 bæi að ræða og nú í sumar kom upp eitt tilfelli á Húsavík." sagði Bárður Guðmundsson dýralæknir á Húsa- vík. Rætt var um hvort samkomulag milli bænda á svæðinu gæti tekist um niðurskurð. Um yrði að ræða 7000 fjár sem slátrað yrði. Ákvörðunar í Dagur varð dagblað í september. Hér sést fulitrúi DV á Akureyri afhenda Hermanni Sveinbjömssyni rítstjóra Dags blómvönd í tilefni þess. „Sumarmynd“ frá Norðurlandi. Það var eins gott að hafa regnhlífarnar uppi við. September '6. Allir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar við Kristnesspítala höfðu sagt upp störfum sínum. Voru upp- sagnirnar tilkomnar vegna óánægju með launakjör, í kjölfar yfirborgun- ar Fjórðungssjúkrahússins. Síðar kom svo í ljós að uppsagnirnar voru ekki löglegar þar sem þær voru skilyrtar þannig að enn hefur ekki komið til þess að uppsagnirnar hafi tekið gildi. 11. Á Hvammstanga var fyrirhug- að að taka í notkun nýjan grunnskóla í haust en ekki gat orðið af því vegna þess að smiðir fengust ekki til starfa. Kristján Björnsson oddviti sagði að smiðir á staðnum hefðu tekið sig saman og stofnað verktakafyrirtæki og væru uppteknir við að byggja fjöl- býlishús. Reynt var að fá smiði ann- ars staðar frá en það tókst ekki. 16. „40% eignahlutur ríkisins í Steinullarverksmiðjunni á Sauðár- króki er falur," sagði iðnaðarráð- herra er hann vígði verksmiðjuna formlega hinn 15. september. Til- raunaframleiðsla í verksmiðjunni hafði staðið yfir frá 9. ágúst og geng- ið vel. 16. Loðnubræösla hófst í nýrri og endurbættri verksmiðju Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði, en skipt hafði verið um stóran hluta alls tækjabúnaðar. 18. Menn héldu að jólasveinninn Kjötkrókur væri kominn til byggða því brotist var inn í barnaheimilið Páhnholt á Akureyri og stolið þar 10 kg af kjöti. því máli gæti verið að vænta áður en langt um líöur. 26. Unnið var af fullum krafti við sökkla nýja íþróttahússins á Siglu- firði en Berg hf. hafði fengið það verk eftir að hafa boðið í verkið 47% meira en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Síðar var farið að yfirfara út- boðsgögnin og kom þá í ljós að tveir liðir þeirra höfðu verið vanreiknaðir. Október •2. Svæðisútvarp hófst að nýju á Ak- ureyri en tilraunaútsendingar höfðu farið fram fyrr á árinu. Fyrst um sinn var útvarpað í klukkustund á dag en útsendingartíminn síðan lengdur um hálftíma. Útvarpað er fimm daga vikunnar. 3. Frystitogarinn Akurevrin fékk 60 tonn af fiski í trollið hjá sér í einu kasti. 27 klukkustundir tók að vinna aflann um borð, en fátítt er að togar- ar fái svona stór „höl". 3. Útvegsmenn á Norðurlandi funduðu á Akureyri og var niður- staða fundar þeirra sú að menn voru sammála um að halda yrði áfram að stjórna veiðum með kvótakerfinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.