Dagur - 30.12.1985, Síða 15

Dagur - 30.12.1985, Síða 15
30. desember 1985 - DAGUR - 15 Sæsniglasúpa „Lady Curzon" Villibráöapaté með radísum og rislingssósu Kiwi sorbet Rósapiparkrydduö aliönd með hunangskaramellusoðnum vínberjum, rjómabökuðum kartöflustrimlum, smjörbættum blaðlauk og valhnetusalati Konlaksísterta með marsipan Konfektsmákökur Kaffi Konfekt - smákökur-^ Minning: ju Þórhallur Jónasson u fynverandi bifreiðastjóri Laugardaginn 28. desember sl. var jarðsettur frá Akureyrar- kirkju Þórhallur Jónasson fyrr- verandi bifreiðarstjóri. Hann lést eftir langa sjúkdómslegu á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var mér ekki aðeins góður afi heldur einnig félagi og vil ég hér minnast hans í nokkrum orðum. Afi fæddist 3. mars 1909 á Syðri-Villingadal í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Jónas Tómasson frá Goð- dölum í Skagafirði og Margrét Valdimarsdóttir frá Brekku í Eyjafirði. Afi var fjórði af níu alsystkinum en einnig átti hann tvær eldri hálfsystur. Átta ára gamall fer hann að Hleiðargarði í sömu sveit þar sem hann dvelur fram yfir fermingu. Síðan er hann heima og í vinnumennsku, eins og títt var á þessum árum. Um 1935 flyst hann ásamt for- eldrum að Leyning þar sem hann bjó í um þrjú ár. Byrjaði þá starfsferill hans sem bifreiðar- stjóri og keyrði hann vörubíl allt fram til ársins 1977 og þar af hjá vörubílastöðinni Stefni um 30 ár. Eftir 1977 starfaði hann í rúm þrjú ár hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri. Árið 1941 flyst afi í Hafnar- stræti 33 á Akureyri, þar sem hann síðan bjó til æviloka. Hann gekk að eiga Lilju Guðrúnu Þ. Guðlaugsdóttur frá Ánabrekku, Mýrarsýslu árið 1944. Þau eign- uðust fimm börn: Margréti, Þór- höllu, Valdimar, Gylfa og Eyþór. Afi þótti hörkumaður, dugleg- ur, ósérhlífinn og lét sér ekkert vaxa í augum. Fyrstu kynni mín af afa eru al- veg frá því fyrst er ég man eftir mér. Áður en ég náði skólaaldri kom afi oft heim í Birkilundinn og tók mig með sér í vörubílnum í vinnuna. Þá fékk ég að fylgjast með stórum vinnuvélum eins og allir forvitnir drengir hafa gaman af. En ég hafði meira gaman af afa í þessum ferðum okkar. Við spjölluðum þá um heima og geima og sungum ýmis gömul barnakvæði. í kaffitímunum tók afi upp nestistöskuna og það brást aldrei að þar var sérútbúinn pakki og mjólkurflaska fyrir mig. Er leið á daginn skilaði afi mér heim og borgaði mér hundrað Leiðrétting Skömmu fyrir jól sagði Dagur frá því í frétt að Akureyri hefði fallið úr sambandi við byggða- línu með þeim afleiðingum að spennufall varð í bænum og raf- magn fór af í nokkrum hverfum. Orsakir þessa atburðar voru sagðar vera mistök starfsmanna Landsvirkjunar sem voru að störfum í spennistöðinni að Rangárvöllum. Þetta var ekki alls kostar rétt þar sem bilunina mátt rekja til éldri mistaka sem gerð höfðu verið við tengingu rofa í stjórnstöðinni. Hringdu og kynntu þér auglysingakjörin (96)24222 m i llhicitlilíixui ihighladid fyi'ir iiordan krónur í laun fyrir daginn. Síðan bað ég hann að koma aftur dag- inn eftir. Frá því að ég varð nógu gamall til, þá þótti mér fátt skemmti- legra en að hlaupa niður í Hafn- arstræti 33 að heimsækja afa og ömmu. Ég kom þá ávallt niður brekkuna fyrir ofan húsið þeirra. Þar á brekkubrúninni staldraði ég oftast við og athugaði hvort vörubíllinn hans afa stæði ekki á bílastæðinu við hliðina á húsinu og hvort amma sæist ekki á sveimi fyrir innan eldhúsglugg- ann. í þessum heimsóknum var spilað á spil, teflt eða bara rætt saman. Afi var þá ávallt hress og kom mér ótal oft til að hlægja með kímnigáfu sinni og léttri stríðni. Þegar leið á daginn og komið var fram yfir háttatímann hjá litlum drengjum keyrði afi mig heim á vörubílnum. Um 1980 hófst tímabil að- skilnaðar er ég fluttist með for- eldrum mínum til útlanda. En afi og amma komu í heimsókn til okkar fyrsta sumarið við mikil fagnaðarlæti okkar systkinanna. Rúmu ári seinna er ég kom einn heim til íslands dvaldi ég hjá afa og ömmu um jólin. Þá var afi hættur að vinna og var hann ekki eins hraustur og áður en þó var hann jafn kátur og glaðvær eins og ég mundi eftir honum. Síðan sá ég ekki afa fyrr en tæpum þremur árum seinna, sumarið 1984, þegar við fluttum aftur til íslands. Þá var mjög dregið af honum en samt varð ég var við gömlu kímnigáfu hans og baráttu- þrek. Hann afi minn lést svo snemma á sunnudagsmorgun þann 15. desember síðastliðinn. Ég þakka honum allar ánægjustundirnar er við áttum saman. Megi guð og gæfan styrkja elsku ömmu. Þórhallur Hjartarson. Við sendum viðskiptavínum og öðrum landsmönnum ^ bestu óskir um; Arangursríkt l*nýár REIKNINGSSKIL REKSTRARRÁÐGJÖF RÁÐNINGAR ] Fell hf. KAUPVANGSSTRÆTI 4 602 - AKUREYRI Það Kemst tilshilaíDegi Áskrift og auglýsingar ® (96) 24222^^ .:í^P?r.-:.«FSöngvararnir Michael Clarke Þuríður Baldursdóttir Antonía Ogonovsky syngja dúetta, léttar óperettur, við undirleik strengjasveitar. — ★ — Leikarar úr Leikféiagi Akureyrar syngja Paper Doll söngva úr Piaf. Strengjasveit úr Tóniistarskóla Akureyrar leikur fyrir hátíðargesti við borðhald. — ★ — Stiginn dans við undirleik hljómsveitarinnar Áningu Samkvæmisklæðnaður. Lokað öðrum en matargestum. Takmarkaður fjöldi. # A á - Miðasala mánud. 30.12 kl. 18—20 Borðapantanir í síma 22970 alla daga. Verð aðeins kr. 2.700.00

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.